Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Síða 19

Frjáls verslun - 01.08.2010, Síða 19
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 19 Fyrst þetta ... Þetta var ein ástæða þess að Rúna setti á fót samskiptasíðuna connected- women.com. „Mig langaði til að kynnast öðrum konum og sjá konur yfir höfuð verða sýnilegri með því að notfæra sér tæknina. Þær kynna sig, hvað þær gera, hvers konar þjónustu þær bjóða upp á og hvers konar þjónustu þær leita eftir. Þarna fara fram umræður og svo er hægt að koma sér á framfæri með greinaskrifum.“ Rúna segir að konur frá rúmlega 70 löndum hafi skráð sig á samskiptasíðuna og telur að 10-12.000 konur séu þar á skrá. BRANDit Rúna og tvær aðrar konur standa að BRANDit en um er að ræða þriggja og hálfs dags alþjóðlega þjálfunarstofu fyrir athafnakonur. „Þetta er fyrir konur í atvinnulífinu sem vilja taka stöðuna, finna hvar ástríðan er í vinnunni og hvar fókus- inn á að vera. Um leið skoða þær hvernig þær geta byggt upp sjálfar sig og ímynd sína – vörumerkið sem þær eru. Þá eru teknar myndir af konunum og búinn til myndbandsstúfur þar sem þær kynna sig.“ BRANDit hefur verið haldið þrisvar á Íslandi, þjálfunarstofan verður að sögn Rúnu haldin í Rotterdam í byrjun næsta árs og hefur félag kvenna í atvinnurekstri í Bret- landi óskað eftir að setja upp námskeið á næsta ári. Rúna hefur haldið námskeið víða sem stjórnendamarkþjálfi, bæði hér innanlands sem og í Bandaríkjunum, Kanada og Belgíu, og sækir árlega alþjóðlegar „kvenna ráð- stefnur“. „Þau tengsl sem ég hef byggt upp víða um heim, bæði frá vinnu minni sem og frá Connected-Women.com, skila sér greinilega hvað varðar áhuga kvenna á BRANDit út um allan heim. Draumurinn er að setja upp BRANDit allt að mánaðarlega, bæði hér innanlands og úti í heimi.“ Rúna komst í byrjun október á lista yfir 20 konur á heimasíðu viðskiptatímaritsins Forbes sem þykir vert að fylgjast með á Twitter. Þá má geta þess að Oprah Winfrey tók viðtal við hana í gegnum netið árið 2009. Rúna hjálpar öðrum að ná markmiðum sín um. Áætlunum. Hvað með hana sjálfa? „Ég vil lifa lífi þar sem ég get fengið að vera ég, átt hlutdeild í því að byggja upp leiðtoga fram tíðarinnar, gefið frá mér gleði, hvatningu og styrk til annarra.“ „Aðaláherslan er að hjálpa fólki að ná meiri árangri í lífi og starfi með því að losa um hæfileika einstaklingsins, vinna skipulega að því að vera leiðtogi í sínu eigin lífi, með skýrri markmiðasetningu og framtíðarsýn ásamt því að vera í sterkri tengingu við sinn eigin drifkraft til að takast á við verkefnin.“ SET ehf. Röraverksmiðja • Eyravegur 41 • 800 Selfoss • Sími: 480 2700 • Fax: 482 2099 • Netfang: set@set.is • Vefsíða: http://www.set.is Gæði til framtíðar SET er framsækið og vaxandi iðnfyrirtæki með fjögurra áratuga reynslu af framleiðslu og þjónustu við íslenska lagnamarkaðinn. SET framleiðir foreinangruð hitaveiturör og plastpípur fyrir vatnsveitur, fráveitur, raforku og fjarskiptakerfi. Fyrirtækið gegnir mikilvægu hlutverki við virkjun jarðhitaorku og nýtingu ferskvatns til neyslu og útflutnings, ásamt verkefnum á sviði fráveitumála og fjarskiptavæðingar. Gæðamál, þekking og fræðsla skipar veglegan sess í menningu fyrirtækisins sem og öflug nýsköpun og framþróun í tækni. SET á samvinnu við tugi evrópskra fyrirtækja á sviði tækni, hráefna, rannsókna og staðalmála. Allar afurðir röraverksmiðju SET eru framleiddar samkvæmt evrópskum framleiðslustöðlum og fyrirtækið hefur vottað gæðastjórnunarkerfi skv. ISO-EN-IS 9001 staðli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.