Iðnaðarmál - 01.06.1967, Qupperneq 7

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Qupperneq 7
styrjaldar. Henni er fyrst beitt við loftvarnir Bretlands og tilkomu rad- artækja. Ný tækni í loftvörnum, rad- artæknin, hafði haldið innreið sína, en listin var sú að nýta tæknina rétt. Þá er henni beitt við að ákvarða varnir skipalesta o. fl. Það er fyrst eftir heimsstyrjöldina, sem tekið er að beita 0. R. við hagfræðileg vanda- mál. Rekstrarvandamál ■ fyrirtækja eru leyst með þessum hætti, og ríkis- stj órnir taka að beita henni við skipu- lagningu og fj árhagsathuganir. í nokkrum löndum hefur henni verið breytt við þj óðhagsáætlanir. McNa- mara, varnarmálaráðherra, hefur þótt reka ráðuneyti sitt af mikilli hagsýni. Hann varð fyrstur handarískra ráð- herra til þess að beita þessum að- ferðum í ráðuneyti sínu. Nú er í undirbúningi að innleiða samskonar aðferðir vestra. Skilgreining á O. R. (kerfisrann- sóknum) I 0. R. er litið á rekstur sem kerfi af mönnum, vélum, efni og fjár- magni. Orsakasamhengi hinna ýmsu liða þess rekstrar eða vandamáls, sem við er fengizt, er bundið í stærð- fræðilegt form. Þetta er nefnt að gera h'kan (módel) af kerfinu, sem verið er að athuga. Þegar líkanið hefur verið gert, má rannsaka, hver áhrif ákvörðun um aðgerðir á ein- hverju sviði hefur á aðra þætti rekstr- arins og reksturinn í heild. Líkanið er eins konar eftirlíking af kerfinu, sem gera má tilraunir með. I rekstri er venjulega áhugi á að finnaþárekstrarskipan, sem hagstæð- ust er, t. d. þannig, að kostnaður sé sem minnstur eða hagnaðursemmest- ur, m. ö. o. hvernig bezt megi nýta fyrirtækið allt. I öðrum tilvikum stjórnunar, svo sem í sambandi við fj árfestingar, veltur mikið á því, að fjárfestingin sé sem arðbærust. Of fer hvort tveggja saman, þannig að stjórnanda ríður á að vita, hvem- ig hann geti bezt nýtt fyrirtæki eða framleiðsluþætti fyrirtækis, eins og nú er háttað, og vill jafnframt vita, hver fjárfesting í endurbótum væri hagstæðust. Hvert þessara atriða má rannsaka í hinni stærðfræðilegu líkingu, sem gerð er af því verkefni eða þeim rekstri, sem við er fengizt. Hagstæð- asta nýting, fjárfesting eða rekstrar- skipan er fundin úr líkaninu með stærðfræðilegum aðferðum. Kostirn- ir, sem velja verður á milli, eru oft svo margir, að óhugsandi er að finna hagstæðasta form nema með þessum aðferðum. Oft er lausn verkefnisins reyndar svo umfangsmikil, að nota verður tölvu til úrvinnslu. Þegar nauðsyn krefur, er tekið til- lit til óvissu og líkinda eftir því, sem við á. I hverju tilviki verður líkanið þannig „abstrakt“ mynd afþvívanda- máli, sem verið er að leysa. Leyfið mér að árétta nokkur at- riði, sem einkenna 0. R., áður en lengra er haldið. 1) Orsakasamhengi þátta er rann- sakað og bundið í stærðfræðilegt form í líkani. Þegar rekstrarþættir eru óháðir, er auðvitað tekið tillit til þess. 2) Venjulegast er í rauninni um mikinn fj ölda leiða að ræða til lausn- ar á vandamáli í rekstri og stjórnun, oft langtum fleiri leiðir en við ger- um okkur grein fyrir. Með 0. R. að- ferðum er leitað hagstæðustu skipun- ar með stærðfræðilegum aðferðum. Oftast tryggir hin stærðfræðilega að- ferð að hagstæðasta skipan sé fundin, svo framarlega sem nokkur slík er til. 3) Innbyrðis samband ýmissa þátta í rekstrinum kann að gera ó- kleift að finna hagstæðasta form með öðrum hætti en þeim, sem 0. R. að- ferðir beita. 4) Tillit er tekið til líkinda og ó- vissu, þar sem það á við. 5) 0. R. aðferðir gera kleift og gera reyndar kröfu til þess, að vanda- mál sé leyst með tilliti til heildar, en ekki bara hvers einstaks þáttar. 6) Tilgangur 0. R. athugana er að aðstoða stjórnendur við að marka stefnur, gera áætlanir eða ákveða rekstrarskipan vísindalega. Eg ætla mér ekki þá dul að lýsa greininni til hlítar. Það verður ekki gert á svo skömmum tíma, sem hér er til umráða. Hins vegar vil ég leit- ast við að draga fram megineinkenni greinarinnar í fáeinum orðum og skýra mál mitt nánar með dæmum. Birgðahalds- og mnkaupavandaxnál Líkanið, sem gert er af viðfangs- efninu, getur stundum verið mjög einfalt, en varpar þó nýju Ijósi á vandamálið, sem við er fengizt, eða e. t. v. réttara sagt segir skilmerki- lega til um, hvert samband er ráð- andi milli þeirra liða, sem um er að ræða. í einfaldasta birgðahaldi eru aðeins tveir kostnaðarliðir, sem taka verður tillit til. I fyrsta lagi er kostn- aður af því að liggja með birgðir (vextir af fjármagni bundnu í birgð- um o. s. frv.). I öðru lagi er kostn- aður við að kaupa inn vöruna eða fá hana senda. Spurningin er, hve mikið á að kaupa inn hverju sinni eða hve oft á að gera innkaup, svo að kostnaður af birgðahaldi og innkaup- um sé sem minnstur. Þetta er einfalt líkan, sem margir kannast við. Lík- anið er langtum eldra en greinin 0. R. Tillag 0. R. til þessarar gerðar vandamála er að útvíkka þetta líkan svo, að tillit sé tekið til fleiri ogflókn- ari sambanda, sem hér skipta máli. Þannig er tekið tillit til óvissu varð- andi eftirspurn eftir vörunni og hve mikið það kann að kosta fyrirtækið að missa af kaupanda, þegar vara er ekki fyrir hendi, að láta senda eftir fáeinum eintökum, þegar það er kleift og eins og stendur á. Ein grein 0. R. fæst eingöngu við þessar gerð- ir vandamála, og satt bezt að segja geta líkönin orðið æði flókin. Þetta kemur þó ekki að sök, svo framarlega sem þau rúmast í tölvu. Ég vil vekja athygli á því, að litið er á heildarkostnað kerfisins, þ. e. a. s. fundinn lægsti kostnaður af mörg- um liðum. Unnt hefði verið að kom- ast hjá því að hafa nokkurn birgða- kostnað með því að liggja ekki með neinar birgðir, en þá hefði innkaupa- kostnaður orðið mjög hár. Eins vrði innkaupakostnaður lægstur, ef ekki væri keypt inn nema einu sinni, en þá yrði birgðakostnaður mjög hár. IÐNAÐARMÁL 77

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.