Iðnaðarmál - 01.06.1967, Side 15

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Side 15
Léttir málmar og sölt úr sjjö Eftir Baldur Líndal, efnaverkfrœðing BALDUR LÍNDAL er fæddur 17. ágúst 1918 á Lækjamóti í Víðidal, V.-Hún., sonur Jakobs H. Líndals bónda og jarðfræðings þar. Hann lauk stúdentsprúfi á Akureyri 1939 og prófi í efnaverkfræði frá Massachussets Institute of Technology í Cambridge, Mass., U. S. A., 1949. Hann hefur um 20 ára skeið unnið að rannsóknum varðandi nýtingu jarðgufu í sambandi við iðnað, m. a. vinnslu salts og fleiri efna úr sjó og vinnslu brennisteins. Hann átti frumkvæði að rannsóknum og áætlunum varðandi vinnslu kís- ilgúrs við Mývatn, sem nú er orðin veruleiki, gerði fyrstu áætlanir og var ráðgjafi við framkvæmdir þar. Hann hefur einnig annast rannsóknir og gert áætlanir varðandi annan orkufrekan iðnað. TAFLA I Efnamagn og verðgildi efna í 100 tonnum af sjó Þungi í kg Verðmæti í kr. Natríum sem salt 2680 2260 Magnesíum sem magnesíumoxíð . 211 720 Magnesíum sem málmur 127 3100 Brennisteinn sem natríumsúlfat . 392 450 Kalíum sem kalíumklóríð 72 140 Bróm sem brómvökvi 6,5 131 Kalsíum sem kalsíumoxíð 56 56 Bór sem bórax 2,6 8 Strontíum sem strontíum-súlfat . 2,7 7 o. s. frv. Fyrir rúmu ári tók RannsóknaráÖ ríkisins sér fyrir hendur að beita sér fyrir rannsóknum varðandi sjóefna- vinnslu hér á landi. Var fyrst gert heildaryfirlit um þessi mál og síðar samin álitsgerð um einn lið þess, sem var saltvinnsla. Þar sem ég hef verið mikið við þetta riðinn og finnst málið vænlegt til góðs árangurs, mun ég skýra nokkuð frá þessu hér. Orðið sjóefnavinnsla hefur verið notað hér sem samnafn um ýmiss konar vinnslu, sem byggist á hinum uppleystu efnum í sjónum. Sjórinn er mun ríkari af þessum uppleystu efn- um en flest okkar gera sér ljóst, og reynslan sýnir, að vinnsla margra þeirra beint úr sjónum er fyllilega hagkvæm. Þar má benda á magnes- íum-málm og magnesíumoxíð, bróm og ekki sízt salt, enda er af því leidd- ur heill bálkur afar mikilvægra efna. Loks má ekki gleyma fersku vatni, sem unnið er úr sjó í seinni tíð, enda þótt ég muni ekki dvelja við þá hlið málsins hér. Þessu til skýringar skal hér birt tafla um magn efnanna í 100 tonnum af sjó ásamt verðmæti þeirra. Samanlagt nemur þetta 4—6000 kr. í hverjum 100 tonnum af sjó. Fyrir skemmstu var samanlögð heimsframleiðsla úr uppleystum efn- um úr sjó talin nema ríflega 8000 milljónum kr. á ári og skiptist þann- ig; TAFLA II Heimsframleiðsla efna úr sjó Magnesíum......... 4300 millj. kr. Salt ............. 1550 — — Magnesíum-efnasamb. 1300 — — Bróm ............. 1000 — — Auk þess, sem getið er í töflu II, eru svo efni, sem framleidd eru í smærri stíl. Einnig skal vakin athygli á því, að efni, sem leidd eru af sjó- salli, eru ekki tekin með hér. Bandaríkin munu framleiða um 70% alls þess, sem getið er í töflunni. Sú framleiðsla, sem nú fer fram á þessu sviði, er að langmestu leyti ný- tilkomin. Þannig má gera ráð fyrir, að þessi framleiðsla úr sjó hafi tí- faldazt á síðastliðnum 30 árum og að sú hraða aukning muni halda á- fram. Nú sem stendur eru það eink- IÐNAÐARMÁL 85

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.