Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 54

Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 Hvenær telur þú að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja ljúki og þau geti byrjað að fjárfesta aftur? Til að fyrirtæki geti tekið ákvarðanir um fjárfestingar þarf tvennt að vera fyrir hendi: Skýr staða efnahagsreiknings og trú á að stöðugleiki verði í rekstrarumhverfinu. Því miður tel ég að við eigum nokkuð í land með þetta. Finnur þú á meðal viðskiptavina þinna að þeir fái ekki nægilega fyrirgreiðslu í bönkum? Við höfum búið við ákvarðanafælni í bönkunum. Hún hefur að hluta til verið skiljanleg þar sem mikil óvissa hefur ríkt um stöðu efnahagsreiknings margra fyrirtækja. Nú er endurskipulagningu bankanna að ljúka, með nýjum skipuritum og nýju fólki. Vonandi hreyfast málin hraðar í framhaldinu. Finnur fyrirtæki þitt beint fyrir því að gjaldeyrishöftin trufli starfsemi þess? Nei, ekki beint en vissulega óbeint. Er fyrirtæki þitt í samkeppni við fyrirtæki í eigu banka eða kröfuhafa? Nei, ekki lengur, en bankar hafa afskrifað eða breytt í hlutafé milljarðalánum hjá keppinaut okkar. Hvaða áhrif hefði það á starfsemi fyrirtækis þíns ef Íslendingar gerðust aðilar að Evrópusambandinu? Með EES-samningnum tókum við upp mestallt fjarskiptaregluverk Evrópusambandsins svo áhrifin þar yrðu lítil. Ef vonir manna rættust um að aðild fylgdi meiri stöðugleiki í rekstrarumhverfinu þá væri það vissulega jákvætt. Hins vegar tel ég að við Íslendingar þurfum fyrst og fremst að ná tökum á okkar eigin efnahagsstjórn og skoða svo hver hagur af inngöngu sé. Hyggst fyrirtæki þitt bæta við sig fólki á næstunni? Nei, það stendur ekki til miðað við áætlanir okkar. Fjöldi starfsfólks tekur einfaldlega mið af umsvifum okkar. Ef þau aukast þurfum við augljóslega fleiri hendur. Ef þau dragast saman drögum við líka saman þar. Ertu hlynntur því að festa vísitöluna í öllum lánasamningum og kippa þannig verðtryggingunni úr sambandi? Ég er almennt vantrúaður á „reddingar“ í fjármálaumhverfinu. Ef við náum tökum á þjóðarbúskapnum verður verðtrygging óþekkt fyrirbæri, rétt eins og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ef þú yrðir forsætisráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? Ráða gott stjórnendateymi sem hefði umboð til að starfa lengur. Viðskiptalífið yrði betra ef … … leikreglurnar væru skýrar og rekstrarumhverfið öruggt. Við höfum búið við ákvarðanafælni í bönkunum Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON forstjóri Símans Skýrar leikreglurog öruggt umhverfi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.