Iðnaðarmál - 01.04.1961, Síða 20

Iðnaðarmál - 01.04.1961, Síða 20
hitastillum, tryggja nákvæma dýpt plastvinnslunnar og auðvelda stúf- suðu og aðra meðhöndlun, svo sem gárun og köntun. 3. Skartengiáhald Rafhitað tæki til að skartengja létt- ar plötur eða þiljur (1.5 mm hámark) með vinnsluvídd allt að 1000 mm. Einnig má tengja með því pípur með allt að 100 mm þvermáli. Plötunum er haldið í vinnslustöðu með svig- skorðum. Framleiðandi er Hans Biel, Neuffen/ Wiirtt., Þýzkalandi. — Ur. „Rationelles Handwerk" no. 10, 1959. — E.T.D. no. 3535. Færanlegt flutningaband Á mörgum verkstæðum og í litlum verksmiðjum, þar sem rúm er af skornum skammti, tekur fast flutn- ingaband oft dýrmætt pláss, og er ekki alltaf staðsett þar, sem það getur komið að sem beztum notum. Þetta færanlega flutningaband, sem knúið er eins-fasa hreyfli með gang- skiptingu, er svo létt og samþjappað, að auðvelt er að flytja það af einum stað á annan. Það ætti því að geta komið að margvíslegum notum við sérstæð verkefni eða verk, sem taka aðeins stuttan tíma. Tækið er 31/? fet á lengd og 6 þuml. á breidd, með plastklæddu bómullar- 74 belti, og á fætinum er stilling, bæði fyrir hæð og halla. Framleiðandi er H.&B. Precision Engineers, Ltd., Colonial Way, Sta- tion Estate, Watford, Herts, Englandi. Úr „Production Equipment Digest“, des. 1960. — DSIR Technical Digest no. 1303. Hjálpartæki við pökkun Einfaldur, handstýrður útbúnaður til að vefja og loka sellofanumbúð- um. Tæki þetta er ætlað til notkunar fyr- ir framleiðendur og pökkunarstöðvar, þar sem starfsemin er ekki svo um- fangsmikil, að hún réttlæti uppsetn- ingu sjálfvirkra og afkastamikilla véla fyrir fjöldapökkun. Tækið er til þess ætlað að auðvelda handpökkun kassa eða annarra reglulega lagaðra íláta inn í sellofanhimnu. Það er samsett af málmpalli (57X 46 cm að stærð), og á öðrum enda hans eru tvær skorður (krappar), sem halda lokunarstönginni með tilheyr- andi útbúnaði, og leikur hún á velti- ási. Lokarinn (sealer) er reistur yfir pallinum, þegar hann er ekki í notk- un. Hann hefur tvo sjálfstæða lokun- arfleti, og lokunarhitinn er temprað- ur. Pakkahlutunum er ýtt áfram á pall- inum, þar til þeir komast í snertingu við þrýstiplötu, sem hjálpar til að framkvæma nákvæmlega hornrétta samsetningu hlutanna, og þessi snert- ing gerir lokarann virkan. Þrýstiplat- an verkar á þrýstistöng á lokunarsam- stæðunni og sveiflar lokaranum nið- ur, svo að hann skeytir saman umbúð- irnar eftir endilöngum pakkanum að ofan. Síðan er pakkanum lokað til endanna með því að strjúka endafell- ingunum við hinn lokunarflötinn á stönginni, með samstæðuna reista. Þessu fylgir lyfting pakkans, og er það aðeins gert við tiltölulega létta og litla pakka. Stærri og þyngri pökkum má loka með sérstökum endalokara, sem hægt er að fá sem fylgiútbúnað. Pökkunartækið getur tekið pakka, sem eru allt að 38 cm á lengd, ÍU—23 cm á breidd og 8—18 cm á hæð. Pakka, sem ekki ná 8 cm hæð, má einnig pakka inn, ef þeir eru settir á sérstaka blokk, meðan þeim er lokað að endilöngu. Afköstin eru um 3 pakkar á mínútu. Framleiðandi: British Cellophan Ltd., 1 Henrietta Place, London W 1. Úr „Food Processing and Packaging", okt. 1960. — E.T.D. nr. 4216. Hentugur logsuðustraumbreytir Lítill og léttur, með mikinn straum- styrkleika. Má tengja við venjulegar Ijósainnstungur. Hollenzkt fyrirtæki hefur framleitt logsuðustraumbreyti af mjög sam- þjappaðri gerð, sem hentar sérstak- lega vel litlum viðgerðarverkstæðum. Hagstætt verð gerir hann einnig eftir- sóknarverðan fyrir áhugamenn. Stærðin er aðeins 33X29)4X21% cm, og hann vegur 27 kg. Tækið er sett í samband við venjulegar ljósa- innstungur. Onnur spenna þess er 52 volt, og strauminn má stilla frá 35— 100 amp. Logsuðustraumstilli er haganlega fyrir komið á framhlið tækisins. Það er í tréhulstri og fullkomlega öruggt í meðhöndlun. Framleiðandi: Varios Fabrieken, N. V., Postbus 61, Groningen, Hol- landi. E.T.D. no. 4225. IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.