Iðnaðarmál - 01.04.1961, Síða 14

Iðnaðarmál - 01.04.1961, Síða 14
Nýjung i bifreiðaþjónustu Um miðjan júlímánuð s.l. hóf nýtt fyrirtæki, Bílaskoðun hf., göngu sína í Reykjavík. Starfsemi þessi er nýjung á sviði bifreiðaþjónustu að því leyti, að hún er einskorðuð við að leita uppi og mæla með aðstoð nýjustu tækni alla þá galla á bifreiðum, sem máli skipta við almenna notkun þeirra og umferðaröryggi. Að vísu hafa einstakir þættir þessarar starf- semi verið framkvæmdir á mörgum bifreiðaverkstæðum til þessa. Hið at- hyglisverða við hið nýja fyrirtæki liggur fyrst og fremst í kostunum, sem fylgja sérhæfingu á skýrt afmörkuðu verksviði innan atvinnugreinarinnar. Tækifæri gefst til að gera verkefninu fyllri skil. Sérhæfingin eykur fram- leiðni verkstæðisins, starfsmennirnir ná meiri þjálfun og fyrirtækið getur komið við meiri vélakosti heldur en Með hjálp þessa tœkis eru Ijósin stillt. Vinnusalur. almenn viðgerðarverkstæði, vegna þess að sérhæfingin tryggir betri nýt- ingu fjármunanna. Árangurinn verð- ur betri þjónusta við bifreiðaeigend- ur. Fréttamaður IÐNAÐARMÁLA heimsótti Bílaskoðun hf. að Skúla- götu 32 á fyrsta starfsdegi hennar og hitti að máli Gylfa Hinriksson vél- fræðing, en hann er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Við gengum með Gylfa um hin glæsilegu húsakynni og sjá mátti, að starfsemin var í fullum gangi. Dular- full mælitæki voru tengd við bílana og starfsmenn snéru tökkum og horfðu íbyggnir á vísa og skífur. Við inntum Gylfa eftir þeim atrið- um, sem megináherzla er lögð á við skoðun bifreiðanna og kom í ljós, Pálmi Friðriksson verkstjóri að framhjóla- mœlingu. 68 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.