Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Síða 56

Fréttatíminn - 15.05.2015, Síða 56
V ídeó- & tónlistargjörning-urinn Doríon eftir Doddu Maggý er sérstaklega saminn fyrir Kópavogskirkju í til- efni sýningarinnar Birting sem sett verður upp í Gerðarsafni á Listahátíð 2015. Tónverkið er flutt af Kvennakórnum Kötlu undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur. Uppbygg- ing tónverksins tekur mið af formi og litum í steindum gluggum Gerð- ar Helgadóttur og segir listamað- urinn, Dodda Maggý, mikið litaspil í gluggum kirkjunnar. „Ég ákvað að semja lag fyrir kór- inn og síðan kom sú hugmynd upp að tengja lagið þessum gjörning,“ segir Dodda Maggý. „Gluggarnir í Kópavogskirkju, eftir hana Gerði, eru mjög fallegir og ekki margir sem hafa séð áhrifin frá þeim þeg- ar ljósin í kirkjunni eru slökkt, því skiljanlega eru þau yfirleitt kveikt þegar einhver er í kirkjunni. Tón- listin, vídeóið og gluggarnir munu því vinna saman,“ segir Dodda. Raddsvið manneskjunnar tekur á sig sjónrænt form í vídeóverki Doddu Maggýjar þar sem litapal- letta tónskalans leggur undir sig rýmið í samtali við gluggainnsetn- ingu Gerðar í kirkjunni. „Mér þótti athugavert að hugsa raddir manneskju út frá litaspektr- úmi og samdi það með það í huga,“ segir hún. „Það er mjög mikilvægt að fólk viti að það þarf ekki að sitja í kirkjunni allan tímann sem gjörn- ingurinn fer fram. Þetta byrjar á í kvöld, föstudagskvöld klukkan 21 og svo aftur á morgun, laugardag, klukkan 16 og verkið stendur í 40 mínútur. Gestirnir ráða því bara sjálfir hvað þeirra upplifun er löng, svo það má koma inn á einhverj- um tímapunkti og kíkja við,“ segir Dodda Maggý. Á laugardaginn er svo hægt að sækja ýmsa menningarviðburði í menningarhúsum bæjarins og all- ar upplýsingar um daginn má finna á vef Kópavogsbæjar. www.kopa- vogur.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  GjörninGur MenninGardaGur í KópaVoGi Samspil tóna og lita í Kópavogskirkju Menningarhús Kópavogs við Hamraborg, Safnaðar- heimili Kópavogskirkju og gallerí listamanna víða um bæ munu iða af lífi og menn- ingu á morgun, laugardaginn 16. maí, en þá verður haldinn Menningardagur í Kópavogi. Í Kópavogskirkju verður Dodda Maggý og Kvennakórinn Katla með vídeó- og tón- listargjörning klukkan 16 en hann er gerður í tengslum við sýninguna Birting í Gerðar- safni. Dodda Maggý segir gjörninginn samspil milli tóna og lita. Úr verki Doddu Maggýjar, Doríon, sem sýnt verður í Kópavogskirkju á laugardag. Nilfisk Gæði og góð þjónusta í 80 ár! 24.300 kr 24.300 kr 35.200 kr 46.900 kr 118.800 kr 82.600 kr 73.800 kr 29.900 kr 19.900 kr 56 menning Helgin 15.-17. maí 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.