Iðnaðarmál - 01.04.1961, Síða 8

Iðnaðarmál - 01.04.1961, Síða 8
sóknir, heldur og fyrir vinnuhagræð- ingu í heild. Það stafar aftur senni- lega af því, að tímarannsóknum hefur jafnan verið beitt sem einu mikilvæg- asta tæki hagræðingarstarfsins. Segja má, að í Noregi hafi kerfis- bundin hagræðingarstarfsemi byrj að kringum árið 1925. Eins og allar nýj- ungar, var hún að nokkru leyti mis- skilin og að nokkru leyti misnotuð, og mun það að öllum líkindum hafa staf- að af vanþekkingu, vanafestu í hugs- un eða lífsviðhorfi. Skilningur á því, að betri lífskjör væru komin undir meiri framleiðslu fyrir hverja vinnu- stund, vann þó smám saman á, og að til þess að framleiðslan mætti komast á æðra stig, væri nauðsynlegt að hag- nýta sér þau tæki, er gerðu kleift að ná því marki. Meðal annars urðu menn þá einnig að viðurkenna tíma- rannsóknirnar sem eitt af tækjum þessarar tækni. Árið 1928 stofnsetti Norska iðnaðarsambandið (Norges Industriforbund) hagræðingarskrif- stofu sína til aðstoðar þeim iðnaði, sem vildi tileinka sér hinar nýju tækniaðferðir. í félagssamtökum verkamanna var tekið að ræða þessi mál kringum árið 1927. Samtök vinnuveitenda og verka- manna reyndu fram til áranna 1937 -1938 að koma vinnurannsóknum og hagnýtingu hennar í samningsform, en heimsstyrjöldin batt endi á þær til- raunir. Eftir stríðið var málið tekið upp að nýju, og bar það nú þann árangur, að samningur varð gerður hinn 8. nóv. 1947. Samningur þessi nefnist „Reglur um framkvæmd vinnurannsókna“. Nokkrar breyting- ar voru gerðar á samningi þessum ár- ið 1955 (sjá bls. 65). Það má segja, að með honum hafi verið lagður grundvöllur að framhaldi hinnar kerf- isbundnu vinnurannsóknatækni, bæði að dýpt og breidd. Umfram allt hef- ur hann skapað ró, eytt misskilningi og kveðið á um skyldur beggja aðila. Að sjálfsögðu beittu menn bæði tímarannsóknum og ákvæðisvinnu, áður en samningurinn var undirritað- ur, en aðeins samkvæmt sérsamning- um, og það hefur komið í ljós, að einnig hér á íslandi er unnt að fram- kvæma slíkt, án þess að nokkur heild- arsamningur hafi verið gerður. En að minni hyggju getur varla orðið um öflugan framgang að ræða á þessu sviði, nema báðir aðilar hafi eitthvert höfuðsamkomulag að styðjast við. Ég vil taka það skýrt fram, að við sér- hvert nýtt verkefni okkar, sem vinnu- rannsóknum og hagræðingu hefur ekki verið beitt við áður, höfum við ráðunautarnir notað áðurnefndan samning sem grundvöll í umræðum verkamanna og vinnuveitenda, og við leggj um einnig áherzlu á þetta í samn- ingum okkar um störf, er framkvæma skal. Það virðist því eðlilegt, að eitt af fyrstu viðfangsefnum þessa félags verði það að beita sér fyrir slíku sam- komulagi, er hæfi íslenzkum aðstæð- um. Án slíks samkomulags mun leiðin til meiri framleiðslu hverrar yinnu- stundar verða alltorsótt. Þess má geta, að Landsamband verkamanna (Arbeidernes Faglige Landsorganisa- sjon) og Norska vinnuveitendasam- bandið (Norsk Arbeidsgiverforen- ing) hafa komið á fót sínum hagræð- ingarskrifstofum, sem — auk þess að vera tengiliðir milli verkafólks, vinnuveitenda og ráðgefandi einka- fyrirtækja — hafa einnig með hönd- um fræðslustarfsemi og menntun. Við upptöku og framkvæmd tíma- rannsókna skjóta mörg vandamál upp kollinum, bæði tæknileg og mannleg. Verkamaðurinn Fyrstu viðbrögð hans eru algjör- lega tilfinningalegs eðlis. Hann fellir sig ekki við klukkuna og rannsóknirn- ar, og það myndum við hinir ekki heldur gera. Hann óttast, að vinnu- hagræðing — tímarannsóknir — leiði af sér atvinnuleysi, og hann óttast einnig, að reynsla sú og vinnutækni, er hann hefur áunnið sér, muni fara forgörðum vegna breytinga á starfs- aðferðum. Hann óttast, með öðrum orðum, hið óþekkta og að hann muni glata einstaklingsfrelsi sínu. Þessi viðbrögð gera einkum vart við sig hjá eldri verakmönnum, sem finnst þeir fremur bundnir við vinnupláss sitt en hinir yngri. Á hinn bóginn eru viðbrögðin oft mjög jákvæð. Það er ekkert sjaldgæft, að hinn einstaki verkamaður gangi með margar hugmyndir í kollinum, sem honum hefur aldrei gefizt kostur á að koma á framfæri. Hann kann einnig að hafa mörg umkvörtunar- efni, og honum er gjarnt að líta á ráðunautinn sem „manninn ofan af skrifstofunni“, er hægt sé að trúa fyr- ir vandamálum. Venjuleg vinnuað- ferðarathugun í byrjun er því ekki aðeins nauðsynleg vegna framleiðslu- tækninnar. Gildi hennar er einnig fólgið í því, að hinir einstöku verka- menn taka þátt í að móta hinar nýju aðferðir og þá jafnframt að leggja grundvöllinn að velgengni sinni á vinnustaðnum. Ákvæði og fastar ákvarðanir um staðaltíma eru jafnan viðkvæmt mál. Það er því afarmikilvægt, að verka- manninum sé jafnan skýrt frá tilgangi og aðferðum og að verkamaðurinn sjálfur — eða trúnaðarmaður hans — hafi jafnan fullan aðgang að tölum og rannsóknargögnum og að ekkert fari fram, er haldið sé leyndu fyrir hon- um. Það skal tekið fram, að það er mikill kostur að geta komið á ákvæð- isvinnu eftir tíma, en ekki í krónum og aurum. Trúnaðarmaður verkamanna við tímarannsóknir í Norgei er sá háttur á hafður, að verkamennirnir velja sér trúnaðar- mann við tímarannsóknirnar. Þar tíðkast það einnig, að fyrirtækið veiti honum fræðslu, t. d. tveggja vikna dagnámskeið (heilir dagar), þar sem hann getur aflað sér þeirrar þekkingar og þjálfunar, sem nauðsyn- leg er til að takast á hendur það hlut- verk, er honum hefur verið falið. Þetta er ekki auðvelt viðfangsefni fyr- ir hann. Á sama hátt og vinnurann- sóknamaðurinn verður hann að vera tengiliður milli stjórnenda og verka- manna. Hann á að gæta hagsmuna fé- laga sinna, en í ágreiningsmálum verður mat hans að vera algjörlega hlutlægt. Það er mjög mikilvægt, að hann hljóti góða fræðslu og að honum gef- Framh. á 72. bls. 62 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.