Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 136

Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 136
136 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 Eyþór sagðist ekki sjá mörg fyrirtæki eins og CCP auglýsa eftir hundrað manns í vinnu. „Við eigum að leggja meiri áherslu á sprotafyrirtækin sem jarðveg fyrir vaxtarfyrirtæki á Íslandi. Það er algjört skilyrði fyrir framtíð landsins. Við getum ekki endalaust verið auðlindaþjóðfélag. Við getum ekki endalaust mergsogið auðlindir okkar. Við verðum einhvern tíma að breytast í nýsköpunarþjóðfélag sem skapar en „hámarkar“ ekki bara þær náttúruauðlindir sem það hefur. Það er þetta sem skiptir máli og það er staðreynd að verkfæri frumkvöðulsins er nýsköpun og mikið af þeirri nýsköpun sem verður til í þjóðfélagi verður til hjá nýjum fyrirtækjum. En auðvitað á nýsköpun að verða til hjá öllum fyrirtækjum.“ Samkvæmt Eyþóri Ívari ætti nýsköpun að vera miðpunktur iðnvæðingar Íslands og nýsköpun á ekki að vera framandi orð. En það sem skipti máli í tengslum við nýsköpun sé þekkingarsköpun. Og Eyþór sagði síðan með hárri raust: „Hvers konar framtíð er það að reyna að skera niður alla háskóla landsins og senda alla í einhvers konar jarðvegsvinnu? Er það þetta sem er ljúft á botninum?“ Hann lagði áherslu á að auðvitað þyrftum við að búa til þessa þekkingu sem við gætum byggt einhverja nýja framtíð á, einhverja nýsköpun, einhverja vöru og þjónustu sem skiptu okkur máli. „Vissulega getum við tekið ál og gert eitthvað nýtt við það og þar fram eftir götunum, eins og Símon minntist á. En aðalatriðið er að búa til þekkingu með vitneskjunni úr háskólunum, verðmætasköpunarinnar vegna. Við verðum að búa eitthvað til úr þessu, ekki bara að leika okkur í háskólum. Ein af þessum frægu setningum sem hefðu oft verið notaðar væri: „Let thousand flowers bloom“ eða látum þúsund blóm blómstra, en það snerist einmitt um að hafa úrval, úrval af nýjum fyrirtækjum, en ekki einhæfni. Að sjálfsögðu eigum við að halda í sjávarútveginn, áliðnaðinn, stóriðju og ferðamenn en við byggjum ekki framtíð okkar á þessum atvinnugreinum. Það verður að vera breiðari grundvöllur fyrir sköpun lands og nýsköpunar. Það er nauðsynlegt fyrir þróun samfélagsins að sköpun fari fram. Við þurftum að byggja upp þjóðfélag sem byggðir á nýsköpun svo úr verði atvinnusköpun og þar með verðmætasköpun. „Það sem við gerum við hjá Klaki, og stærum okkur af, er að við höfum búið til klak módel þar sem við hjálpum fyrirtækjum að búa til viðskiptahugmyndir. Hugmyndir sem skapa verðmæti fyrir viðskiptavini. Þetta snýst um að finna rétta fólkið, frumkvöðla sem hafa trúverðugleika, og geta hrint þessum við skiptahugmyndum í framkvæmd, geta gert þær að fyrirtækjum. Það verður að búa til fyrirtæki sem frumkvöðlar geta sótt í og leiðir saman hæfileika. Ég lít á Klak sem sam­ félagslegt sprotafyrirtæki sem hjálpar öðrum sprota fyrirtækjum. Við gerum í raun þrennt; við leggjum gríðarlega áherslu á viðskiptaþekkingu eða þekkingu almennt og það er einn af þessum þáttum sem eru afskaplega vannýttir á Íslandi. Það skiptir öllu máli að það sé við skipta­ þekking í þeim fyrirtækjum sem við höfum verið að búa til. Þetta snýst líka um að finna fjármagn og því höldum við ráðstefnur eins og Seaform Iceland til að draga fjármagn að frumkvöðlum. Það snýst ekki síður um tengslanet, því tengslanet og kúltúr eru eitt það mikilvægasta sem sprotafyrirtæki geta haft. Þess vegna eigið þið að taka þátt í þessu, þið eigið að opna veskin og vera með, deila þekkingu ykkar. Nýtið ykkar tengslanet og opnið fyrir önnur. Þannig gerum við fleiri og betri sprotafyrirtæki á Íslandi. Það er það sem skiptir máli. Þetta er heilög þrenning, þetta er land, þjóð og tunga.“ Við getum ekki endalaust verið auðlindaþjóðfélag Við getum ekki endalaust mergsogið auðlindir okkar. Við verðum einhvern tíma að breytast í nýsköpunar þjóðfélag sem skapar en „hámarkar“ ekki bara þær náttúru- auðlindir sem það hefur. Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks. „Let thousand flowers bloom“ eða látum þúsund blóm blómstra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.