Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Side 139

Frjáls verslun - 01.08.2010, Side 139
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 139 meðal lánardrottna Glitnis margir af stærstu erlendu bönkunum, sem við þurfum að eiga gott samstarf við til framtíðar, erlend sveitar félög og opinberir aðilar sem höfðu lagt fé til Glitnis líkt og margir Íslendingar, íslensku lífeyrissjóðirnir og fjöldi einstaklinga inn lendra og erlendra, sem allir eiga um sárt að binda líkt og margir hér á landi. Þeir eru eðlilega sárir og það er mikið verk fyrir höndum að hámarka endurheimtur þeim til handa og við að byggja upp traust gagnvart þeim aftur. Árni vék síðan að traustinu: „Við vorum snögg að tapa fimmtíu ára trausti, það hvarf þarna þessa einu viku. Við vorum að burð­ ast við að byggja upp og standa í skilum frá árinu 1960. Nú þurfum við að byrja upp á nýtt. Annað sem hefur vakið gremju lánar­ drottnanna er að þegar bönkunum var skipt upp á grundvelli neyðarlaganna, voru skuldir þeirra skildar eftir í gömlu bönkunum, en skuldir hinna sem áttu innstæður í bönkunum teknar fram fyrir. Hins vegar eru tvær hliðar á öllum málum og ég er á þeirri skoðun að ef þetta hefði ekki verið gert hefði fjármálakerfið hrunið gjörsamlega hjá okkur og tapið orðið miklu meira fyrir alla. En engu að síður; þeir voru ekki ánægðir. Síðan voru nýju bankarnir stofnaðir og verðmetnir án þess að lánardrottnarnir hefðu mikið um málið að segja. Þeir urðu vægast sagt mjög óánægðir, en ég sagði lánar drott­ num Glitnis að best væri að eignast Íslands­ banka, því ef í ljós kæmi að eignirnar hefðu verið vanmetnar kæmi rétt verð í þeirra hlut á endanum. Svo má gera ráð fyrir því að þegar endurmatið fer fram, sýni Íslandsbanki mikinn hagnað vegna þess að eignirnar voru van metnar í upphafi. Þá má gera ráð fyrir að margir Íslendingar verði óánægðir með hagnaðinn, þó að lánardrottnar Glitnis séu ein faldlega að fá smáræði af því sem þeir töpuðu við hrunið til baka. Síðan voru sett gjaldeyrishöft þannig að það, sem lánardrottnarnir áttu hér á landi, var rammað inn svo að þeir gátu ekki tekið það til baka. Hin hlið málsins er sú að við búum við ákveðinn raunveruleika í gjaldeyrismálum og er ég ekki að átelja stjórnvöld fyrir að hafa sett á gjaldeyrishöft við hrunið. Að sögn Árna hafa erlendir lánardrottnarnir upp lifað það að Íslendingar eru ekki vanir að fást við þrot af þessari stærðargráðu. Slita­ stjórnir, skilanefndir og aðrir hafa þurft að feta nýjar og áður ókunnar leiðir. Dómstólarnir hér eru sömuleiðis ekki í stakk búnir, hvorki að því er varðar mannafla né þekkingu, til þess að takast á við þetta ástand og það skynjuðu erlendu lánardrottnarnir. Setjum okkur í spor erlendra lánardrottna Árni bað síðan fundarmenn um að setja sig í spor erlendra lánardrottna til að skilja viðhorf þeirra til þjóðarinnar betur. „Ég ætla að biðja ykkur að hugsa þá hugsun með mér að Íslendingar hafi lánað til einhvers lítil lands í nágrenninu sem við skulum bara kalla Bjarnarey. Á þessari litlu eyju búa tíu þúsund manns. Bjarnareyingar hafa svipaðan bak grunn og Íslendingar. Þeir eru í mörgum alþjóða sam tökum með þeim og hafa átt við þá gott samstarf um árabil. Hvað gerðist? Jú, þeir á Bjarnarey ruddust inn á markaðinn á Íslandi og þar spurðu menn sig hvaðan Bjarnareyingar fengju alla þessa peninga. Hvað gerðu þeir? Jú, þeir keyptu eignir á uppsprengdu verði. Fyrst ætluðu menn ekki að eiga viðskipti við þessa aðila frá Bjarnarey en þeir buðu svo vit leysis lega hátt verð í allar eignir að það var ekki hægt annað en selja þeim. Nú, síðan komu bankarnir frá Bjarnarey, ruddust inn á markaðinn hérna á Íslandi og byrjuðu að yfir­ bjóða innlán. Rugluðu sem sagt markaðinn sem hafði verið stöðugur í mjög langan tíma. Nú, þegar fyrsta bakslagið kom þá áttu þeir auðvitað ekki borð fyrir báru og fóru rakleitt á hausinn. Og Bjarnarey gat ekki bakkað þá upp svo að það sátu allir eftir með sárt ennið sem höfðu lagt inn í þessa banka hér á Íslandi. Þetta er forsagan.“ Árni velti fyrir sér hvað þeir á Bjarnarey hefðu gert núna síðustu tólf mánuði til að endur vekja traust á Bjarnarey. „Það fyrsta sem gerðist náttúrlega var að ríkisstjórn Bjarnareyjar setti nefnd til að semja um hvernig mætti reyna að slétta yfir þetta útlána­ eða innlánarugl í bönkunum og hingað kom sendinefnd frá ríkisstjórninni á Bjarnarey. Íslendingar voru auðvitað ekkert mjög ánægðir með þetta og voru ekki reiðubúnir til að til þess að veita miklar tilslakanir. En samningarnir tókust og voru undirritaðir og héldur menn að þar með væri málið í höfn. En hvað gerist mánuði seinna, Bjarnareyjarmenn koma og segja: „Við náum ekki að koma þessum samningum í gegnum þingið.“ Hvers konar rugludallar eru þetta? Þeir segjast bara ekki ná þessu í gegnum þingið og þeir verði að fá að koma aftur. Svo þeir koma aftur og Íslendingarnir í íslensku samninganefndinni geta sannfært íslensku ríkisstjórnina um það að við þurfum hugsanlega að lækka vexti og gefa eftir á öðrum sviðum til að ná samningum sem haldi. En það verði þá að vera trygging fyrir því að þetta komist í gegnum þingið. Við lofum því, segja Bjarnareyingar. En hvað gerist aftur mánuði seinna, þegar Bjarnareyingar upplýsa okkur: „Við gátum troðið þessu í gegnum þingið en nú er það forsetinn okkar sem vill ekki samþykkja þetta. Við verðum að fá að koma í þriðja skiptið.“ Þegar Íslendingar voru loksins búnir að jafna sig á þessu voru þeir ekki tilbúnir til að semja við svona menn og er málið enn óleyst. Næst gerist það að hæstiréttur í Bjarnarey dæmir að algengustu lánasamningarnir á Bjarnar ey síðustu tíu árin hafi verið ólöglegir allan tímann. Afleiðingin af þessum dómi er að kröfur okkar Íslendinga helmingast að verðgildi. Þess utan vildu skuldararnir fá í gegn að lágir vextir á þessum ólöglegu samn ingum giltu ennþá. En Hæstiréttur Bjarnareyjar kom þó aðeins til baka og sagði nei, það gengur ekki. Næst gerist það að þekktur forsvarsmaður á fjár mála markaði í Bjarnarey skrifar blaðagrein þar sem hann telur að það eigi að krefja íslenska lánardrottna um skaðabætur. Og fyrir hvað? Fyrir að hafa verið svo vitlausa að lána peninga til Bjarnareyjar. Sem sagt: „Við ætlum að fara í skaðabótarmál við ykkur Íslendinga því þið voruð svo vitlausir að lána okkur peninga.“ Við þurfum að leysa milliríkjamál. Við þurfum að koma á stöðugleika og staðfestu á öllum sviðum. Við þurfum að sýna ábyrgð, standa við loforð og áætlanir. Þetta á jafnt við um einkaaðila sem opinbera aðila. Við þurfum að marka stefnu um gjaldmiðilinn til framtíðar. Og við þurfum að afnema höft. Haustráðstefna stjórnvísi 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.