Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Side 12

Frjáls verslun - 01.08.2010, Side 12
12 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 Eftir níu ár sem framkvæmdastjóri hjá N1 var ég tilbúinn í breytingar og fannst kominn tími á nýja áskorun og ný verkefni. Segja má að Reitir hafi orðið á vegi mínum þegar ég var í þessum hugleiðingum sem mjög spenn ­ andi kostur og hér er ég í dag hjá sterku fyrirtæki. Starfið leggst mjög vel í mig enda mörg spennandi og krefjandi verkefni að fást við. Starf mitt er tvíþætt; í fyrsta lagi að leiða öflugan hóp starfsfólks sem sinnir við ­ skiptamannahópi Reita vel og þróar lausnir með þeim, og í öðru lagi að gæta hags muna eiganda félagsins og sjá til þess að þetta tvennt fari saman.“ Góðar og vandaðar eignir Reitir er stærsta fasteignafélag landsins en Guðjón segir stærðina sem slíka ekki vera aðal málið: „Við segjum stundum að Reitir séu minnsta stærsta félag landsins. Hér eru ekki nema fimmtán starfsmenn en við erum með rúma átta milljarða veltu á ári og með mjög stórt safn fasteigna sem mikil verðmæti eru í, en eignir félagsins eru að verðmæti um 95 milljarðar. Reitir er eingöngu með atvinnuhúsnæði til útleigu. „Framboð okkar af eignum er mest á höfuðborgarsvæðinu en við eigum húsnæði um allt land. Húsnæðið spannar allt frá því að vera skrifstofuhúsnæði, hótelbyggingar og iðnaðarhúsnæði upp í íþróttahallir þannig að eignasafnið er mjög sterkt og í því eru mikil gæði og góðar staðsetningar. Við eigum til dæmis mikið af fallegum og góðum eignum í miðbæ Reykjavíkur og erum með vandaðar eignir á öðrum stöðum þar sem aðgengi hvað varðar samgöngur er t.d. mjög gott. Það eru því gæði eignanna almennt séð, en ekki stærð Reita sem fyrirtækis, sem skiptir viðskiptavininn máli,“ segir Guðjón. Öflugt þjónustu- og þekkingarfyrirtæki Guðjón segir fagleg og góð samskipti við við skiptavininn vera það sem skiptir öllu máli: „Metnaður okkar er að gera Reiti að Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Markmiðið að reka þjónustu- og þekkingarfyrirtæki í fremstu röð á sínu sviði REITIR FASTEIGNAFÉLAG Guðjón Auðunsson er nýráðinn forstjóri Reita fasteignafélags hf. Guðjón er rekstrarhagfræðingur og hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Undanfarin níu ár hefur Guðjón starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá N1. Þar áður vann hann sem framkvæmdastjóri hjá Samvinnuferðum-Landsýn, Navís-Landsteinum og sem forstöðumaður hjá Eimskip.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.