Iðnaðarmál - 01.06.1967, Page 36
notkunar. Þetta á sérstaklega við
rannsóknastofnun landbúnaðarins,
fiskiðnaðarins og Hafrannsóknar-
stofnunina, þar sem verkefni þessara
stofnana fjalla að stórum hluta um
grundvallarvitneskju um hráefni við-
komandi atvinnuvega. Hins vegar
hafa rannsóknastofnanir iðnaðarins
og byggingariðnaðarins að stærri
hluta samningsbundin verkefni fyrir
ákveðna aðila eða fyrirtæki úr at-
vinnuvegum þeirra.
4. Síðustu tölur um útgjöld til
rannsóknamála í hundraðshluta af
þjóðarframleiðslu eru frá 1960, og
nema þau tæpum 0,5%. Þessi hlut-
fallstala er lægri en hjá öðrum Norð-
urlöndum. Stærsti hlutinn af útgjöld-
unum rennur til rannsóknastofnana
í þágu atvinnuveganna. Onnur rann-
sóknastarfsemi er aðallega á sviði
eðlisfræði og stærðfræði (Raunvís-
indastofnun Háskólans) og á sviði
■ siununnin
’iiuiniiuiiu
niunuuinn
! U H 1 11111111
jarðfræði (Jarðhitadeild Raforku-
málastjórnar og Náttúrufræðistofn-
unin).
Gleggstu áhrifin, sem rannsókna-
niðurstöður hafa haft á hagvöxtinn,
eru í sjávarútvegi og landbúnaði.
Sérstaklega hefur Hafrannsókna-
stofnunin aflað meiri vitneskju og
þekkingar um vöxt, hegðun og stað-
setningu einstakra fiskistofna, og hef-
ur þessi þekking leitt til meiri og ör-
uggari afla.
Skipulagsbygging atvinnulífsins
1. Hagstjórn (t. d. á sviði lána,
tolla og viðskiptamála) hefur örvað
til skipulagsbyggingar (struktur),
sem einkennist aðallega af smáum og
nokkrum meðalstórum fyrirtækjum.
2. Eigendur og stjórnendur fyrir-
tækj a eru að stórum hluta sj álf-
menntaðir menn (self made men),
sem hafa oft meiri áhuga á fram-
leiðslu en sölu og markaðsfærslu.
Gætir þeirrar tilhneigingar, að þeir
kjósi frekar að ná hámarki sjálfstæð-
is og stöðu í þjóðfélaginu með rekstri
fyrirtækis síns eða að viðhalda á-
kveðnum markaðshluta, heldur en að
keppa að sem mestum ágóða. Sjón-
deildarhringur þeirra fram á við er
stuttur, og má að einhverju leyti
skýra það með langvarandi verð-
bólgu.
3. Stjórnendur fyrirtækja hafa út
frá reynslu sinni almennt frekar ó-
virka afstöðu gagnvart rannsókna-
stofnunum og tækifærum, sem þar er
að finna til að nota sér þjónustu
þeirra. Ráðstöfun fjár til rannsókna-
og þróunarstarfsemi er þeim ótrygg-
ari fjárfesting en kaup á efniskennd-
um hlutum eins og vélum og bygg-
ingum. Stærð rekstrareininganna tak-
markar einnig möguleikana á því að
ráða starfsfólk með æðri tækni-
menntun til þess að annast rann-
sókna- og þróunarstarfsemi og við-
halda sambandi við rannsóknastofn-
anir.
4. Rannsókna- og þróunarstarf-
semi innan fyrirtækjanna hefur náð
lengst í efnaiðnaði, t. d. í málningar-
iðnaði, þar sem rannsóknastofur fyr-
irtækjanna sjá um virka vöruþróun
og vörusköpun.
5. Mikill áhugi er liins vegar á
rannsókna- og þróunarniðurstöðum
frá útlöndum (innfluttar tæknifram-
farir) í mynd nýrra véla. Innfærsla
þessara niðurstaðna í atvinnulífið
hefur haft ýmis áhrif á skipulags-
byggingu einstakra atvinnugreina. í
sjávarútvegi hefur það leitt til meiri
afkastagetu einstakra fiskiskipa. Hins
vegar er í heimamarkaðsiðnaðinum
ríkjandi sterkari tilhneiging til að
stofna ný fyrirtæki til hagnýtingar á
innfluttum tækninýjungum vegna
sj álfstæðistilhneigingar eigendanna.
HiS formlega samband milli rann-
sókna og atvinnulífs
1. Eitt af markmiðunum með end-
urskipulagningu rannsókna í þágu at-
vinnuveganna árið 1965 var, að rann-
sóknastarfsemin skyldi tengjast betur
atvinnulífinu. Stofnanirnar voru því
ekki lengur látnar heyra undir Rann-
sóknaráð ríkisins, heldur einstök
fagráðuneyti. Ennfremur fékk hver
stofnun ráðgjafanefnd, sem í áttu
sæti fulltrúar frá ýmsum samtökum
atvinuvegarins og öðrum samtökum,
sem hagsmuna kynnu að hafa að
gæta, og stjórn, sem í eiga sæti full-
trúar frá aðalsamtökum atvinnuveg-
arins, ráðgjafanefndinni og fulltrúar
ráðuneytisins.
Með þessum breytingum hafa stofn-
anirnar fengið tvö skýr hlutverka-
svið, annars vegar þj ónustuhlutverk-
ið við atvinnuvegina, hins vegar ráð-
gefandi hlutverk fyrir hlutaðeigandi
fagráðuneyti. Þessi tvískipting á hlut-
verki þeirra hefur bæði kosti og galla.
2. Stærstu ókostirnir voru að áliti
umræðuhópsins tveir. Annars vegar
hugsanleg tortryggni atvinnurekenda
gagnvart stofnunum, sem einnig eru
ráðgefandi fyrir ríkisvaldið, og hins
vegar erfiðleikar á að reka samhæfða
rannsóknastefnu, sem sett gæti upp
forgangsröð fyrir einstök rannsókna-
verkefni.
3. Umræðuhópurinn sá aðalkost-
ina við endurskipulagninguna í því
að auka til muna hið ráðgefandi hlut-
verk stofnananna gagnvart fagráðu-
neytum eða ríkisvaldi, þannig að
stofnanirnar tækju virkan þátt í á-
kvörðunum urn ráðstafanir gagnvart
hinum einstöku atvinnuvegum. Taldi
umræðuhópurinn æskilegt í þessu til-
liti, að fyrir hendi væri fyrir hvern
atvinnuveg skýrt uppbyggt hagstj órn-
arkerfi, þar sem rannsóknastofnan-
irnar væru í ákveðnum sessi og tækju
þátt í að ákveða markmið, leiðir eða
ráðstafanir, sem grípa skyldi til gagn-
vart atvinnuvegunum, og að annast
söfnun upplýsinga um það, hvernig
til hefði tekizt með einstakar ráð-
stafanir (feed-back). Ef ráðgefandi
106
IÐNAÐARMÁL