Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 35

Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 35
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 35 Undanfarið hefur verið mikil umræða um að mikilvægt sé að vanda til verka þegar kemur að ráðningum, m.a. í rannsóknarskýrslu Alþingis. Margar leiðir eru færar til að velja rétta starfsfólkið og lykilspurningin í ráðningarferlinu er ávallt hvernig á að finna þann einstakling sem kemur til með að standa sig best í því starfi sem verið er að ráða í. Ráðningarferli er yfirleitt tímafrekt og kostnaðarsamt og mikilvægt að vanda valið því mistök eru dýru verði keypt. Ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós að áætlaður kostnaður vegna starfsmannaveltu af sökum mistaka í ráðningum nemi á bilinu 30% til 100% af árslaun um viðkomandi starfsmanns. Kostnaðurinn stafar einkum af minni framleiðni, tímanum sem fer í að leita að nýjum starfsmanni auk þjálfunarkostnaðar. Rétt fólk í réttum stöðum tryggir minni fjarvistir og minni starfsmannaveltu auk þess sem starfsmenn verða ánægðari í starfi, sem leiðir aftur til aukinnar ánægju viðskiptavina og aukins árangurs vinnustaðarins. En hvernig á að fara að því að finna þann hæfasta? Rannsóknir hafa sýnt að hefðbundnar leiðir eins og óformleg viðtöl og meðmælabréf, sem eru mikið notuð á Íslandi, hafa lítið forspárgildi. Ef skoðaðar eru t.d. spurningarnar sem umsækjendur um stöðu um boðs manns skuldara fengu og birtar eru á heimasíðu félags mála ráðu ­ neytis ins er ljóst að í ráðningarviðtölunum var spurt frekar almennra eða svokallaðra tilgátuspurninga sem hafa litla forspá um frammi stöðu í starfi. Tökum nokkur dæmi: „Hvernig myndirðu bregðast við ef mótmæli færðust að heimili umboðsmanns?“ „Hvers konar karaktereinkenni þarf einstaklingur sem gegnir embætti umboðsmanns skuldara að hafa?“ „Hvernig muntu tækla 300 manna borgarafund?“ „Hvernig sérðu fyrir þér hinn opinbera prófíl umboðsmanns skuldara. Er hann þögull? Talar hann? Hvernig talar hann?“ „Hvernig vinnur þú úr streitunni og álaginu sem fylgir starfinu?“ „Hvað telur þú að gerist á næstu mánuðum í tengslum við skuldavandann?“ Þó að svarið geti verið gott og umsækjandi sýni vilja og áhuga er ekki víst að það endurspegli raunveruleikann. Fólk mun reyna að svara eins og það heldur að það muni bregðast við, sem er ekki það sama og hvernig það bregst við þegar á hólminn er komið. Betri og ítarlegri að ferðir sem meta umsækjendur og gefa gott forspárgildi um væntanlega frammi stöðu einstaklinga eru t.d. matsmiðstöðvar (assessment centers), persónu leikapróf og hegðunar tengd ráðningarviðtöl. Hér verður athyglinni beint að hegðunartengdum (e. competence­ based) spurningum. Þá er um að ræða spurningar sem beinast að þeirri hegðun sem viðkomandi hefur sýnt. Aðferðafræðin er byggð á því að fyrri hegðun segi fyrir um hegðun í framtíðinni. Dæmi: Ef einhver hefur sýnt fram á það að hann getur tekist á við erfið mál á viðunandi hátt þannig að hvorki vinnustaðurinn né viðskiptavinurinn bíður af því tjón er líklegt að hann muni ráða við sambærilegar starfskröfur í framtíðinni. Fólk sem hefur verið stundvíst hingað til í lífinu er mjög líklegt til að vera stundvíst héreftir. Þannig að lykilatriði varðandi stundvísina er að komast að því hvort viðkomandi hafi verið stundvís hingað til. Fyrir þann sem tekur atvinnuviðtalið skiptir því öllu máli að hann fái fram skýra og nákvæma mynd af þeirri hegðun sem umsækjandi hefur sýnt í fyrri störfum eða í námi og í hvaða samhengi þessi hegðun birtist. Það er hægt að gera með því að spyrja alla um sækjendur um dæmi þar sem reynt hefur á þá hegðun sem leitað er eftir. Þegar dæmið er komið greinir spyrjandi aðstæðurnar, fær upp hlutverk um sækjandans í þeim, hvaða hegðun hann sýndi og að lokum hverjar afleiðingarnar voru. Þetta er vandasamt ferli og reynir mjög á fagmennsku spyrilsins og samskiptafærni. Aðstæður Sá sem tekur viðtalið reynir að fá fram skýra mynd af aðstæðunum í kringum atburðinn sem umsækjandi nefnir með því að biðja hann um upplýsingar, t.d.: Hvar gerðist þetta? Hverjir voru viðstaddir? Hvert var starfsumhverfið? Var mikið líkamlegt eða andlegt álag? Hlutverk Hvert var hlutverk viðmælandans? Hverju var nákvæmlega búist við af honum? Hvaða ábyrgð bar viðkomandi? Hver voru hin raun­ verulegu verkefni? Hvernig var starfslýsingin? Var viðkomandi einn í verkefninu? Hvaða hlutverk höfðu aðrir? Hegðun Hvað sagði viðmælandinn eða gerði nákvæmlega í þessum aðstæð um? Hvernig leysti hann verkefnið? Hvernig hagaði hann sér? Hvers vegna á þennan hátt, en ekki á annan hátt? Hvernig brugð ust aðrir við? Afleiðingar Hver var útkoman? Hvernig virkaði hegðunin sem var sýnd? Hver voru áhrif hegðunarinnar á aðra eða á viðmælandann sjálfan? Bar hegðunin árangur? Með þessari viðtalstækni er reynt að beina athyglinni eins mikið og hægt er að því sem umsækjandi hefur raunverulega gert í fyrri störfum. En hvernig á að fara að því að finna þann hæfasta? Rannsóknir hafa sýnt að hefðbundnar leiðir eins og óformleg viðtöl og meðmælabréf, sem eru mikið notuð á Íslandi, hafa lítið forspárgildi. S T J Ó R N U N
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.