Iðnaðarmál - 01.04.1961, Page 6
VINNURANNSOKNIR
og vandamál við framkvæmd þeirra
Ejtir ARTHUR EIDE, ráðgefandi verkfrœðing
Þróttmikla framleiðslu leitast menn
við að skapa með því að efla að áhrif-
um eftirfarandi framleiðsluþætti,
einn eða fleiri: Skipulagningu, stjórn-
un, vinnuskilyrði, starfsmannaskil-
yrði, þjálfun, tæknibúnað, áætlanir,
eftirlit, vinnurannsóknir og launa-
kerfi. Við hina fimm síðast nefndu
þætti er timarannsóknum beitt í einni
eða annarri mynd.
Eg vil gjarnan leggja áherzlu á, að
með framleiðslu á ég við næstum sér-
hverja starfsemi, svo sem flutninga á
landi og sjó, starfsemi á skrifstofum
og í sölubúðum, áætlana- og stofnun-
arstörf og húsabyggingar. Vinnu-
rannsóknir og tímarannsóknir eru
notaðar á öllum þessum sviðurn.
Hér getur einnig verið viðeigandi
að skilgreina, hvað er vinnugreining
og hvað er tímarannsókn.
Vinnugreining er kerfisbundin
skráning, sundurliðun og gagnrýnið
mat á rikjandi vinnuaðferðum og
framkomnum tillögum um breyttar
aðferðir. Hún þróar og ryður til rúms
einfaldari og árangursríkari aðferð-
um.
Tímarannsókn er tækni til að á-
kvarða, með eins mikilli nákvæmni og
unnt er og út frá takmörkuðum fjölda
athafna, þann tíma, sem það óhjá-
kvæmilega tekur að framkvæma á-
kveðna athöfn í nánar skilgreindum
staðalafköstum.
Gagnsemi þeirra upplýsinga, sem
tímarannsóknir veita okkur, er marg-
vísleg.
Allir vitum við, að sá heildartími,
sem í það fer að fullgera framleiðslu-
vöru, innifelur margs konar tímatap,
sem ýmist stafar af vörunni sjálfri,
stjórn starfseminnar eða starfsliði.
Menn leitast við að draga úr þessu
tímatapi eins og unnt er, og hagnýta
þann tíma, sem þannig vinnst, til
virkra starfa. Það er hægt að komast
langt með heilbrigðri skynsemi, og
oft sjá menn árangurinn af viðleitni
sinni koma fram í auknum fram-
leiðsluafköstum hverrar vinnustund-
ar. En þótt menn hafi náð góðum á-
rangri, liggur það beint við, að menn
spyrji sjálfa sig, hvort ekki sé unnt að
vinna meira á -— hvort ekki sé enn of
mikið af óvirkum tíma, sem bæði sé
kleift og skylt að stytta. En svo munu
menn komast að raun um, að ekki er
unnt, þegar komið er að ákveðnu
marki, að fá svar við þeirri spurningu
án tímarannskna eða án þess að nota
mælikvarðann TIMA á kerfisbundinn
og skynsaman hátt. Með hagnýtingu
tímarannsókna fáum við TOLUR, sem
gefa til kynna, hve gott eða slæmt á-
standið er í rekstrinum, og við sjáum,
hvernig tölur þessar skiptast niður á
hina einstöku þætti, sem heildin er
samsett af. Við getum t. d. fengið vitn-
eskju um, hve langur tími fer í bið
eftir hráefni eða flutningum, viðræðu-
fundi með verkstjórum eða vinnufé-
lögum, viðhald framleiðslutækjanna
o. s. frv. Með því að fá tölurnar í
hendur á þennan hátt ræður stjórn
fyrirtækisins yfir þeim upplýsingum,
sem nauðsynlegar eru til að vita, hvar
hún skuli einbeita kröftum sínum til
eflingar framleiðslunni. Hér skal þess
getið, að við slíkar tímatapsrannsókn-
ir er leitarljósinu fyrst og fremst beint
að stjórn fyrirtækisins, og oft er
furðulegt að sjá viðbrögðin við á-
rangri tímatapsrannsóknanna í fyrir-
tækjum, þar sem slík rannsókn er
framkvæmd í fyrsta sinni. Menn
„höfðu ekki minnsta grun um, að á-
standið væri svona slæmt“, eða „þetta
var óheppileg tilviljun“. Fyrir þann,
sem hefur jákvæð viðhorf, eru tölur
þær, sem tímatapsrannsóknirnar gefa,
bæði tæki og áætlun í þeirri starfsemi,
sem miðar að fullkominni nýtingu
framleiðslutækja og vinnustunda.
Tímarannsóknir eru annars mikil-
vægar við sundurgreiningu hinna ein-
stöku aðferða eða við samanburð að-
ferða. Sú aðferð, sem tekur skemmst-
an tíma, er ódýrust, ef aðstæður eru
svipaðar að öðru leyti. Þegar margir
60
IÐNAÐARMÁL