Iðnaðarmál - 01.05.1960, Qupperneq 2
NYTSAMAR NYIUNGAR
„Prjónstungusjá"
Ýmis konar málmsmíði, sem graf-
in er í jörð eða liggur undir vatni,
hættir til að ryðga, og sú vörn, sem
hægt er að veita gegn ryðmyndun
með ýmiss konar einangrunarefni er
því mjög mikilvæg við hvers konar
iðnað. Því miður má það teljast óger-
legt að mynda fullkomna varnarhúð,
og hinar örsmáu holur — „prjón-
stungur" eða „helgidagar“ — sem
útundan verða, eru einmitt þeir stað-
ir, þar sem ryð myndast með skjótum
hætti. Þessar „prjónstungur" eru yfir-
leitt smærri en svo, að þær verði
sjár“ er nú orðin algeng, einkum við
pípulagnir.
„Prjónstungusjáin11 er áhald, sem
gefur rafmagnsvísbendingu um allar
smáholur, hversu örsmáar sem þær
eru. Málmsmíðin, sem rannsaka skal,
hefur verið húðuð með varnarefni,
sem hefur þó örsmá loftgöt á einstaka
stað. Eldri gerðir af leitaráhöldum
eru með innbyggðum neistaútbúnaði,
sem tengdur er við yfirborðið, sem
rannsaka skal, og er farið yfir það
með rafkanna (exploring electrode).
Sérstakur stilliútbúnaður á straum-
rásinni gerir það að verkum, að neist-
inn í áhaldinu færist yfir í „prjón-
stunguna“, og bendir þannig á, hvar
hún er.
í hinni nýju prjónstungusjá er eng-
inn neisti notaður, en vísbending er
gefin með straumtruflun þeirri, er
verður, þegar rafkanninn fer yfir
holu.
Það er jafnan mjög æskilegt, að
starfstæki, sem notuð eru á vinnu-
stöðum úti á víðavangi, eins og prjón-
stungusjáin, séu handhæg í flutningi,
sterkbyggð og traust. Allt hefur þetta
verið haft í huga við gerð þessa nýja
greindar með berum augum, og notk-
un hinnar svonefndu „prj ónstungu-
tækis. Það er með „transistors“-út-
búnaði, og hefur það mikinn sparnað
í för með sér, bæði á þunga og fvrir-
ferð. Kassinn er gerður úr olíubornu
trefjagleri, svo að tækið er létt og auð-
velt meðferðar. Innbyggður orku-
gjafinn er myndaður af sérstökum,
léttum, óspillanlegum rafgeymum,
sem bæði póstþjónustan og flugfélög-
in taka til flutnings í fullhlöðnu
ástandi.
Hámarksstraumur tækisins er tak-
markaður við 1 mA svo að af því
stafar engin lífshætta. Spennan er í 2
þús. volta þrepum frá sex þús. upp í
tuttugu þús. Tölur þessar eru „nomi-
nal“ og geta verið örlítið mismunandi
eftir ástandi rafgeymanna og straum-
lekanum, en innbyggður mælir sýnir
raunverulega spennu.
Merki um „prj ónstungur“ eru gef-
in með tvennu móti. Innbyggður há-
talari gefur hljóðmerki, sem greini-
leg eru við þann hávaða, sem venju-
lega má reikna með á vinnustöðum
utan dyra. Stöngin, sem rafkanninn
er festur við, getur einnig verið útbú-
inn með litlu neonljósi, sem gefur vís-
bendingu um „prjónstunguna“. Bæði
þessi merki má nota, við hvaða
straum sem óskað er, yfir 100 uA.
Ymis fylgiútbúnaður er fáanlegur
með tækjunum, svo sem flutningsút-
búnaður og jarðleiðsluútbúnaður.
Rafkannarnir eru fáanlegir af ýmsurn
stærðum, og aukaöryggi fylgir hverju
tæki.
Þyngd tækisins er 7.6 kg, hæð 25
cm, lengd 29 cm og breidd 13 cm.
Framleiðandi er Cathodic Corro-
sion Control, Ltd., CJB House, East-
bourne Terrace, Paddington, London
W. 2.
Ofangreinda lýsingu á tækinu hef-
ur framleiðandi látið í té.
E.T.D. nr. 3279.
Framh. á 86. bls.
IÐNAÐARMÁL
v.