Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 48

Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 Hvenær telur þú að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja ljúki og þau geti byrjað að fjárfesta aftur? Ég tel að enn sé eitthvað í land með að fjárhagslegri endurskipulagningu ljúki. Enn eru ýmis mál ófrágengin, s.s. varðandi gengistryggð lán, og fjöldi málsókna í farvegi eða í farvatninu. Afar mikilvægt er fyrir efnahagslífið að þessum málum sé hraðað. Finnur þú á meðal viðskiptavina þinna að þeir fái ekki nægilega fyrirgreiðslu í bönkum? Ég hef heyrt marga kvarta yfir seinagangi bankanna í úrlausnum ákveðinna mála, hræðslu við að taka ákvarðanir og að einföldustu málum sé vísað til dómstóla til úrlausnar. Þetta kostar mikinn tíma og peninga og seinkar þar með endurreisninni. Finnur fyrirtæki þitt beint fyrir því að gjaldeyrishöftin trufli starfsemi þess? Gjaldeyrishöftin hafa áhrif á okkar starfsemi. Við höfum á undanförnum árum boðið upp á breiða vörulínu erlendra sjóða fyrir viðskiptavini okkar en getum það ekki á meðan gjaldeyrishöftin eru við lýði. Þau fækka því þeim fjárfestingarkostum sem sparifjáreigendur hafa úr að velja. Óvissa um afnám þeirra hefur einnig valdið miklum sveiflum á verði íslenskra ríkisskuldabréfa. Er fyrirtæki þitt í samkeppni við fyrirtæki í eigu banka eða kröfuhafa? Já við erum aðallega í samkeppni við fjármálafyrirtæki sem eru ýmist í eigu ríkisins eða kröfuhafa. Hvaða áhrif hefði það á starfsemi fyrirtækis þíns ef Íslendingar gerðust aðilar að Evrópusambandinu? Það er erfitt að fullyrða um það að svo stöddu en fyrirfram hef ég ekki trú á því að það hefði mikil áhrif á starfsemi Íslenskra verðbréfa. Hyggst fyrirtæki þitt bæta við sig fólki á næstunni? Frá hruni fjármálakerfisins hefur starfsfólki félagsins fjölgað um 20% vegna aukinna umsvifa. Ef fram heldur sem horfir er líklegra en ella að við bætum við okkur á næstu mánuðum þótt ekkert liggi fyrir í þeim efnum. Ertu hlynntur því að festa vísitöluna í öllum lánasamningum og kippa þannig verðtryggingunni úr sambandi? Slík aðgerð er að mínu mati illframkvæmanleg og hefði gríðarleg áhrif á kerfið í heild. Menn hafa notað verðtrygginguna sem forsendu í samningsgerð í langan tíma og slíkum forsendum er flókið að breyta eftir á. Jafnvel spurning hvort það stæðist lög. Forgangsmál er að ná vaxtastiginu niður til frambúðar. Til lengri tíma litið væri æskilegt að draga úr vægi verðtryggingar. Ef þú yrðir forsætisráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? Það eru mörg verkefni sem bíða úrlausnar en sennilega fá þeirra sem hægt væri að afgreiða á einum degi. Forsætisráðherra hefur einnig takmörkuð völd einn og sér. Brýnasta verkefnið er endurreisn íslensks atvinnulífs og skuldavandi heimilanna og þau verkefni ættu að vera forgangsverkefni. Viðskiptalífið yrði betra ef … … horft væri minna í baksýnisspegilinn í leit að blórabögglum og í meira mæli fram á veginn með það að markmiði að bjarga fólki og fyrirtækjum. Einnig má nefna að öll umræða í þjóðfélaginu snýr að því neikvæða en lítill áhugi er á því jákvæða. Umræða á þeim nótum hefur ekki uppbyggjandi áhrif. Sævar Helgason, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa. Umræðan snýr að því neikvæða en lítill áhugi er á því jákvæða SÆVAR HELGASON framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa Forgangsmál að ná vöxtum niður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.