Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 134

Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 134
134 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 hún stöðvuð; yfirleitt á borði ríkisstjórnarinnar. Því fer fjarri að skuldaskilum fyrirtækja og einstaklinga sé lokið. Þetta hefur gengið miklu hægar en menn höfðu búist við. Vonir stóðu til að erfiðasta róðrinum yrði lokið að mestu í árslok en það mun hins vegar taka a.m.k. allt næsta ár. Það ríkir mikið vantraust á stjórnmálamönnum og mikið vantraust á bönkunum, það heyrum við á hverjum einasta degi. En við veltum okkur upp úr for tíðinni. Er þetta skynsamlegur ferðamáti, eigum við að fara inn í framtíðina hlaupandi aftur á bak?“ Benedikt sagðist hafa verið þeirrar skoðunar, og marg oft sett þá skoðun fram, að í október 2008 hefði átt að reyna að mynda víðtæka pólitíska sam­ stöðu um fimm til sex mál sem við gætum verið sam mála um og setja önnur mál til hliðar. Þá gæti vel verið að ýmis áhugamál hans sjálfs hefðu frestast. Þetta hefði ekki verið gert þá en menn öðru hvoru reynt það síðan. Miðað við atburði síðustu vikna væri búið að tryggja að sífellt væri verið að líta um öxl í stað þess að horfa fram á við. Við þyrftum erlenda fjárfestingu, en þá sjaldan erlendir fjárfestir sýndu áhuga virtust menn gera allt til þess að gera útlend inga tortryggilega. „Við þurfum hagkvæma nýtingu auðlindanna, ég segi ekki að við skulum virkja hvað sem það kostar, við skulum virkja og græða vel á því. Við skulum ekki fara í framkvæmdir sem eru bara atvinnu skapandi. Menn virðast halda að vegagerð og gangagerð sé það stórkostlegasta sem hægt er að gera. Það hlýtur að vera með vísun til ársins 1930 þegar menn voru með haka og skóflur í Bandaríkjunum að leggja vegi og gera stíflur. Nú er einn maður með stórt tæki. Það er nú öll atvinnu­ sköpunin.“ Benedikt talaði einnig um mikilvægi þess að hafa trausta gjaldmiðlalausn, að við yrðum með krónuna áfram um svolítinn tíma, sem væri óhjákvæmilegt, og þess vegna yrðum við með einhverju móti að skapa traust; traust á stjórnvöldum. Sem hann taldi að vísu að yrði afar erfitt. Hann sagði að Íslendingar yrðu að hafa banka sem þeir gætu treyst en að hans mati er það ekki í sjónmáli, honum þættu vinnu­ aðferðir bankanna ekki með því móti. „Þess vegna spyr ég: Er lífið á botninum hið ljúfa líf? Það getur vel verið, það er einfaldur lífs­ stíll og við gerum ekki neitt, við sköpum engin verð mæti heldur njótum bara lífsins og horfum á undirdjúpin sem enginn hefur séð fyrr. En er þetta framtíðin sem við sjáum fyrir íslenskt sam félag? Nei, við verðum að færast fram á við, verðum að taka höndum saman, verðum að skapa nýtt Ísland.“ símon Þorleifsson tækifærin ErU víða í krEppUnni Símon Þorleifsson, framkvæmdastjóri hjá HRV verkfræðistofu, greindi m.a. frá því að HRV væri með verkefni erlendis og tækifærin væru víða á sviði ál- og orkuiðnaðar. „Við flytja álið hálfunnið úr landi. Við getum unnið miklu meira úr álinu hérna heima.“ TexTi: Hrund Hauksdóttir Símon Þorleifsson, framkvæmdastjóri hjá HRV verkfræðistofu, sagði í erindi sínu að tækifærin væru víða og líka í kreppu. Fyrirtækið er með verkefni erlendis en fyrirtækið varð til við samruna Hönnunar (nú Mannvit), Rafhönnunar og VST, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Þetta er stærsta verkfræðistofa landsins og hefur látið til sín taka sem ráðgjafar­ og þjónustufyrirtæki í heiminum á sviði ál­ og orkuiðnaðar. Það er með verkefni víða erlendis og Mannvit er með starfsstöð í Ungverjalandi. Hann sagði frá nýlegri vinnu fyrirtækisins í Svíþjóð þar sem álveri var umbreytt og dregið stórlega úr mengun þess. Símon sagði að álið og orkugeirinn væri undirstaðan hjá HRV. „Við höfum aðgang að sjö hundruð manna þekkingarhúsi, sem er eitt stærsta sinnar tegundar á landinu. Við fáum aðgang að þessu fólki í okkar verkefni. Það er ágætis velta hjá okkur og verkefni framundan þótt Helguvík tefjist eitthvað og við erum með lítinn þröngan viðskiptavinahóp – en við erum að vinna okkur betur upp í þessu samstarfi því það eru líka fyrirtæki erlendis sem við horfum til. Heimurinn allur er okkar markaðssvæði.“ Símon taldi mikilvægt að nefna að í huga HRV væri álið grænn málmur og talinn sem slíkur um allan heim nema á Íslandi. „Ég veit ekki hvað er málið. En það er engin spurning að álið léttir farartækin og það er mikið vatn í öllum málmi. Það er mikil vakning hjá öllum álfyrirtækjum. Ég var á ráðstefnu í Osló í júní og allir ræddu þar um betri nýtingu á áli í flutningsmiðlunum og að lækka CO2­mengunina. (Innskot blm. CO2 er koldíoxíð og myndast við bruna. Einnig kolsýra eins og í godrykkjum). Að sögn Símonar þarf að sækja þekkingu til besta fólksins í landinu og til annarra landa. Hann sagði frá hugmynd Grænlendinga um að byggja þar álver og bauð heimastjórnin Símoni þangað til að kanna aðstæður. „Grænlendinga vantar allt og þarna er tækifæri fyrir okkur Íslendinga. Það er þegar búið að merkja í klöppina HRV­ merkið svo fyrirtækið ætlar sér að vera á staðnum þegar þetta fer af stað. Verkefnið er ekki í hendi, en ef það fer í gang mun „Við erum hluthafar í fyrirtæki sem verið er að stofna á Seyðisfirði. Hugmyndafræðin byggist á að framleiða meira úr álinu því við flytjum það hálfunnið úr landi. Við getum unnið miklu úr álinu hérna heima og við Íslendingar erum samkeppnishæfir við önnur lönd í þeim efnum.“ Haustráðstefna stjórnvísi 2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.