Iðnaðarmál - 01.06.1967, Page 19

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Page 19
Jákvœð hvatning. reynast neitt betur en hinir, sem fyrir eru. Þessu aðgerðaleysi fylgir einnig samúð. Framkvæmdastjórar sölu- starfseminnar eru haldnir þeirri barnalegu trú, að sérhver maður óski þess raunar, innst inni, að gera sitt bezta, meti af heilum hug sérhverja tilraun til að hjálpa honum að bæta sig og grípi sérhvert tækifæri til slíks. Afleiðingin er sú, að því er hinn vel þekkti söluþjálfari J. Douglas Edwards skýrir frá, að forstöðumenn sölustarfseminnar eyða allt að 60% af tíma sínum í að endurhæfa eða þjálfa þá, sem eru undir meðallagi — menn, sem samkvæmt eðli sínu eru óhæfir. Þetta gera þeir, í stað þess að leggja alúð við hina snjöllu og dugmiklu meðal sölumannanna — þá, sem gæddir eru hæfileikum til að taka framförum og þroska. Margir forstöðumenn snúa sér til eiginkvenna sölumannanna í því trausti, að þær geti beitt áhrifum sín- um til að hvetja menn sína til dáða. Er þá gert ráð fyrir, að þær hafi veruleg áhrif á dugnað og árvekni eiginmanna sinna við starfið. Margar söluherferðir hafa verið byggðar á þessum grunni. Þetta er mjög lofsverð kenning, en hefur sjaldan verið prófuð af ná- kvæmni. Og þegar það hefur verið gert, eins og nú nýlega, reyndust á- hrif eiginkvennanna ekki mikilvægur þáttur. Þeim þykir að vísu gaman að fara gegnum verðlistann og vöru- skrána eða skipuleggja ferðalagið, en þær líta á það sem aukaþátt í eðlilegu starfi eiginmannsins, fremur en leið að háu markmiði, er stöðugt heri að hvetja til að ná. Fimm grundvallaratriði eru nauð- synleg, ef söluliðið á að vera staðfast, afkastamikið og ánægt. í fyrsta lagi verður að velja rétta fólkið og skipa því til starfa á við- eigandi hátt. Ef sölumennirnir eru óhæfir í eðli sínu, getur engin teg- und hvatningar gert þá afkastamikla. I öðru lagi verður að þjálfa þá. Án þjálfunar geta þeir aldrei náð fullum afköstum, hversu mikið sem þeir eru hvatlir og örvaðir til dáða. I þriðja lagi verður að veita þeim sómasamleg kjör. Ef manninum er illa borgað, hlýtur það að hafa nei- kvæð áhrif á starfsáhuga hans. I fjórða lagi verður að meta af- köst hans með ákveðnu millibili. Annars er ógerlegt að fá vitneskju Seldu ... um, hve vel honum gengur eða hvers konar hvatningar hann þarfnast. I fimmta lagi verður hann að búa við góða yfirstjórn, því að það er einmitt á því sviði, sem greina verður hvatningaþarfir hans og uppfylla þær af lipurð og hagsýni. Grundvallarhvöt sölumannsins Hvatningin sjálf er langt frá því að vera einföld. I fyrsta lagi eru þarfir sérhvers manns og markmið hans í lífinu einstaklingsbundin. Sumir sækjast eftir peningum, pen- inganna vegna, aðrir vegna þess, sem peningarnir geta veitt þeim. Margir þarfnast stöðu í lífinu, viðurkenn- ingar og frama. Sumir þrá mátt og vald. Aðrir eru keppnismenn að eðl- isfari: þeir verða að sigra. Fyrir mörgum er það mikilvægt að ávinna sér viðurkenningu og hylli yfirboð- ara sinna og halda henni. Sumir eru forvitnir að eðlisfari. Þeim þykir gaman að rannsaka hlutina og kynn- ast þeim. Þá hafa nokkrir sterka þrá til að þjóna og hjálpa öðrum. En það, sem tekur til allra — þótt það sé sjaldan rætt opinberlega — er þörfin fyrir öryggi, traust og fram- tíð, sem ekki er háð óvissu. Ötti um framtíðina er almennur. Slyngur yfirmaður skynjar eða getur sér oft til um einstaklingsþarfir og hvatir manna sinna og kemur fram við hvern og einn samkvæmt því. En honum er ljóst, að það er enginn einstakur orkugjafi, sem hef- ur sömu örvunaráhrif á gjörðir hvers einstaklings. Mönnum skjátlast, þegar þeir gera ráð fyrir, að peningar séu allsherjar hvati, því að það er staðreynd, að áhrifamáttur þeirra minnkar mjög hraðfara, eftir að tekjur manns nálg- ast það mark, sem nauðsynlegt er til að viðhalda þeim lífskjörum, sem hann telur sómasamleg. Allt upp að því marki, þar sem hann getur haldið viðunandi lífs- kjörum, eru þarfir hans nægilega miklar til að knýja hann áfram til þeirrar sívaxandi áreynslu, sem nauð- synleg er til að afla meiri launa. En þegar viðunandi tekjumarki hefur verið náð, dofnar þessi hvati. Þetta gildir jafnvel, þar sem mögu- leikarnir á viðbótartekjum eru næst- um ótakmarkaðir. I flestum söluhvataáætlunum er lögð áherzla á hagnaðinn. Það má líkja þeim við bita af ilmandi „Hóls- fjallahangiketi“, sem dinglað er fyrir framan nefið á sölumönnunum. Það, ... annars IÐNAÐARMÁL 89

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.