Iðnaðarmál - 01.05.1960, Page 8
Plasthúðun smámálmhluta
- þurr aðferð
Steyptur málmhlutur þurrhúðaður með
með cellulosic plasti.
Ýmsar aðferðir má nota til að húða
málmhluti með plasti. T. d. má úða-
sprauta plastupplausn á hlutinn, eins
má dýfa honum ofan í plastupplausn,
þá má blása þurru plastinu með eldi
á málmhlutinn. Heppilegasta aðferðin
til að plasthúða litla, óreglulega lag-
aða málmhluti virðist vera að dýfa
áður hituðum hlutnum ofan í þurrt
plastduft, sem haldið er lausu með
smáloftstraumi. Þessi aðferð nefnist
„fluidized-bed process“.
Tækin, sem notuð eru við þessa að-
ferð, eru tiltölulega einföld og ódýr.
Er það tankur, sivalur eða ferhyrnd-
ur, með hliðum, sem hallast um 5°
út. Við botn tanksins er fíngert vírnet,
og er lofti blásið undir það, þannig
að það lyfti plastdufti, sem liggur
ofan á vírnetinu um 15% miðað við
dýpt plastlagsins. Til þessa þarf tæp-
lega Yio kg/cm2 yfirþrýsting á loft-
inu og um 300 lítra af lofti á mínútu
á fermetra af yfirborði plastlagsins.
Eins og fyrr segir, eru hlutirnir
húðaðir með plastinu með því að hita
málmhlutinn áður (150°—200°C).
Hlutnum er síðan dýft ofan í plast-
duftið, sem haldið er lausu með loft-
straumi. Þar er honum haldið í nokkr-
ar sekúndur og hann hristur lauslega
til og frá um leið til að tryggja jafna
húðun. Laust duft á hlutnum er blásið
af honum og hann settur inn í ofn, þar
sem plastið bráðnar og harðnar í
jafna húð yfir hlutinn. Þykkt plast-
húðarinnar (venjulega um % mm)
fer eftir hita hlutarins, áður en hon-
um er dýft í plastið, og eins tímanum,
sem honum er haldið niðri í plastduft-
inu. Eins má fá auka-plasthúð með
Vírgrindur þurrhúðaðar með vinyl plasti.
því að endurtaka aðferðina einu sinni
eða oftar.
Tæki hafa verið smíðuð til að
plasthúða pípur og stáltunnur með
þessari aðferð, og verður plasthúðin
allt að 3—6 mm þykk.
Til að ná sem beztum árangri við
þessa þurru plasthúðun þarf að nota
plastduft, sem sérstaklega hefur verið
framleitt fyrir slík not. Upphaflega
var aðallega notað polyethylene við
þessar plasthúðanir, en ýmis önnur
plastefni hafa einnig reynzt ágætlega,
eins og meðfylgjandi tafla sýnir:
Chlorinated
Plastefni Ejnaþol Cellulosic Vinyl Epoxy Nylon Poylethylene ^monnatea Polyether
Veðrun .... Á MG S S S s
Saltúðun Á Á Á G Á Á
Vatn Upplausnarefni Á Á . MG S Á Á
Alkohól S Á Á G Á Á
Benzín G Á Á Á MG MG
Olíur G G A Á MG Á
Sölt MG Á Á MG Á Á
Aramoníak L Á L G Á Á
Lútur Sýrur (þynntar) S Á MG G MG Á
Lífrænar L S S L MG Á
Ólífrænar G Eðlis- og styrktareinkenni Á Á S Á A
Slitþol MG G MG Á S MG
Teygjanleiki MG Á L G Á S
Höggþol Á Á G Á S G
Hitaþol (CC) 80 90 180 80 70 120
Rafeinangrun G G Á G Á Á
Hlutfallslegur ejniskostn. 1.0 1.0 1.4 2.0 1.1 4.4
Húðunarhitastig 260 190 120 360 150 290
"C (málmhlutar) . .. .. —400 —290 —200 —430 —430 —430
Á = ágætt MG = mjög gott Heimild: „Hot Organic Coatings* G ■ gott S = sæmilegt ‘ (Bókasafn IMSÍ). L = lélegt L.L.
80
IÐNAÐARMÁL