Iðnaðarmál - 01.06.1967, Blaðsíða 24
I Noregi hefur þróun þessara mála
oröið með nokkuð öðrum hætti og
næsta lítið að Norðmönnum kveðið
fyrr en eftir 1945.
Eftir að efnahagur þeirra batnar,
verður þó greinileg og ör þróun fram
á við, bæði á sviði listiðnaðar og
ekki síður í húsagerðarlist.
Norðmenn hafa nú haslað sér völl
sem framsæknir listiðnaðarmenn.
Þeir hafa fært sér í nyt þekkingu og
reynslu nágrannanna.
Stjórnvöld landsins hafa lagt á-
herzlu á að efla listiðnað og hönnun
iðnframleiðslu. I því sambandi má
benda á farandsýningar erlendis
(einkum í Austur-Evrópu) á vegum
norska utanríkisráðuneytisins, þar
sem sýndur hefur verið norskur list-
iðnaður og iðnhönnun (industrial
design).
10.
Þó að hér að framan hafi mest
verið rætt um húsgögn, er ekki síður
athyglisvert það, sem gerzt hefur á
öðrum sviðum listiðnaðar. Nægir í
því sambandi að benda á það blóma-
skeið, sem ríkir í finnskum listinaði
um þessar mundir. Það, sem einkum
einkennir finnskan listiðnað í dag, er,
hversu óhræddir Finnar eru að fara
nýjar leiðir í leit að tjáningarform-
um.
Listiðnaður og iðnhönnun á Islandi
Með tilliti til þess, liver áhugi og
skilningur ríkir á Norðurlöndum og
yfirleitt meðal iðnaðarþjóða fyrir
gildi þróaðs listiðnaðar, ekki ein-
göngu sem söluvöru, heldur ekki síð-
ur sem menningarlegu atriði, er ekki
úr vegi að skyggnast um og athuga,
hvar við erum stödd í þessum efnum.
Framan af er þróun iðnaðar á Is-
landi með svipuðum hætti og víðast
annars staðar. Náttúruhagir menn
voru fengnir til að gera nauðsynleg-
ustu hluti til heimilishalds og augna-
yndis.
Hér á landi gera menn frá fyrstu
tíð alls kyns ílát og tæki úr tré og þá
jafnan aðeins einn hlut með sama
mynztri eða útskurði.
Askar, rokkar, rúmfjalir, kistur og
hlutir af slíku tagi voru oft merktir
eigendum sínum og báru auk þess
ýmis einkenni, er höfundurinn hafði
lagt sér til í samkeppni við aðra hag-
leiksmenn. Iðnaður á íslandi er með
sniði heimilisiðnaðar allt fram yfir
aldamót 1900, og í örfáum greinum
er um „hópvinnu“ að ræða fyrr en
eftir 1920.
Við nýsköpun þjóðfélagshátta,
9. Glerkrukka, Timo
Sarpaneva.
10. Sóldþrykk, Maija Isola.
11. Askur, spónn og sýru-
kanna (Þjóðm.safn íslands).
94
IÐNAÐARMÁI.