Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Síða 50

Frjáls verslun - 01.08.2010, Síða 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. GUÐRÚN RAGNA GARÐARSDÓTTIR framkvæmdastjóri Atlantsolíu Áherslan á að vera á atvinnumál Hvenær telur þú að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja ljúki og þau geti byrjað að fjárfesta aftur? Ég held að ein af forsendunum fyrir því að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja sé að eyða óvissu um gengistryggð lán til fyrirtækja. Hversu langan tíma það tekur er undir dómskerfinu komið. Finnur þú á meðal viðskiptavina þinna að þeir fái ekki nægilega fyrirgreiðslu í bönkum? Ég get ekki sagt að svo sé í miklum mæli, en þess verður þó vart. Finnur fyrirtæki þitt beint fyrir því að gjaldeyrishöftin trufli starfsemi þess? Nei. Er fyrirtæki þitt í samkeppni við fyrirtæki í eigu banka eða kröfuhafa? Við höfum verið í samkeppni við fyrirtæki í eigu banka þar til nýverið. Skeljungur, sem rekur Orkuna, var í eigu gamla Glitnis og svo Íslandsbanka að hluta þar til á fyrri hluta þessa árs. Hvaða áhrif hefði það á starfsemi fyrirtækis þíns ef Íslendingar gerðust aðilar að Evrópusambandinu? Ég get ekki séð að það að ganga í Evrópusambandið hafi einhver bein áhrif á starfsemi okkar. Hyggst fyrirtæki þitt bæta við sig fólki á næstunni? Ekki að neinu verulegu marki. Ertu hlynnt því að festa vísitöluna í öllum lánasamningum og kippa þannig verðtryggingunni úr sambandi? Ég hef miklar efasemdir um að það sé skynsamlegt, sérstaklega í ljósi þess að á hinum endanum á jöfnunni eru lífeyrissjóðir landsmanna að stórum hluta. Í mínum huga er það þó ekki verðtryggingin sem slík sem er vandamál á Íslandi heldur fyrst og fremst verðbólgan sjálf. Við þurfum að búa svo um hnútana að hún haldist innan eðlilegra marka. Ef þú yrðir forsætisráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? Verkefnin í dag eru þvílík að einn dagur myndi nú duga skammt. En áherslan í dag á að mínu mati að vera á atvinnumál númer eitt, tvö og þrjú. Það liggja á borðinu verkefni eins og álver í Helguvík, álver á Bakka, gagnaver og einkarekin heilbrigðisþjónusta fyrir erlenda sjúklinga svo eitthvað sé nefnt. Það væri ágætisbyrjun að hætta að flækjast fyrir þessum verkefnum og leggja heldur áherslu á að koma þeim í gang. Erlendar fjárfestingar eru bráðnauðsynlegar inn í hagkerfið, eins og staðan er núna. Jafnframt þarf að hrinda af stað áformum um viðamiklar samgönguframkvæmdir sem lífeyrissjóðirnir eru tilbúnir að fjármagna og myndu skipta verulega miklu máli til að hleypa lífi í hagkerfið. Viðskiptalífið yrði betra ef … … langtímasjónarmið væru höfð til hliðsjónar í ríkari mæli en skammtímasjónarmið. Það væri ágætisbyrjun að hætta að flækjast fyrir verkefnum sem liggja á borðinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.