Iðnaðarmál - 01.06.1967, Síða 27
Vejnaður
Hér á landi hefur lengi verið blóm-
legur ullariðnaður. Vefnaður gólf-
teppa, gluggatjalda og húsgagna-
áklæða gæti án efa fullnægt þörfum
þjóðarinnar. Fullyrða má, að hráefni
okkar sé samkeppnisfært við erlend
og að ending vörunnar standist fylli-
lega samanburð við sambærilegar
innfluttar vörutegundir. Þeim mun
átakanlegra er það, að oft og einatt
verður hin erlenda vara fyrir valinu,
af þeirri ástæðu einni, að litameð-
ferð viröist mjög handahófs- ef ekki
tilviljanakennd í framleiðslu okkar.
Það hlýtur þó að vera framleiðend-
um okkar innanhandar að leita ráð-
legginga hjá til þess hæfum aðilum,
áður en band er litaÖ fyrir ákveðin
mynstur. Þessi „litblinda“ er þeim
mun óskiljanlegri sem til eru gamlir
og nýir handofnir hlutir, þar sem lita-
skyninu hnikar hvergi. Við eigum
margar framúrskarandi listvefnaðar-
konur, og væri ánægjulegt, ef áhrifa
þeirra mætti einnig gæta í verk-
smiðjuvefnaði.
Batik
Onnur aðferð til litunar efna er
batik. Þessi litunaraðferð er ekki ó-
kunn hér þrátt fyrir að hún á upp-
runa sinn í fjarlægu heimshorni.
Tækni sú eða vinnu aðferð sem beitt
er við batiklitun er all flókin og ger-
ir strangar kröfur til þeirra er við
hana fást. Hér á landi hefur batik
einkum verið notuð til skreytinga
húsa og híbýla.
Sáldþrykk (stoftrykk)
Þó að undarlegt megi virðast, hef-
ur litun á ofna dúka ekki náð veru-
legri fótfestu hér þrátt fyrir það að
hér er um tiltölulega viðráðanlegan
litaiðnaö að ræða frá tæknilegu sjón-
armiði. Sáldþrykk hefur á seinni ár-
um hrósað sigri í tízkuheiminum, ef
svo má að orði komast. Nægir í því
sambandi að nefna kjólaefni frá
Marimekko-verksmiðjunum í Finn-
landi. I sambandi við sáldþrykk sker
þáttur þess. er hannar mynztrin og
velur liti, úr um árangurinn, og má
segja, að það séu fyrst og fremst
22.
22. Sáldþrykk, Ástmar
Ólafsson.
23. Samfelluhnappur úr
silfri, ca. 1800
(ÞjóSminjasafn).
IÐNAÐARMÁL
97