Iðnaðarmál - 01.06.1967, Page 38
Nauðsynlegar breytingar í skipulags-
byggingu atvinnuveganna til að
bæta megi samband þeirra við
rannsóknastarisemi
1. Sú breyting í skipulagsbyggingu
atvinnuveganna, sem vera mundi for-
senda fyrir bættu sambandi við rann-
sóknastarfsemina, er þróun til stærri
rekstrareininga. Sjá má fyrstu merki
þessarar þróunar í sjávarútvegi og
fiskiðnaði vegna, að því er virðist,
varanlegrar lækkunar á söluverði
fiskafurða erlendis; í heimamark-
aðsiðnaðinum, vegna afnáms inn-
flutningshafta og minni tollverndar,
og í landbúnaði vegna stöðugrar of-
framleiðslu undanfarin ár.
2. Þessar breytingar hafa svo mikil
áhrif á arðsemisgrundvöll fyrirtækja
í hlutaðeigandi atvinnuvegum, að bú-
ast má við algjörlega breyttum hugs-
unarhætti atvinnurekenda og lengri
sjóndeildarhring hjá þeim fram á
við. Slíkt myndi leiða af sér viður-
kenningu á útgjöldum til þróunar- og
rannsóknastarfsemi sem arðsamrar
fj árfestingar til styrktar samkeppnis-
hæfni fyrirtækjanna. Þá skapar
stækkun rekstrareininga grundvöll
fyrir því að ráða tæknimenntað
starfsfólk, sem tæki að sér frumkvæði
að rannsókna- og þróunarverkefnum
og annaðist samband við rannsókna-
stofnanir.
3. Hópurinn ræddi þá hugmynd,
að stofnaður yrði svokallaður þróun-
arsjóður (udviklingsfond) eftir
norskri fyrirmynd, en hann hefur
það hlutverk að lána eða veita styrk
til rannsókna- og þróunarverkefna,
sem eiga uppruna sinn í fyrirtækjum.
Hópurinn var þó þeirrar skoðunar,
að áður en ráðizt yrði í stofnun slíks
sjóðs, væri rétt að bíða eftir reynsl-
unni af hinum svokallaða aðlögun-
arsjóði fyrir iðnaðinn, sem ráðgert
er að stofna með fj árframlögum af
næstu fjárlögum. Aðlögunarsjóður-
inn mun geta veitt styrki til rann-
sókna- og þróunarverkefna á vegum
iðnaðarins. Þ. E.
O. R. - Lausn flóKinna vandamála og stjónnun
Framh. ai 84. bls.
gildi lægju í mismunandi kostum;
hvenær tímabært væri að taka eina
stefnu frekar annarri.
Biðir eiga sér víða stað. Eg vil
nefna tvö dæmi til viðbótar um biðir
og biðvandamál.
Vélar í verksmiðjum bila gjarnan.
Stundum getur það haft kostnaðar-
samar afleiðingar. Ein vél, sem bilar,
getur stöðvað allan atvinnurekstur-
inn. Það getur orðið að borga her
manns kaup við að gera ekkert ann-
að en að bíða eftir því, að vélin eða
tækið sé lagað, og framleiðsla er
engin á meðan. Það er líka kostnað-
ur því samfara að sjá til þess, að
bilunum fækki, eða halda svo marga
viðgerðarmenn og eiga svo ríflegan
varahlutaskammt, að östund taki að
laga vél, sem bilar. Hvar er hinn
gullni meðalvegur?
Eins er það víða, að verkamenn
verða að bíða hver eftir öðrum vegna
þjónustu eða tækis, sem þeir nota
sameiginlega við starf sitt. Það er
dýrt að eiga mörg þjónustutæki, en
þá er bið lítil eða engin. Fá þjón-
ustutæki auka biðina og kostnaðinn
af því aðgerðarleysi, sem hún skapar.
Lokaorð
Ég hef dvalið nokkuð við vissa
þætti af 0. R. og rakið dæmi af ein-
faldara taginu um þessa þætti í þeirri
von, að það mætti verða til skilnings-
auka. Öðrum þáttum hef ég lítil sem
engin skil gert. Þau kerfi og þær
heildir, sem skoðaðar hafa verið, eru
heldur af smærri endanum.
Margar kerfisrannsóknir eru svo
umfangsmiklar, að jafnvel ein slík
væri efni í erindi miklu lengra en
þetta. Þar er leitazt við að skýra og
skilja hegðan kerfa með magnfræði-
legum samböndum. Lið fyrir lið eru
sambönd kerfisþátta skilgreind. Skiln-
ingur stjórnenda á eðli rekstrarins
hefur þá stóraukizt, og endurbætur
hafa jafnt stafað af þessum aukna
skilningi sem af niðurstöðum athug-
ananna.
Kerfisrannsóknir þessar hafa verið
gerðar fyrir einstakar stofnanir, svo
sem fyrirtæki, sjúkrahús og skóla.
Menntamál hafa verið rannsökuð
með sama hætti. Ef gera á slíka rann-
sókn á fyrirtæki, hlýtur hún að hefj-
ast á rannsókn á sölumöguleikum
fyrirtækisins; hvaða atriði það eru,
sem hafa áhrif á söluna, hvert sam-
band er milli þessa atriða og sölunn-
ar og fikra sig síðan gegnum alla
þætti fyrirtækisins, þannig að sam-
band allra þátta hvern við annan sé
lýst.
0. R. menn hafa lagt fram drjúg-
an skerf til byggða- og svæðaskipu-
lagningar. í næstu viku verður hald-
in ráðstefna um 0. R. og skerf þeirra
til þessara mála á vegum OECD í
Róm.
0. R. menn hafa átt þátt í því að
gera líkön af þjóðarbúum, t. d. í
Frakklandi, Englandi og Hollandi.
Við þau hefur verið stuðzt við þjóð-
hagsáætlanagerð. Úr slíkum líkönum
á að vera hægt að lesa með nokkurri
nákvæmni, hver áhrif breyting á ein-
hverjum þætti þjóðarbúskaparins
hefur á aðra liði hans, t. d. áhrif af
launahækkun hjá iðnaðarmönnum.
Eríndi, flutt á fundi Stjórnunarfélags
Islands, 26. nóv. 1966.
Almennir samningsskilmálar um
verkframkvæmdir
Iðnaðarmálastofnun íslands hefur
látið gera jrumvarp að staðli um ,.Al-
menna samningsskilmála um verk-
framkvæmdir“.
Iðnaðarmálastofnun íslands aug-
lýsir því hér með eftir athugasemd-
um við ofangreint frumvarp og skulu
þær hafa borizt stofnuninni fyrir 15.
febrúar 1968.
Iðnaðarmálastofnunin afhendir
öllum, sem þess óska, ókeypis eintak
af frumvarpinu.
15. desember 1967.
108
IÐNAÐARMÁL