Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Side 64

Frjáls verslun - 01.08.2010, Side 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 Hvenær telur þú að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja ljúki og þau geti byrjað að fjárfesta aftur? Ég held að þetta sé mjög mismunandi eftir fyrirtækjum og atvinnugreinum. Almennt held ég að það séu a.m.k. tvö eða þrjú ár þar til við sjáum aftur eðlileg rekstrarskilyrði fyrir íslensk fyrirtæki á Íslandi. Finnur fyrirtæki þitt beint fyrir því að gjaldeyrishöftin trufli starfsemi þess? Þar sem Promens er með stærstan hluta af rekstri sínum erlendis erum við undanþegin gjaldeyrishöftunum. Þau hafa því haft lítil áhrif á okkar starfsemi. Er fyrirtæki þitt í samkeppni við fyrirtæki í eigu banka eða kröfuhafa? Innan við 5% af starfsemi Promens er innanlands. Við erum með tvö fyrirtæki á Íslandi, Promens Dalvík og Promens Tempru. Þessi félög eru ekki í samkeppni við fyrirtæki í eigu banka eða kröfuhafa. Hvaða áhrif hefði það á starfsemi fyrirtækis þíns ef Íslendingar gerðust aðilar að Evrópusambandinu? Það myndi hafa mjög lítil áhrif. Við erum mjög alþjóðlegt félag í dag sem starfar mest á meginlandi Evrópu. Hyggst fyrirtæki þitt bæta við sig fólki á næstunni? Félögin okkar á Íslandi, Promens Dalvík og Promens Tempra, hafa gengið vel síðustu ár. Við höfum ekki þurft að segja upp fólki í tengslum við hrunið. Við reiknum með að halda svipuðum starfsmannafjölda í íslensku verksmiðjunum. Ertu hlynnt því að festa vísitöluna í öllum lánasamningum og kippa þannig verðtryggingunni úr sambandi? Ísland er eina landið þar sem verðtrygging er notuð og tel ég rétt að skoða möguleikana á að afnema hana. Ef þú yrðir forsætisráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? Ég myndi setja af stað alvöruvinnu sem sneri að hagræðingu í ríkiskerfinu. Leggja þyrfti áherslu á að skilgreina hvaða þætti ríkið þyrfti að starfrækja og skera alla fitu burt. Sameining stofnana á ýmsum sviðum væri óhjákvæmileg og samhliða því fækkun starfa. Viðskiptalífið yrði betra ef … … leyst yrði úr vandamálum fyrirtækja hratt og örugglega svo þau gætu einbeitt sér að framtíðinni og tækifærum. Ísland er eina landið þar sem verð trygging er notuð RAGNHILDUR GEIRSDÓTTIR forstjóri Promens Tel rétt að skoða afnám verð tryggingar Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.