Iðnaðarmál - 01.06.1967, Side 20

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Side 20
sem mest er notað, einfaldast og ár- angursríkast, eru umboðs- eða sölu- laun í einni eða annarri mynd. í nánum tengslum við þau eru söluher- ferðir, keppni og verðlaun, þ. á m. ferðalög og ýmsir verðmætir gripir. Aðrir hvatar eru fólgnir í aðgangi að félagsskap, er veitir ýmis hlunn- indi eða einkennist af ákveðinni þjóðfélagsstöðu eða frama og ýms- um öðrum viðurkenningum. Verðlaun hafa óneitanlega hvetj- andi gildi. í þeim er fólgin hin venju- lega örvun til athafna, ekki aðeins í sölustarfi, heldur og í hvers konar starfsemi launþeganna. Launþegar, sem fá laun eftir af- köstum, hvort heldur við sölumennsk- una eða í sjálfri verksmiðjunni, eru ávallt afkastameiri en hinir, sem eru á föstum launum. Samkvæmt rann- sókn, sem nýlega fór fram á afköst- um sölumannaþungavinnuvéla,höfðu sölumenn á föstum launum að meðal- tali 135.000 dali á ári, en hinir, sem tóku laun eftir afköstum, höfðu að meðaltali 253.000 dali á ári. Engu að síður eru jafnvel hinir girnileg- ustu launahvatar takmörkum háðir í áhrifamætti sínum á afköst manna. Hvernig nota skal launahvata í flestum sölufyrirtækj um í dag er það hlutverk, sem launahvötunum er ætlað, óraunhæft. Það er ætlazt til, að þeir magni og örvi illa valið og lélega þjálfað lið, agalausan hóp sinnulausra og sljórra manna og kvenna undir lélegri stjórn. Það er ætlazt til, að þeir breyti músum í tígrisdýr. Að fá meiri afköst hjá ýmsum sölu- fyrirtækjum má líkja við það að velta þungum steini upp fjallshlíð. Á sama andartaki og hætt er að ýta upp á við, byrjar steinninn að velta niður aftur, og allt, sem áunnizt hef- ur, glatast. Þannig er það endalaust puð að örva meiri hluta sölumanna til athafna. Hin jákvæða hvatning hefur fyrst og fremst áhrif á um 60%, eða „mið- hluta“ söluliðsins. Um 20%, eða „toppliðið“, þarfnast yfirleitt ekki ... endalaust strit. hvatningar, en önnur 20%,eða „botn- liðið“, er að mestu leyti vonlaust. Hvernig er þá bezt að örva mið- hlutann til aukinna afkasta? Til þess verður auðvitað að beita öllum til- tækum ráðum til hvatningar. Þar sem nægilega slyng yfirstjórn er ríkjandi, má bæta við hina venju- legu hvata á einstaklingsvísu, með því að gefa mönnum kost á að full- nægja öðrum þörfum, svo sem varð- andi þj óðfélagsstöðu, álit, frama, tækifæri til hækkunar í tign, náms- löngun, þjónustulöngun eða óskina að bregðast ekki vonum yfirboðar- anna. Það er kaldhæðnislegt, að sá ein- staki hvati, sem er næstum algjörlega vanræktur, er einmitt hinn öflugasti: hin almenna þörf hvers einstaklings fyrir öryggi. Fáir aðrir en þeir, sem muna kreppuna miklu, tala um öryggi. Margir gera sér jafnvel ekki grein fyrir mikilvægi þess. Samt eru áhrif þess gagnger. Þar er t. d. að finna grundvallarástæðuna fyrir verkalýðs- samtökunum og velferðarþjóðfélag- inu. Hnossgætið og svipan Ef örva skal þannig söluliðið til hámarks afkasta, verður svipan að fylgja hnossgætinu — eins og stöðug ógnun um stöðumissi, ef ekki er vel unnið. Starfshvatningin verður að vera tvíhliða, ef hún á að hrífa. Hún verður að hafa aðdráttarafl, þ. e. hnossgætið, sem í boði er, ásamt framhrindingarafli — svipunni — öryggisleysinu, er bíður þeirra, sem ekki duga. Tæknin, sem notuð er í áætluðu öryggisleysi, er einföld. í samvinnu við yfirmann sinn ákveður sérhver maður sjálfum sér markmið eða af- kastamark fyrir ákveðið tímabil — þrjá mánuði, sex mánuði eða eitt- hvað slíkt. Af því leiðir ekki aðeins það, að nákvæm skráning er gerð á afköstum hans, heldur eru aðrar hlið- ar athafna hans athugaðar, svo sem hvernig hann notar tímann, hvernig hann semur sig að stefnu fyrirtækis- ins, hvernig viðskiptavinum hans fell- ur við hann, hvernig hann kemur fram gagnvart yfirmönnum sínum og viðleitni hans til að hæta sig, og eru þessi atriði reglulega og rækilega metin af yfirmönnum hans. Ef söluafköst hans reynast vera undir hinu setta markmiði, athafnir hans að jafnaði ófullnægjandi og til- raunir yfhmanna hans, honum til hjálpar. reynast greinilega árangurs- lausar, þá er hann settur á reynslu- tíma. Sá tími getur verið nokkrir mánuðir og allt upp í eitt ár. Sýni maðurinn engar verulegar framfarir á þessum tíma, er honum sagt upp starfi. Vera má, að hann eigi konu og fimm börn eða hann hafi starfað hjá fyrirtækinu í þrjátíu ár. Ef hann hvorki getur né vill bæta sig svo, að hann uppfylli hæfilegar kröfur eftir ríflegar aðvaranir og veitta lijálp, þá er hann óhæfur og dæmdur úr leik. Ráð sem dugar — uppsagnarmiðinn Margir framkvæmdastjórar munu mótmæla og segja, að slíkar aðferðir séu ómannúðlegar. Slíkir fram- kvæmdastjórar stæra sig oft af því, hve mannaskipti séu fátíð í söluliði þeirra: að meðaltali aðeins 2—5% á ári. í rauninni er þessi lága tala miklu oftar staðfesting á vanhæfni fram- kvæmdastjóranna — viðurkenning á því, að fyrirtækið sé fullt af ónytj- ungum, — að þar ríki vingjarnlegur slappleiki. Engum er sagt upp starfi, því að afkastakröfur framkvæmda- stjórans eru svo slakar, að jafnvel mestu silakeppirnir geta uppfyllt þær. Þar við bætist stundum, að þeir, sem Framh. á 103. bls. 90 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.