Iðnaðarmál - 01.05.1960, Page 16
Myndin sýnir þrjár hverfigeymslu-
einingar í notkun. Starfsfólkið tekur
hlutina úr vélinni í nákvæmlega réttri
röð og alltaf úr nákvæmlega sömu
stöðu. Með fótstýrðum loftloka getur
stjórnandinn hleypt þrýstilofti inn á
lofthólf, sem stjórnar einföldum vél-
búnaði, er snýr botngrindinni með
hinum 19 tvöföldu hylkjum um 19° í
hvert skipti.
Framleiðandi er Work Study Equip-
ments, 4 Montalt Road, Woodford
Green, Essex, Englandi, og hefur það
fyrirtæki látið meðfylgjandi mynd í
té.
Ur „Process Control and Automation'*,
janúar 1960. — E.T.D., no. 3829.
Einfalt áhald
til að mæla þröngar holur
Smíðað hefur verið einfalt áhald
til að mæla þvermál á þröngum hol-
um, til notkunar á spýtisop olíubrenn-
ara og annan svipaðan útbúnað. Það
er nú komið á markaðinn.
S
Áhaldið er þannig gert, að odd-
hvöss mælinál er látin inn í holuna,
og má lesa dýptina á sérstökum talna-
stiga, sem er kvarðaður á þann hátt,
að hann sýnir þvermál holunnar í
þúsundustu hlutum úr þumlungi.
Mælinálin og setan eru úr hertu stáli
til að tryggja nákvæmni og styrkleika
áhaldsins.
Hægt er að fá áhaldasamstæðu með
átta mælum, sem ná yfir þvermál frá
0.01 til 0.05 þuml. og eru einnig út-
búnir með mælikvarða metrakerfis-
ins.
Framleiðandi er Coventry Gauge
and Tool Co. Ltd. Coventry, Eng-
landi.
DSIR Technical Digest no. 1187, júlí
1960.
Samkræktar þakplötur
úr málmi
Alurainplötur með sérstakri kræki-
tengingu, sem tryggir veðurþétt sam-
skeyti.
Til þess að flýta fyrir lagningu alu-
mínþaka hafa verið framleiddar alu-
mínþakplötur, sem tengdar eru saman
með verksmiðjusmíðuðum veltisam-
skeytum, og hafa þau reynzt jafnör-
ugg og hin venjulegu handgerðu sam-
skeyti. Eins og teikningin sýnir, læsist
hver plata við þá næstu á sjálfvirkan
hátt. Staðurinn, þar sem trérenningur
kemur venjulega, verður nú falin
renna, sem myndar enn meiri vörn
gegn veðri og tryggir auk þess fest-
ingu fyrir festiklemmurnar, sem eru
huldar sjónum.
Plöturnar eru gerðar fyrir flöt og
hallandi þök, en einnig má nota þær í
klæðningu á lóðrétta veggi. Þakið má
allt vera styrkt með borðum, en einn-
ig má leggja plöturnar á bita, sem
lagðir eru með nokkurra feta milli-
bili, og mynda þær þá sterkar, kassa-
myndaðar deildir, sem verka eins og
styrktareiningar.
Plöturnar eru fáanlegar í tveimur
stöðluðum stærðum, sem báðar þekja
12 þuml. breidd og allt að 40 fet
(12.19 m) á lengd. Þykktin er 0.91 og
0.71 mm.
Myndin sýnir sumarhús, og er þak-
ið lagt með þessum alumínplötum.
Framleitt (með vöruheitinu „Lock-
roll“) hjá The British Aluminium
Company, Ltd. Norfolk House, St.
James Square, London.
Ur „Engineering", desember
1959. — E.T.D., no. 3790.
88
IÐNAÐARMÁL