Iðnaðarmál - 01.06.1967, Síða 14
mjög breytilegt er, hve þétt einingar
koma til þess að fá þjónustu innta
af hendi. Suma daga koma e. t. v. tíu
sinnum fleiri á klst. en venjulega.
Þetta gerir vandann enn meiri, því
að meðalgildi segja ekki nema lítið
brot af sannleikanum. Það er ekki
hægt að leysa vandann réttilega með
því að notast við meðalgildi. Það
verður að athuga, hvernig kerfið
hagar sér í öllum tilvikum. M. ö. o.
það verður að taka tillit til dreifing-
arkomutíðninnar.
Af því að hafnir og skip eru svo
ofarlega í hugum íslendinga, ætla ég
að segja hér stuttlega frá biðvanda-
máli, sem varðar hafnargerð og leyst
hefur verið með 0. R. aðferðum.
í ljós hafði komið í ákveðinni
höfn í Frakklandi, sem námufélag
eitt rak, að biðtími skipa í höfn var
mikill og hafði í för með sér lélega
nýtingu skipanna. Kom nú til álita,
hvernig úr þessum vanda skyldi
leysa. Fyrirtækið fól 0. R. mönnum
að athuga, hvaða affermingaraðferð-
ir hefðu minnstan kostnað í för með
sér, þar sem kostnaður var skil-
greindur þannig:
1) Kostnaður vegna afskrifta og
rekstrar löndunartækj a.
2) Launakostnaður hafnarverka-
manna.
3) Flutningsgjöld, þegar tillit er
tekið til tafa vegna lélegrar af-
greiðslu og biðtíma, eða hins
vegar til sparnaðar vegna
fljótrar afgreiðslu.
Til greina kom að reisa tvær gerð-
ir löndunartækja, annars vegar tæki,
sem afköstuðu 4000 tonnum áklukku-
stund, og hins vegar tæki, sem af-
köstuðu 6000 tonnum á klukkustund.
Varðandi mannafla kom til greina að
hafa 3 vaktir, sem ynnu þá samtals
allan sólarhringinn, 28 tíma vaktir
eða jafnvel eina vakt. Þá kom til
greina, hvort vinna skyldi á helgi-
dögum eða ekki. Auðvitað var tekið
tillit til þess, að mismunandi vinnu-
taxtar giltu eftir því, hvernig unnið
væri — eftirvinnu, nætur- og helgi-
dagavinnu, og vaktavinnutaxtar. Hve
lengi skip tefst í höfn, er komið und-
ir stærð farmsins, hve fljótt afferm-
ing gengur fyrir sig og hve mörg
skip eru fyrir í höfninni. Komutími
skipa er einnig mjög óreglulegur, og
eru skipakomur tíðari á sumrum en
vetrum. Málið var nú brotið til
mergjar, sett upp í stærðfræðilega
líkingu og leyst.
Þótt niðurstaðan kunni að skipta
okkur litlu máli, má geta þess, að í
ljós kom, að 4000 tonna löndunar-
tækin voru hagstæðari, ef löndunar-
magn fór ekki fram úr 5 millj. tonna.
Ef löndunarmagn var rétt um 5 millj.
tonna, var lítill munur á arðsemi
löndunartækjanna, en 6000 tonna
löndunartækin voru arðbærari, ef
löndunarmagnið var hærra. Tvær
vaktir voru hagstæðastar án tillits til
þess, hvað löndunartæki voru valin,
ef fjöldi skipa var minni en 25, 3
vakta kerfið varð hagstæðast íyrir
meiri fjölda skipa. Ef 4000 tonna
löndunartækin eru valin, er hagstæð-
ast að auka vaktir úr tveim í 3, þegar
árlegt flutningsmagn nær 4,3 millj.
tonna, en séu valin 6000 tonna lönd-
unartækin, verður aukningin um eina
vakt arðbær, þegar árlegt magn, sem
um höfnina fer, nær 6 millj. tonna.
Ef þessa væri ekki gætt og flutnings-
magn næði 6 millj. tonna, mundi tap
nema 46 millj. franka á ári, ef notuð
væri 4000 tonna löndunartæki, eða
52 millj. franka, ef löndunartækin
væru af gerðinni 6000 tonn.
Með tilliti til þessa var ákveðið að
setja upp 6000 tonna tækin eftir fá-
ein ár, vinna fyrst í tveim vöktum,
en auka vaktirnar í þrjár, þegar því
marki væri náð, að það yrði hag-
stæðara, þ. e. a. s. yfir 4 millj. tonna
flutningar.
Þessi athugun gerði fyrirtækinu
kleift að sjá nákvæmlega, hvemig
málum væri háttað og hvaða verð-
Framh. á 108. bls.
84
IÐNAÐARMÁL