Iðnaðarmál - 01.04.1961, Side 28
Nytsamar nýjungar
Framh. af 78. bls.
Vél til lyftingar
og tæmingar á ílátum
Gerð hefur verið vél, sem lyft getur
íláti, er vegur allt að 500 kg og hvolf-
ir síðan innihaldinu í kassa eða önn-
ur móttökuílát.
ílátunum er lyft í burðarstól, sem
hægt er að laga þannig til, að hann
geti tekið alls konar gerðir íláta, svo
sem kuta, sekki, stampa o. fl. Stóllinn
gengur eftir leiðargrindum í hinum
lóðrétta hluta vélarinnar, og þessa
lóðréttu hluta má byggja upp eftir
þörfum. Eru notaðir til þess staÖlaðir
hlutar 414 fet á hæð.
Framleiðandi er Russel Construc-
tions Ltd., Russel House, Adam Street,
London W. C. 2.
Ur „Municipal Journal", nóv. 1960. —
DSIR Technical Digest no. 1308.
Ný aðferð við meðhöndlun
a smiðaviði
Rannsóknir, framkvæmdar af For-
est Products Laboratory í Bandaríkj-
unurn, hafa borið þann árangur, að
fundizt hefur ný aðferð til að koma í
veg fyrir, að viöur skreppi saman, og
reynist hún jafnvel á barrtré og harð-
ar viðartegundir.
Aðferðin er nú notuð hjá Crane
Creek Gun Stock Co. í Minnesota, til
að tryggja efni í byssuskefti gegn því
að skreppa saman eða þrútna vegna
rakabreytinga.
Gagnstætt því, sem tíðkast við hin-
ar hefðbundnu aðferðir, er efnið nú
fyrst mótað úr nýhöggnum, grænum
viði og að hálfu leyti innskorið. Því-
næst er það rækilega meðhöndlað
með hinu kemíska styrktarefni (sta-
bilizer), polyethylene glycol-1000, og
síðan ofnþurrkað. Bezt heldur viður-
inn sinni upphaflegu lögun eftir með-
höndlun, sem skilur eftir 20—30%
glycol (miðað við þunga á þurrum
viði) á hinum þunnu og viðkvæmu
svæðum. Aöeins lítill hluti hins kem-
íska efnis þrengir sér inn í þykkasta
hlutann.
Meðhöndlunin er í því fólgin að
gegnbleyta græna, tilskorna hlutina í
45—60 daga í 30% upplausn af gly-
col, við 24° C. Glycolið hindtar, að
efnið skreppi saman, þrútni eða verp-
ist. Það styrkir trefjaveggi viðarins
með því að dreifast um trefjafrum-
urnar, þar sem hinar stóru sameindir
hins kemíska styrktarefnis koma í
staðinn fyrir eðlilegan vökva viðar-
ins.
Meöfylgjandi mynd er fengin hjá
U. S. Department of Agriculture, For-
est Products Laboratory, Madison 5,
Wisconsin.
Úr „Wood and Wood Products“, nóvem-
ber 1960. — U.S.T.D. no. 10361.
Breiöfjörös-suðupottur
Síðustu ár hafa alúmínpottar mjög
rutt sér til rúms, þar sem alúmín er
nú, með aukinni tækni, mun ódýrara
í framleiðslu en áður var, og leiðir
mjög vel hita. Eru pottarnir fljótir að
hitna og léttir og þægilegir í notkun.
einkum á rafmagnsvélar.
Agnar Breiðfjörð hefur fundið upp
og framleiðir alúmínpott, sem er
þannig útbúinn, að ekki sýður upp úr
honum. Hann mun því létta þeim
áhyggjum af mörgum húsmæðrum og
losa þær við erfiði við að hreinsa
eldavélar sínar, auk þess sem því fylg-
ir aukin rafmagnseyðsla séu matar-
agnir á pottunum eða plötum.
Potturinn er útbúinn með íhvolfum
barrni, sem tekur við öllu því er sýð
ur upp úr og gegnum götóttan alúmrn-
hring í sömu stærð, sem lagður er
ofan í pottinn. Hann er framleiddur í
tveimur stærðum, 2 lítra og 4 lítra, og
hefur þegar fengið góða dóma
margra húsmæðra, en einnig má geta
Jress, að hann hefur reynzt mjög ve1
til sjós, þar -sem lögun hans er vel
fallin til að varna því, að upp úr
skvettist við matargerð í úfnum sjó.
Honum fylgir rist með lausum botni,
sem hentug er til að gufusjóða fisk
eða grænmeti yfir öðrum mat l. d.
kartöflum. Þannig má sjóða t%'o rétti
í pottinum í einu.
Framleiðandi: Blikksmiðja og tin-
húðun Breiðfjörðs, Sigtúni 7, Reykja-
vík.