Iðnaðarmál - 01.06.1967, Qupperneq 29

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Qupperneq 29
27. Lcítlampi, Jón Ólafsson og Pétur B. Lútersson (Stálumbúðir). 28 og 29. ..Útflutningsumbúðir". ir sýningu bóka. Meðal þeirra voru bækur frá Norðurlöndum, Þýzka- landi og Sviss. Þessi sýning gaf skemmtilegan samanburð og færði okkur heim sanninn um það, að við getum töluvert lært í þessum efnum. Af öðrum iðngreinum, sem vænta má, að ryðji sér til rúms í stærra mæli en hingað til og sem hljóta að eiga framtíð sína að verulegu leyti undir velheppnaðri hönnun, mætti t. d. nefna alls konar plastiðnað, um- búðaiðnað, rafvéla- og raflampagerð, málmsteypur alls konar, og svo mætti lengi telja. Draumurinn um úlflutning list- iðnaðarvöru Frá fyrstu tíð virðist það hafa ver- ið draumur hvers Islendings að geta sér frama erlendis. Það var ekki óal- gengt, að garpar, er hírðust hér heima og þóttust yfir almenn fjósa- verk hafnir, gerðust hinir mestu ber- serkir og sigurherrar, er þeir fóru til útlanda með sverð í hendi. Mönnum gleymist oft að erja sinn heimaakur, áður en haldið er í víking. Það er að verða gamalt umræðu- efni, að Islendingar eigi eins og aðr- ar Norðurlandaþjóðir að hefja út- flutning listiðnaðarvöru. Þetta er vissulega markmið, sem stefna ber að og nauðsyn þess að búa íslenzkan iðnað undir samkeppni á stærri markaði en verið hefur hingað til er nú orðin óumflýjanleg staðreynd. Sá tími, er íslenzkur iðnaður hefur til samlögunar, kann meira að segja að reynast styttri en menn órar fyrir í dag. Það er Ijóst, að þátttaka okkar í hinum stóru markaðsbandalögum er háð því, að framleiðsluvörum hlutað- eigandi landa verði opnaðir mögu- leikar á íslenzkum markaði til jafns við íslenzkar framleiðsluvörur. Það er vitað, að þá kynni iðnaður okkar sérstaklega að standa höllurn fæti. Hingað til hafa aðeins fáar tilraunir verið gerðar af okkar hálfu í sam- bandi við útflutning iðnaðar og list- iðnaðarvöru. Ekki skal fullyrt hér, hvort á hafi skort um undirbúning eða hvort óvæntir og ófyrirsjáanlegir erf- iðleikar hafa valdið því, að þau strandhögg, sem til hefur verið stofn- að, oft með töluverðu vopnaglamri, hafa, að því er virðist, koðnað niður. Þetta gefur hins vegar tilefni til efa- semda um það, að listiðnaður okkar IÐNAÐARMÁL 99

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.