Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Qupperneq 137

Frjáls verslun - 01.08.2010, Qupperneq 137
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 137 Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX Kauphallarinnar á Íslandi, sagði að leiðin upp út öldudalnum, sem m.a. fælist í því að draga fjárfesta að fyrirtækjum, væri að horfa til hlutabréfamarkaðarins þótt þar hefði ýmislegt gerst á síðustu misserum sem við værum ekki hreykin af; þ.e. hruni bankanna og nokkurra af stærstu fyrirtækjum landsins. Þórður sagðist telja að fyrirtæki gætu nýtt sér markaðinn betur til að ná árangri í þessum efnum. Þá væri hlutabréfamarkaðurinn augljós kostur við að koma þeim mörgum fyrirtækjum sem núna væri í höndum banka og kröfuhafa í eigu almennra hluthafa og fjárfesta. Um sprotafyrirtækin sagði hann að það væri dálítið merkilegt að á Íslandi hefðum við ekki eitt einasta dæmigert sprotafyrirtæki eða lítið fyrirtæki sem hefði farið inn á markað. Það væri sérstakur markaður fyrir þau innan NASDAQ og á Norðurlöndum væri mikill fjöldi fyrirtækja á þessum markaði, svo ekki væri minnst á svipaða markaði annars staðar, t.d. í London. „Hvenær eiga fyrirtæki að nýta sér kosti markaðarins?“ spurði Þórður. „Við teljum að það geti verið til hagsbóta fyrir mjög lítil fyrirtæki að fara inn á markaðinn og afla sér þannig hlutafjár til að hrinda meiru í verk.“ Hann sagði að það væru auðvitað margar ástæður fyrir því að fyrirtæki skráðu sig á hlutabréfamarkaði. Ein sú helsta væri að afla sér nýs fjár. Önnur væri sú að auðvelda viðskipti með hlutabréf í félögunum og auðvelda þannig hluthöfum að fara inn og út úr fyrirtækjunum. „Það getur ennfremur komið sér vel að vera skráður með tilliti til bankaviðskipta og einnig til að auglýsa fyrirtækið,“ sagði Þórður. „Það eru margir kostir sem fylgja skráningu þótt í huga margra hafi hún hugsanlega verið talin of umfangsmikil, en við teljum að svo sé alls ekki. Í raun og veru þurfa tvö grundvallaratriði að vera fyrir hendi á markaðnum hjá NASDAQ. Annars vegar þarf að skila inn upplýsingum um hlutabréfaviðskipti í félögunum og birta reglulega fjárhagslegar upplýsingar um þau. Kostnaðurinn við að vera skráður á markað samsvarar líklega launum eins starfsmanns í einn mánuð, það er nú allt og sumt. Þannig að fyrir fyrirtæki sem er t.d. komið með fleiri en tíu starfsmenn er þetta auðvitað enginn kostnaður og hjá okkur er fjöldi slíkra fyrirtækja. En að sjálfsögðu er það kostnaður fyrir fyrirtæki þar sem starfsmenn eru einn eða tveir.“ Að sögn Þórðar má draga saman NASDAQ á Íslandi með einföldum hætti. „Það er yfirleitt hægt að fara inn á markaðinn með mjög látlausum hætti, í rauninni þurfa ekki að vera til sölu á markaðnum nema um 10% prósent af hlutafé í félaginu.“ Hann telur að markaðurinn sé tilbúinn. Þau í Kauphöllinni verði vör við mikinn áhuga hjá fjárfestum að koma inn á markaðinn. Þórður telur að markaðurinn hér hafi fengið massífa bólusetningu með bankahruninu og þeim upplýsingum sem komið hafa fram eftir hrunið. „Ég hef því enga trú á að einhverjir svipaðir hlutir gerist aftur næsta aldarfjórðung. Þar fyrir utan erum við búin að breyta reglum um margt og gera ráðstafanir sem gera það að verkum að ég hef ekki trú á því að svona tengingar í atvinnurekstri, eins og voru hér 2007 og settu allt úr skorðum, verði til þess að allt fari úr böndum á nýjan leik.“ Þórður sagðist skora á metnaðarfull ný sköpunar fyrirtæki að nýta sér hluta bréfa­ markaðinn. „Ég skora á menn að skoða möguleikana sem NASDAQ býður upp á. Ég hef enga trú á öðru öðru en að markaðurinn geti nýst fyrirtækjum hér á landi vel til að afla sér fjár, alveg eins og hann hefur gert annars staðar.“ Lítil fyrirtæki geta augljóslega nýtt sér hlutabréfamarkaðinn til að afla sér nýs fjármagns. Þá er kauphöllin augljós leið við að koma þeim mörgum fyrirtækjum, sem núna eru í höndum banka og kröfuhafa, aftur í eigu almennra hluthafa og fjárfesta. Þórður friðjónsson kaUphöllin líka fyrir lítil fyrirtæki Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMx Kauphallarinnar á Íslandi, hefur fulla trú á að hlutabréfamarkaðurinn nýtist fyrirtækjum hér á landi til að komast upp úr öldudalnum og laða að fjárfesta. TexTi: Hrund HauksdóttirÞórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX Kauphallarinnar á Íslandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.