Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 15.05.2015, Blaðsíða 56
V ídeó- & tónlistargjörning-urinn Doríon eftir Doddu Maggý er sérstaklega saminn fyrir Kópavogskirkju í til- efni sýningarinnar Birting sem sett verður upp í Gerðarsafni á Listahátíð 2015. Tónverkið er flutt af Kvennakórnum Kötlu undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur. Uppbygg- ing tónverksins tekur mið af formi og litum í steindum gluggum Gerð- ar Helgadóttur og segir listamað- urinn, Dodda Maggý, mikið litaspil í gluggum kirkjunnar. „Ég ákvað að semja lag fyrir kór- inn og síðan kom sú hugmynd upp að tengja lagið þessum gjörning,“ segir Dodda Maggý. „Gluggarnir í Kópavogskirkju, eftir hana Gerði, eru mjög fallegir og ekki margir sem hafa séð áhrifin frá þeim þeg- ar ljósin í kirkjunni eru slökkt, því skiljanlega eru þau yfirleitt kveikt þegar einhver er í kirkjunni. Tón- listin, vídeóið og gluggarnir munu því vinna saman,“ segir Dodda. Raddsvið manneskjunnar tekur á sig sjónrænt form í vídeóverki Doddu Maggýjar þar sem litapal- letta tónskalans leggur undir sig rýmið í samtali við gluggainnsetn- ingu Gerðar í kirkjunni. „Mér þótti athugavert að hugsa raddir manneskju út frá litaspektr- úmi og samdi það með það í huga,“ segir hún. „Það er mjög mikilvægt að fólk viti að það þarf ekki að sitja í kirkjunni allan tímann sem gjörn- ingurinn fer fram. Þetta byrjar á í kvöld, föstudagskvöld klukkan 21 og svo aftur á morgun, laugardag, klukkan 16 og verkið stendur í 40 mínútur. Gestirnir ráða því bara sjálfir hvað þeirra upplifun er löng, svo það má koma inn á einhverj- um tímapunkti og kíkja við,“ segir Dodda Maggý. Á laugardaginn er svo hægt að sækja ýmsa menningarviðburði í menningarhúsum bæjarins og all- ar upplýsingar um daginn má finna á vef Kópavogsbæjar. www.kopa- vogur.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  GjörninGur MenninGardaGur í KópaVoGi Samspil tóna og lita í Kópavogskirkju Menningarhús Kópavogs við Hamraborg, Safnaðar- heimili Kópavogskirkju og gallerí listamanna víða um bæ munu iða af lífi og menn- ingu á morgun, laugardaginn 16. maí, en þá verður haldinn Menningardagur í Kópavogi. Í Kópavogskirkju verður Dodda Maggý og Kvennakórinn Katla með vídeó- og tón- listargjörning klukkan 16 en hann er gerður í tengslum við sýninguna Birting í Gerðar- safni. Dodda Maggý segir gjörninginn samspil milli tóna og lita. Úr verki Doddu Maggýjar, Doríon, sem sýnt verður í Kópavogskirkju á laugardag. Nilfisk Gæði og góð þjónusta í 80 ár! 24.300 kr 24.300 kr 35.200 kr 46.900 kr 118.800 kr 82.600 kr 73.800 kr 29.900 kr 19.900 kr 56 menning Helgin 15.-17. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.