Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Qupperneq 53

Frjáls verslun - 01.08.2010, Qupperneq 53
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 53 Hvenær telur þú að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja ljúki og þau geti byrjað að fjárfesta aftur? Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er langt frá því að klárast og í mörgum tilfellum rétt að byrja. Ég held því miður að við eigum langan og erfiðan vetur framundan og við sjáum ekki auknar fjárfestingar á árinu 2011, að minnsta kosti ekki fyrri hluta þess árs, miðað við núverandi stöðu mála. Finnur fyrirtæki þitt beint fyrir því að gjaldeyrishöftin trufli starfsemi þess? Já að vissu leyti, en það hjálpar okkur að við verslum fyrst og fremst við fáa en stóra erlenda aðila. Erfitt er þó að stofna til nýrra viðskiptasambanda erlendis þar sem erlendir aðilar eru hræddir við Ísland. Er fyrirtæki þitt í samkeppni við fyrirtæki í eigu banka eða kröfuhafa? Stærstu keppinautar Nova hafa verið í eigu banka eða undir stjórn kröfuhafa síðustu misseri. Þá hefur einn af keppinautunum fengið gríðarlegar skuldir felldar niður og er nú í eigu lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðir fjárfestu nýlega beint og óbeint í símafyrirtækjum og hægt er að setja spurningarmerki við hverju það breytir – banki vs. lífeyrissjóðir? Tíminn verður að leiða það í ljós. Hvaða áhrif hefði það á starfsemi fyrirtækis þíns ef Íslendingar gerðust aðilar að Evrópusambandinu? Íslensk fjarskiptafyrirtæki starfa í dag undir eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar, sem fylgir evrópskri fjarskiptalöggjöf, svo hvað símarekstur snertir yrði breytingin ekki mikil. Ég styð umsókn Íslands um aðild að ESB og þjóðaratkvæðagreiðslu þar um í framhaldinu. Hyggst fyrirtæki þitt bæta við sig fólki á næstunni? Viðskiptavinum fyrirtækisins hefur fjölgað mjög á árinu og því höfum við bætt við okkur starfsfólki í takt við þann vöxt. Í dag eru 97 starfsmenn hjá Nova og þeim verður fjölgað í takt við vöxt fyrirtækisins. Ef þú yrðir forsætisráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? Ég sé ekki aðra leið en þjóðstjórn; nýja ríkisstjórn samsetta úr þingmönnum og fólki utan þings. Það þarf að taka margar og óvinsælar ákvarðanir. Það þarf að tala hreint út og hætta með loforðalista á borð við norrænt velferðarkerfi sem við eigum ekki fyrir næstu árin. Við erum föst í sömu hjólförunum og þurfum nýtt fólk og nýja sýn til að koma okkur af stað og hefjast handa við uppbyggingu Íslands eftir hrun. Viðskiptalífið yrði betra ef … … og þegar við endurheimtum traustið. Allir vildu vera vinir þegar vel gekk en svo fór sem fór og nú er því miður vantraustið allsráðandi. Við þurfum að endurheimta traustið og vinna saman að því að koma okkur út úr þessum mikla vanda, þingheimur og viðskiptalífið. Alþingi eitt og sér mun ekki leysa þennan vanda. Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er langt frá því að klárast Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. LIV BERGÞÓRSDÓTTIR framkvæmdastjóri Nova Erfiður vetur framundan hjá fyrirtækjum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.