Iðnaðarmál - 01.06.1967, Blaðsíða 25

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Blaðsíða 25
með nýjum vinnuaðferðum og stór- virkari framleiðslutækjum en áður þekktust, rofnar samhengið milli hins nýja og gamla tíma. Tengiliðurinn við fortíðina er of- ur veikur og freisting til eftiröpunar þeirra, er lengra voru komnir, nær- tæk. I niðurlagsorðum greinar um hús- gagnasmíðar á Islandi í Iðnsögu Is- lands segir Guðmundur Finnbogason m. a.: „Stíll á húsgögnum hefur að mestu leyti verið eftir útlendum fyr- irmyndum, er iðnaðarmenn hafa fengið úr iðnritum og á ferðum sín- um erlendis.—“ Þó að Iðnsaga Islands sé rituð fyr- ir 25 árum, á þetta í mörgum tilfell- um við enn í dag og um fleiri grein- ar iðnaðar en húsgagnagerð. Þrátt fyrir mikinn vöxt og tæknilegar fram- farir í iðnaði hér síðustu áratugi hef- ur verið furðuhljótt urri ýmsan list- iðnað, og sjaldan heyrist talað um nauðsyn þess að leggja áherzlu á iðn- hönnun. Húsgögn Af þeim iðngreinum, er fallið gætu undir listiðnað, hefur einna mest kveðið að húsgagnagerð. Á sviði húsgagnagerðar hafa und- anfarin ár orðið stórstígar framfarir í tæknilegum efnum. Margar hús- gagnaverksmiðjur hér standa nú um vélakost fyllilega jafnfætis því, sem bezt gerist í Evrópu. Engu að síður er margt, sem betur mætti fara, og þá sérstaklega hönnun húsgagna. Kaupmönnum og framleiðendum er tíðrætt um bætt vörugæði, aukið vöruval og framfarir. Það getur ekki talizt nema skiljanlegt, að hverjum finnist sinn fugl fagur, og varla gæti það talist góð kaupmennska að við- urkenna, að í harðri samkeppni við innflutt húsgögn og vegna hárra hrá- efnatolla virðistframleiðandinn verða að láta mismuninn koma niður á list- rænu eða fagurfræðilegu gildi hlutar- ins. Engu er hægt að eyða í hönnun eða endurbætur á framleiðsluvörunni. Kaupmaðurinn, sem hins vegar flytur inn tilbúna vöru, verður að láta sér nægja vöru, sem er í meðallagi um gæði og verð, þar eða fyrsta flokks húsgögn erlend yrðu svo dýr í inn- flutningi með aðflutningsgjöldum og 90% tolli og álagningu, að örfáir gætu keypt. 12. Stóll, Halldór Hjálmarsson. 13. Lár, (Þjóðm.safn íslands). 14. Stóll, Gunnar Magnússon. IÐNAÐARMAL 95

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.