Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 49

Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 49
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 49 Hvenær telur þú að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja ljúki og þau geti byrjað að fjárfesta aftur? Fjárhagslegri endurskipulangingu fyrirtækja miðar allt of hægt og gæti tekið mörg ár til viðbótar ef áfram verður haldið á málum eins og verið hefur. Finnur þú á meðal viðskiptavina þinna að þeir fái ekki nægilega fyrirgreiðslu í bönkum? Já, við finnum m.a. fyrir því að við- skiptavinir okkar í innflutningi eiga erfitt með að fá fyrirgreiðslu og lán til vöru- kaupa að utan. Finnur fyrirtæki þitt beint fyrir því að gjaldeyrishöftin trufli starfsemi þess? Nei það gerum við ekki þar sem stór hluti veltu okkar kemur að utan og við höfum greiðan aðgang að þeim gjaldeyri sem við þurfum til rekstrarins. Er fyrirtæki þitt í samkeppni við fyrirtæki í eigu banka eða kröfuhafa? Já að vissu leyti. Almennt er það mjög óheppilegt að fyrirtæki séu til langs tíma í eigu banka og að endurskipulagning fyrirtækja sé ekki gegnsæ því það getur skaðað samkeppnisstöðuna og skapað óvissu. Hvaða áhrif hefði það á starfsemi fyrirtækis þíns ef Íslendingar gerðust aðilar að Evrópusambandinu? Það hefði eflaust minni áhrif á okkur en önnur íslensk fyrirtæki þar sem tekjur okkar eru að helmingi frá öðrum löndum í erlendri mynt og uppgjör okkar er í evrum. Hyggst fyrirtæki þitt bæta við sig fólki á næstunni? Við teljum að því miður stefni í ákveðna stöðnun efnahagslífsins næstu tvö árin. Fari sem horfir munum við líklega ekki bæta við okkur fólki eða fækka. Það er ljóst að framtíðarstefna stjórnvalda mun hafa áhrif á okkur jafnt sem önnur fyrirtæki og framvindu efnahagslífs hér á landi. Ertu hlynntur því að festa vísitöluna í öllum lánasamningum og kippa þannig verðtryggingunni úr sambandi? Þetta er mjög erfitt mál að eiga við þar sem margir aðilar með mismunandi hagsmuni koma að borðinu. Vísitalan er ekki aðalóvinurinn heldur er það meira aðkallandi að laga og leiðrétta uppbyggingu vísitölunnar, einfalda hana og koma í veg fyrir óeðlilega víxlverkun hennar. Ef þú yrðir forsætisráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? Ég myndi hrinda af stað verkefninu „Ísland endurreist“ á svipaðan hátt og við endurreistum Eimskipafélag Íslands, með skýrt markaða stefnu til framtíðar, trúverðugleika, gegnsæi og jafna meðferð allra aðila að leiðarljósi. Viðskiptalífið yrði betra ef … … afskipti ríkisins væru minni af atvinnulífinu og framkvæmdum hins opinbera væri flýtt. Ríkið stæði ekki í vegi fyrir framkvæmdum og erlendri fjárfestingu heldur hvetti þjóðina og fyrirtæki til dáða og góðra verka. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélags Íslands. Ríkið stendur í vegi fyrir framkvæmdum GYLFI SIGFÚSSON forstjóri Eimskipafélags Íslands Endur skipu lagning fyrir tækja verður að vera gegnsæ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.