Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 138

Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 138
138 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, fjallaði um viðhorf erlendra lánar drottna til Íslendinga eftir hrunið en mikil endurfjármögnunarþörf blasir núna við hjá ýmsum af stærstu fyrirtækjum landsins, t.d. orkufyrirtækjunum. Flest fyrirtæki á Íslandi ganga núna í gegnum mikla fjárhagslega endurskipulagningu með aðstoð íslensku bankanna og erlendra kröfu hafa. Þetta skiptir miklu máli þar sem fyrirtæki geta ekki byrjað að fjárfesta aftur fyrr en þessari fjárhagslegu endurskipulagningu er lokið. Árni sagði að orkufyrirtækin hefðu verið mikið til umræðu og það hefði verið mjög ánægju legt þegar Landsvirkjun gat orðið sér úti um fjármagn á erlendum markaði. „Ef við lítum á Landsvirkjun sjáum við að heildarskuldir félagsins eru í kringum 300 milljarðar króna. Árlegar afborganir fyrir tækisins eru af stærðargráðunni 30­35 milljarðar á hverju ári. Reksturinn býr til u.þ.b. 25 milljarða á ári. Ef Landsvirkjun hættir að fjárfesta getur félagið greitt niður skuldirnar á u.þ.b. tíu árum. En félagið þarf að fá endurfjármögnun til þess að geta gert það því árlegar afborganir eru meiri en reksturinn býr til nokkur næstu ár. Nýleg endur fjármögnun Landsvikjunar breytir að sjálfsögðu þessari mynd. Í Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur verið mikið til umfjöllunar, eru heildarskuldir um 210 milljarðar króna. Orkuveitan býr til u.þ.b. 13 milljarða á ári (áður en boðaðar hækkanir koma til framkvæmda). Það er ekki daprara en það hjá Orkuveitunni að félagið gæti hætt að fjárfesta og borgað niður skuldir á um 15 til 16 árum. Orkuveitan þarf að borga 25­30 milljarða í afborganir núna en reksturinn býr til um 13 milljarða á ári. Þetta gefur okkur aðeins hugmynd um það hvernig staðan er – og hvernig endur­ fjármögnunarþörfin lítur út.“ Árni vakti einnig athygli á því að aðrir sem þyrftu að endurfjármagna sig væru t.d. ríkissjóður, flest sveitarfélög og mörg útflutnings fyrirtæki. „Fyrirtækin ráða ekki við að fara í nýjar fjárfestingar, þau ráða ekki einu sinni við afborganirnar sem þau þurfa að borga í dag. Allar nýjar fjárfestingar byggjast á því að aðgangur að erlendum fjár magns­ mörkuðum opnist á ný og því er mikilvægt að stuðla að því að byggja upp samband við erlenda aðila.“ Hann sagði ennfremur að það væri ljóst að nýir og eldri bankar þyrftu að ná að opna þetta samband við erlenda lánardrottna aftur ef þeir ætluðu að geta sinnt atvinnulífinu. Árni spurði síðan: Hvað gerist ef endur­ fjár mögnun kemur ekki til? Hann taldi að það fyrsta sem gerðist þegar vanskil yrðu væri að vextir yrðu endurskoðaðir og hækkaðir. Félögin yrðu sett í gjörgæslu, allt fé hreinsað út með þvinguðum samningum, heftið tekið af fyrirtækjum og opinberum aðilum ef annað dygði ekki til og aðilarnir gætu gleymt frekari lána fyrirgreiðslu erlendis frá. Fjárfestingar erlendra aðila yrðu þar af leiðandi mjög ólíklegar. Töpuðu 1.500­2.000 milljörðum í Glitni einum „Næst ætla ég aðeins að skýra ykkur frá viðhorfi lánar drottna við hruni íslensku bankanna og í kjölfar þess. Í fyrsta lagi var mikið tap. Í Glitni einum töpuðu lánardrottnar 1.500­2.000 milljörðum, en til samanburðar er landsframleiðsla á Íslandi u.þ.b. 1.500 milljarðar Nokkuð hefur borið á því viðhorfi að þessir, einkum erlendu, lánardrottnar séu ekki of góðir til að taka á sig meira tap en að framan er lýst og þá hugsa menn fyrst og fremst um að þetta séu einhvers konar „slæmir“ fjárfestingarsjóðir. Ég vil byrja á að lýsa þeirri skoðun minni að fjárfestingarsjóðir eru ekki neitt verri en aðrir, því að á bak við þá eru einstaklingar, félagasamtök, lífeyris­ sjóðir og alls kyns fjárfestar. Ennfremur eru á Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis og stjórnarmaður í Íslandsbanka. árni tómasson viðhorf ErlEndra lánar drottna Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, fjallaði um viðhorf erlendra lánardrottna til Íslendinga, hvers vegna þau væru eins og raun ber vitni - og hvers vegna þau skiptu máli. TexTi: Hrund Hauksdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.