Iðnaðarmál - 01.06.1967, Side 22

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Side 22
ingarlega gildi, sem Norðurlanda- þjóðunum hefur tekizt að gæða iðn- aðarvörur sínar og listiðnað, skír- skotar til tilfinninga, sem virðast oft gleymast eða vera vanmetnar meðal risaþjóða. Það er sorgleg staðreynd, að alltof oft verður hið listræna utan- gátta í fjöldaframleiðslunni. Sú áherzla, sem Norðurlandaþjóð- irnar hafa lagt á hönnun (design) iðnaðarvöru sinnar, hefur skapað henni þá sérstöðu, sem að ofan grein- ir. Það verður nú með vissu sagt, að sú stefna eða hugsunargrundvöllur, sem skandinaviskir listiðnaðarmenn hafa byggt á, hafi staðið af sér þær byrjunarþrengingar, sem nýjar stíl- hreyfingar þurfa svo oft að ganga í gegnum. Það hefur tekizt að hindra, að nýjungar gengju út í öfgar og dæmdu sjálfar sig til skammlífis. Það verður ekki sagt að um neinar stökkbreytingar hafi verið að ræða, heldur hægfara þróun, þar sem sam- hengið við fortíðina er áþreifanlegt. Funktionalismi Samfara tæknibyltingu á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina skapast ný viðhorf í húsagerðalist og á öllum sviðum listiðnaðar, þar sem véltækn- inni verður við komið. Hópar ein- staklinga, er höfðu haft viðurværi sitt af heimilisþj ónustu, hverfa til iðnað- arframleiðslunnar og í verksmiðj- urnar, um leið og henni hefur vaxið fiskur um hrygg. Nýr hópur neyt- enda verður til, og heimilishald breyt- ist. Hús og innanstokksmunir, sem oft þjónuðu þeim tilgangi einum að hera þjóðfélagsstöðu og efnahag eigend- anna vitni, eru orðnir utanveltu og næstum því til trafala. Þegar vélar og verksmiðjur leysa handiðnaðarmenn af hólmi og veita inn á markaðinn vörum, sem áður urðu til undir umsjá iðnmeistara, er höfðu til að bera listagáfu og tækni- lega getu, er mönnum Ijós nauðsyn þess, að veita nýju lífi í formsköpun með tilliti til breyttra þjóðfélags- hátta. Vagga þessara nýju viðhorfa í byggingarlist og listiðnaði stóð í Þýzkalandi. Úr þessum jarðvegi þróast funk- tionalisminn. Hús og húsmunir fá svip sinn og yfirbragð fyrst og fremst 2. Stóll, Mies van der Rohe, 1927. 3. Fagus verksmiðjurnar, W. Gropius og A. Meyer, 1911. 4. „Sunnudagur", borgarastéttin nýtur lífsins, Georges Seurat, 1859—91. 5. Stóll, Alvar Aalto, 1935. 6. Borðstofuhúsgögn, C. Malmsten, 1958. 7. „Safaristóll", Kaare Klint, 1933. 8. Hnífapör úr stáli, Tias Eckoff, 1961. 92 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.