Iðnaðarmál - 01.04.1961, Side 15
Gylfi kvað það æðsta boðorð sitt
að bjóða viðskiptavinunum fullkomn-
ustu þj ónustu, sem unnt væri að veita
í þessum efnum. í því skyni hefði
hann ekki aðeins vandað svo til tækni-
búnaðar, að einungis væru notuð
beztu mælitæki, sem völ er á og svo
mundi verða áfram, heldur legði hann
ekki síður áherzlu á tæknimenntun og
þjálfun starfsmannanna, en þeir eru
þrír bifvélavirkjar. Einn þeirra hefði
þegar verið með honum í kynnisför í
Svíþjóð og ætlunin væri að viðhalda
sambandinu við skoðunarstöðvar þar
með frekari náms- og kynnisferðum.
Sem stendur starfaði einnig hjá hon-
um Svíi frá Konunglega sænska bif-
reiðaklúbbnum.
— Hverjir eru svo þeir viðskipta-
vinir, sem þú væntir helzt, spyrjum
við Gylfa að lokum.
— Til að byrja með verða það bif-
Jósúa Magnússon framkvœmir skoðun á undirvagni.
þegar við liturn á skoöunarskýrsluna,
sem fylgir hverjum bíl, að þar eru tal-
in upp 73 atriði og fær hvert þeirra
einkunn eftir ástandi. Hreyfillinn er
rannsakaður nákvæmlega og hjálpar-
tæki hans, rafkerfið, gírkassi og
tengsl hans, hemlaútbúnaður allur,
drif, stýrisútbúnaður, fjaðrir, högg-
deyfar, ljósabúnaður, lega hjólanna
með tilliti til slits á hjólbörðum og
mæling á grind vagnsins er fram-
kvæmd. Þá er einnig ryÖmyndun í yf-
irbyggingu og undirvagni athuguð.
Þrjá bíla er unnt að taka til skoð-
unar í einu og tekur allsherjarathug-
un á hverjum um þrjár stundir. Hið
eina, sem framkvæmt er umfram hina
hlutlausu skoðun, eru stillingar á ó-
skemmdum öryggisbúnaði.
reiðaeigendur, sem gera sér ljóst, að
eitthvað er að bílnum og vilja fá vissu
sína áður en þeir setja hann í viðgerð
og svo þeir varkáru bifreiðaeigendur,
sem vilja fylgjast með almennu á-
standi farskjótans áður en þeir leggja
af stað í langferð. Reglubundnar bíla-
skoðanir auka endingu, lækka rekstr-
arkostnað bifreiðanna og bæta einnig
umferðaöryggi að mun. Við vonum,
að í framtíðinni myndist þær við-
skiptavenjur, að bílar gangi ekki
kaupum og sölum án þess, að fyrir
liggi hlutlaust gæðamat. Að því gætu
kaupendur stuðlað með því að setja
það sem skilyrði fyrir kaupum, og oft
á tíðum firrt sig á þann hátt þungum
fjárhagslegum bagga.
Þ. E.
Starfsmenn stöðvarinnar, Þorsteinn Sigurðsson, Pálmi Friðriksson og Jósúa Magnússon,
vinna að hreyfilskoðun ásamt Svíanum Roland Holm.
f \
GERIZT
ÁSKRIFENDUR
AÐ
IÐNAÐARMÁLUM
---------------)
IÐNAÐARMÁL
69