Iðnaðarmál - 01.04.1961, Page 23
ar orkusvið, þar sem tin-oxide húð-
imar mynda elekrtóðurnar tvær.
Sink-súlphide, sem komið er fyrir
á riðstraumssviði, verður lýsandi, svo
að beiting riðstraumsspennu yfir hin-
ar tvær elektróðuhúðir veldur raf-
ljómun.
Til að auka ljómann, má setja hvíta
einangrunarhúð milli bak-elektróð-
unnar og hins lýsandi lags, til að end-
urkasta ljósinu að rúðuglerinu.
Hið lýsandi spjald er styrkt með
rakaþéttri húð til vamar gegn veðr-
un.
Meðal höfuðkosta þessara spjalda
má nefna hinn frábæra skírleika, sem
fæst gegn mjög lítilli eyðslu á raf-
orku, eða: 10 vött fyrir 1 fermetra
sýningarflöt.
Framleiðandi er Philips N.Y., Eind-
hoven, Hollandi, og er ofangreind lýs-
ing byggð á upplýsingum í riti, er
fyrirtækið gefur út.
E.T.D. no. 3498.
SnúningshraSabreytir
Tæki fyrir samfelldar hraðabreyt-
ingar með stöðugu snúningsafli.
Nýtt tæki fyrir samfelldar hraða-
breytingar starfar án reima, tann-
hjóla eða vökvadrifs.
Grundvallaratriði hraðabreytisins
eru þau, að tveir kambar, B, sem
tengdir eru við innleiðsluásinn, valda
titrandi hreyfingum á stöngunum C,
er síðan valda sömu hreyfingum á D.
Hvor D-stöngin um sig er í sam-
bandi við fríhjólið E, sem tengt er við
útleiðsluásinn. Þar sem kambarnir
eru tveir, er það tryggt, að meðan
annað fríhjólið er í drifi, er hitt að
snúa aftur í upphafsstöðu, og tryggir
þannig stöðuga hreyfingu til útleiðslu-
ássins.
Hraðastilling er framkvæmd með
skífuhnappi G, sem hreyfir til keflið
H, sem staðsett er milli C og D.
Lögun kambanna tryggir rykkja-
lausan snúning útleiðsluássins, og
einnig er það mikilvægur kostur, að
snúningsaflið er hið sama, hver sem
hraðinn er.
Snúningshraðabreytirinn er gerður
fyrir stöðugan innleiðsluhraða 450
snúninga á mín., útleiðsluhraða 0—
50 snúninga á mín. og hámarks út-
leiðslusnúningsafl 28,8 kgm. Hann er
þétt sambyggður og algjörlega lokað-
ur og þéttur, og stærðin er 68X54X
40 cm. Einingar af öðrum stærðum
munu einnig verða fáanlegar.
Framleiðandi er Fairbairn, Law-
son, Combe, Barbour Ltd., Welling-
ton Engineering Works, P.O. Box 32,
Leeds 1, Englandi.
Ur „British Chemical Engineering", okt.
1960. — E.T.D. no. 4210.
Hreyfanleiki
í vörugeymslum
Einfaldar lausnir, sem bæta mjög
vörumeðhöndlun í litlum vöru-
geymslum.
Einfaldar endurbætur, sem oftast
eru byggðar á gamalkunnum flutn-
ingaaðferðum (hallabretti, völtrum
og lyftiútbúnaði), geta verulega bætt
aðgang og aukið hreyfanleika í vöru-
geymslum.
T.d. má útbúa hallabraut með 20°
hámarkshalla úr hreyfanlegum snið-
um, er tengja má saman í stigabrú
(mynd 1, a, b og c og mynd 2).
Völtrur gegna mikilvægu hlutverki
við flutningastarfsemi. Má t. d. nefna
flutning þungra stykkja, sem er velt
áfram á stálpípum (mynd 3) eða
flutninga á veltibandi (mynd 4).
Hreyfanleika í vörugeymslum má
auka til muna, ef hillugrindur eru á
völtrum (mynd 5). Einnig ætti neðri
hluti hilluraðanna að vera hreyfan-
legur fyrir skiptingar á þungum varn-
ingi (mynd 6). Lyftingu varnings í
mismunandi hilluhæðir má fram-
kvæma með gaffallyftu eða, á einfald-
ari hátt, með lyftiútbúnaði, sem kom-
ið er fyrir á stiga (mynd 7).
Og að lokum: Teinar, sem lagðir
eru ofan á toppum hillugrindanna,
geta haldið uppi einfaldri færibrú, er
náð getur til allra staða í hilluröðun-
um (myndir 8 og 9).
Or „Maschinenwell und Eloktrotechnik",
Austurríki. — E.T.D. no. 4111.
Hörkumælir
Einfalt og meðfærilegt tæki hefur
verið gert til að framkvæma hörku-
prófanir á hráefni og fullgerðum hlut-
um. Því er beitt með hendinni á yfir-
borð þess, er prófa skal, og þegar því
hefur verið komið í viðeigandi stöðu,
IÐN AÐARMAL
77