Iðnaðarmál - 01.06.1967, Page 33

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Page 33
 J IlAM)li)NAMA\NAFKI.A(i. ^v:) sciii moIíwA \.ir árii') 1mj7, (il aí i'IIíi 111» styrkja .samliHdBÍ liaBdii'n.'iiH.niiiia, *a iil að kniiia Ujip duglcguni liaudlðBiiinilniiiiin a l'daudi. lidir linsií jðnr //< • O. ý"??//' V /< (S y's/ ■v á '< <//>/*■<./?( M/yss/í/'s/s/s ////„' ./ / með öIIiihi (iciiu réltl ua skjldum, scm lil cr ickinn 1 lúgum fMagsins. / Ilan(Iidaumunnafcltujiö • Il/yijut ih } / ■/. u /ýy/ t /tttt Ott. ■••■■“ s ■ t • • • •'< Þá hefur ritstj órninni einnig horizt ljósprent af sveinsprófi, sem er gefið út í Reykjavík 18. október 1865. Er þetta elzta sveinshréf, sem vitað er um. Birtist hér einnig mynd af því og allur texti þess. Jón Þorkelsson, timbursmiðs- sveinn, var sonur Þorkels Runólfsson- ar, Klemenzsonar, verzlunarmanns í Lækjarkoti í Reykjavík (nú Lækjar- gata 10). Sigríður systir Jóns var gift Þorkeli Bjarnasyni, presti á Reyni- völlum. Ljósmynd af sveinsbréfinu barst hingað til lands frá Páli M. Jónssyni Klemenz, syni Jóns, sem fór ásamt foreldrum sínum til Ameríku fyrir aldamót. Snikkarameistarnir, sem voru próf- dómarar, voru: Helgi Jónsson, faðir Helga Helgasonar tónskálds og Ein- ar Jónsson, sem nefndur var: Einar spillemand. Einar Jónsson var einn af stofnendum Iðnaðarmannafélagsins. St. B. Meiri saia - færri sölum... Framh. ai 90. bls. haldnir ótta og öryggisleysi og geta ekki fengið sig til að segja neinum upp. Slíkur rekstrarháttur er sjaldan gróðavænlegur. Sölukostnaðurinn verður óhóflegur og sambandið við viðskiptavini og almenning lélegt. Stundum gerist þetta, án þess að stjórnendur verði varir við hið bág- borna ástand, sem skapazt hefur. Oft færa framkvæmdastjórar þau rök fyrir aðgerðaleysinu, að upp- sagnir hafi slæm áhrif á siðferðið. Þessu er einmitt öfugt farið. Ef van- rækt er að hreinsa til í fyrirtækinu öðru hverju, hefur það miklu verri siðferðileg áhrif. Hinn duglegi og samvizkusami starfsmaður lítur í kringum sig og segir: „Hvers vegna ætti ég að leggja hart að mér? Aðrir gera það ekki.“ Hann getur aðeins hugsað sér tvær skýringar á slíku ástandi: Annað- hvort vita stjórnendur ekki, hvað gerist, eða hinir duglausu hafa ein- hvers konar tök á einhverjum af stjórnendum. Hvorug af þessum tilgátum er lík- leg til að efla traust á stjórnendum eða gott siðferði. í flestum tilfellum hendir slíkt ástand miklu fremur á veikleika, aðgerðaleysi og skort á einbeittum ákvörðunum meðal yfir- manna. Og þetta leiðir óhjákvæmi- lega af sér lélegt siðferði. Það er þess vegna, sem einstaka fráskilnað- ur hefur svo hressandi áhrif á sölu- liðið í heild. Ráðið til að koma hreyfingu á söluliðið er sem sé fólgið í því að ýta, engu síður en toga (og er þá gert ráð fyrir, að það sé vandlega valið, þjálfað, sómasamlega launað, vel metið og undir góðri stjórn). Áætlað öryggisleysi kann að virð- ast miskunnarlaust. En viðskipti verða ekki rekin af tillitssemi við þægindi starfsfólksins, ef þeim er ætlað að skila hagnaði og tryggja þannig öryggi starfsliðs, stjórnenda og eigenda. Aðeins með slíkum dáðríkum að- ferðum er hægt að byggja upp og viðhalda öflugu og framtakssömu sölufyrirtæki. Ur „Nations Business". — Þýð. J. Bj. Leiðréttíng I greininni um Þjórsárvirkjun hjá Búrfelli í 3.-4. tölublaði þessa ár- gangs, bls. 52, er nefnt, að bygging- arkostnaður virkjunarinnar sé áætl- aður nálega 1700 milljónir króna og með vaxtakostnaði um 2000 milljón- ir. Þessi vaxtakostnaður mun vera of ríflega áætlaður, og hefði síðari upp- hæðin heldur átt að vera 1850 millj. króna. í næstu málsgrein á sömu bls. þyk- ir rétt að skilgreina skýrar, hvern þátt hver þjóð á í þessu mannvirki. Síðasta setningin á að hljóða svo: Norðmenn gerðu líkön af virkjunar- möguleikum, bandarískt firma hann- aði verkið og hefur eftirlit með fram- kvæmdum, Danir, Svíar og íslend- ingar byggja það, hverfla, rafala og spenna gera Japanir, Frakkar gera lokur í göngum og fóðrun ganga, Finnar íbúðarhús væntanlegs starfs- fólks, og íslendingar borga að lokum brúsann með velviljaðri aðstoð Al- þjóðabankans í Washington. IÐNAÐARMAL 103

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.