Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 149

Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 149
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 149 Fólk JÓN HEIÐAR PÁLSSON sölu- og markaðsstjóri Maritech Nafn: Jón Heiðar Pálsson Fæðingarstaður: Reykjavík, 20. maí 1957 Foreldrar: Erla Sigurbjörnsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Uppeldisfaðir Eysteinn Jónsson Maki: Anna Jóna Einarsdóttir Börn: Guðrún, 34 ára, Einar Helgi, 34 ára, Páll Heiðar, 19 ára, og Matthildur Soffía, 13 ára. Menntun: Útvegsfræðingur og 2. stigs skipstjórn auk fjölda tölvu-, hugbúnaðar- og sölunámskeiða. „Starfið er mjög fjölbreytt og krefst þess að allir sem koma að séu á tánum og fylgi þróun og þörfum markaðarins á hverjum tíma.“ M aritech er söluaðili Microsoft Dynamics NAV á Íslandi og er í fararbroddi í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á ráð- gjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingu hug - búnaðar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu. Kerfi Maritech eru í notkun hjá mörgum stærri fyrirtækjum landsins og býður fyrirtækið staðlaðar Microsoft Dynamics NAV-lausnir auk fjölda sérlausna fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað. „Starf mitt felst í umsjón með söluferlinu, samninga- og áætlanagerð ásamt mark aðs - setningu hér heima og erlendis. Við erum fjögur á sölu- og markaðssviði sem sinnum þessum málum en einnig höfum við nýtt okkur útvistun á ýmsum verkefnum. Starfið er mjög fjölbreytt og krefst þess að allir sem koma að séu á tánum og fylgi þróun og þörfum markaðarins á hverjum tíma. Stór hluti af starfinu er að hitta viðskipta- vini, greina þarfir markaðarins og vinna með hugbúnaðarsérfræðingum okkar að því að vera með bestu lausnir á hverjum tíma. Viðskiptavinahópur Maritech er mjög breiður, sem endurspeglast í lausnunum sem við bjóðum. Sem dæmi þá erum við meðal annars með sérlausnir fyrir sveitarfélög, sjávar útveg, þjónustufyrirtæki, banka og flutn ingafyrirtæki, en einnig bjóðum við breitt úrval lausna fyrir allar gerðir fyrirtækja sem leysa til dæmis launaútreikning, banka- afstemmingar, uppáskriftir, inn- og útflutning, ásamt lausnum á sviði viðskiptagreindar. Undanfarnar vikur hefur farið mikil vinna í nýjan vef, www.nemo.is, þar sem við kynnum lausnir okkar á sviði viðskipta- greindar. NEMO-lausnirnar hjálpa stjórn end - um fyrirtækja að ná fram réttum upp lýs- ing um fyrir rétta aðila á réttum tíma með notkun OLAP-teninga og SSRS-skýrslna og sérlega einföldu og notendavænu umhverfi.“ Jón Heiðar er útvegsfræðingur og annars stigs skipstjóri að mennt en hóf störf í hug búnaðargeiranum árið 1986 og hefur starfað á þeim vígstöðvum síðan. Eiginkona hans er Anna Jóna Einarsdóttir og eiga þau fjögur börn. „Helstu áhugamál mín eru bækur, skák, bad minton, stangveiði og annar veiðiskapur. Í sumar var sumarfríinu varið í dvöl á fjöl skyldu óðalinu Hjörsey þar sem við erum m.a. með hesta, lax- og silungsveiði auk þess sem við fórum í ferðir um landið og nutum veðurblíðunnar sem lék við lands- menn í sumar. Ég hef mitt mottó í lífinu sem er: Það er alltaf, þá meina ég alltaf hægt að gera betur.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.