Iðnaðarmál - 01.06.1967, Síða 11

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Síða 11
Mannafli til framleiðslu á' einni einingu ef vörutegund no. 1 X Fjöldi eininga framleiddur af tegund 1 + (sama fyrir tegund 2) X (sama fyrir tegund 2) + (sama fyrir tegund 3) X (sama fyrir tegund 3) = (mannafli notaður) + mannafli ekki notaður = mannafli fyrir hendi. Tími notaður til framleiðslu einingar af tegund 1 á vél A X Fjöldi eininga framleiddur af tegund 1 + (sama fyrir tegund 2) + (sama fyrir tegund 3) = stundir notaðar á vél A vél A. X (sama fyrir tegund 2) X (sama fyrir tegund 3) stundir fyrir hendi -r- stundir ekki notuð Hráefni af gerð 1 í tegund vöru 1 X (fjöldi tegund 1) + (sama fyrir tegund 2) X (fjöldi tegund 2) + (sama fyrir tegund 3) X (fjöldi tegund 3) = notað efni af gerð 1. Eins má gera fyrir hráefni af gerð 2, 3 o. s. frv. og vélar B, C o. s. frv. Hér er kominn sá rammi, sem lausnin veröur að liggja innan. Þá er að finna stærsta gildi fyrir heildarhagnaðinn, en hann er (hagn. teg. 1) X (fjöldi teg. 1) + (hagn. teg. 2) X (fjöldi teg. 2) + (hagn. teg. 3) X (fjöldi teg. 3). því að nýting hverrar deildar getur ekki farið fram úr 100%. Hagnaður yrði 300 X A + 250 X B. Nú þarf að finna þær tölur A og B, þ. e. a. s. magn framleiöslu á elda- vélum og magnið af ísskápum, sem gefur mestan hagnað. Með stærð- fræðilegum aðferðum, sem varla er tilefni til að rekja hér, má finna, að hagnaður verður mestur, ef fram- leiddar eru 2037 eldavélar og 648 ís- skápar. I því tilviki eru deildirnar 1 og 2, þ. e. a. s. blikksmiðjan og rafsmiÖjan, fullnýttar, en hvorki samsetningarverkstæðið fyrir elda- vélar né ísskápa. Nú gæti verið, að stjórn fyrirtæk- isins vissi, að markaðir væru þannig, að ógerlegt væri að selja nema 1800 eldavélar, en hins vegar mætti að öll- um líkindum selja fleiri ísskápa en þessa 648. Tillit mætti taka til þessa í líkan- inu, og yrðu hagstæðustu rekstrar- hlutföll þá önnur en að framan er getið, en þau yrðu fundin með sama hætti. Nú hefur einungis bætzt við það skilyrði, að A ^ 1800. Þetta dæmi var mjög einfalt, enda einungis rakið til þess að skýra hugs- anaganginn. Það gefur auga leið, að verkefnið verður erfiðara viðfangs, ef framleiðsluþættirnir eru fleiri, ef flóknari sambönd eru ráðandi um nýtingu eða ef framleiddar vöruteg- undir eru fleiri. í stað deilda í þessu dæmi gæti verið um að ræða vélarnar 1, 2, 3 og 4. Á sama hátt gæti í öðru tilviki veriö um mannafla að ræða sem fyrsta framleiðsluþátt, einhverj ar vél- ar sem framleiðsluþætti 3 og 4 og t. d. efni sem framleiÖsluþátt 2. Meginhugsunin er sú, að út úr þeim ramma, sem framleiðsluþætt- irnir mynda — hvort sem þeir eru deildir, efni, mannafli, vélar eða fjár- magn, — verði ekki komizt, eða m. ö. o. að innan þessara marka beri að finna beztu nýtingu. Skýra má líkan-hugsunina nokkru nánar á eftirfarandi hátt: Ég hef talað um flóknari sambönd í framleiðslunni og mismunandi framleiðsluaðferðir. Ég ætla ekki að þreyta áheyrendur með mjög erfið- um lýsingum af þess konar vanda- málum, en vil þó gefa nokkra tilvísun um, hvernig þessu getur verið hátt- að. Fyrirtæki eða deild í því gæti verið þannig, að í þeim væru tvær gerðir af vélum, segjum hausunar- vélar og flökunarvélar, svo að eitt- hvað sé nefnt. I iðjuverinu gætu t. d. verið tvær hausunarvélar og 3 flökunarvélar. Vélarnar hafa mismunandi afköst og eru mis-kostnaðarsamar. Nú er fiskur unninn misjafnlega eftir gæðum eða hvert á að selja hann. Segjum, að við höfum 3 gerð- ir af fullunninni vöru. Gerð 1 má hausa í hverri sem er af hausunar- vélunum og flaka á hverja sem er af flökunarvélunum. Gerð 2 má hausa á hverja sem er af hausunarvélunum, en einungis ein af flökunarvélunum flakar nógu vel til þess, að nothæft sé, t. d. flökunarvél nr. 1 (eða sú við gluggann, ef þið kjósið frekar að auðkenna hana þannig). Á hinn bóg- inn verður að vinna gerð 3 af fiski á hausunarvél nr. 2, en þá gerð má flaka í hvaða flökunarvél sem verða vill. Hvað á að hausa eða flaka á hverja vél og hve mikið af hverri tegund, þannig að nýting sé sem bezt, hagn- aður sem mestur eða framleiÖslu- kostnaður lægstur? Þetta verkefnimá leysa, þótt vörutegundir séu 10 eða 100, vélagerðir t. d. 5 eða 10 eða 20 og fjöldi mismunandi véla af hverri gerð, 6, 8 eða hvað sem verða vill innan skynsamlegra marka. Nú gæti komið til greina að fjölga t. d. hausunarvélum um eina eða skipta á gamalli og nýrri. Þá má í þessu líkani sjá, hver áhrif það hefði á nýtingu annarra véla og heildaraf- köst og heildarafkomu fyrirtækisins. Slíkt hlýtur að vera sannastur mæli- kvarði á arðsemi fj árfestingarinnar. Lika gæti veriö um það að ræða að IÐNAÐARMÁL 81

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.