Iðnaðarmál - 01.06.1967, Qupperneq 41
Sex staðreyndir um drykkjusjúklinga
Nýjar rannsóknir á áfengissýkinni hafa hrundið mörgum fyrri skoð-
unum á þessu vandamáli. Hér eru nokkrar staðreyndir, sem rannsóknir
síðustu ára hafa leitt í ljós.
1. Á fyrsta stigi og miðstigi áfengissýkinnar heldur áfengissjúklingur-
inn áfram að vinna.
Vegna hinnar almennu glámskyggni við greiningu áfengissýki á byrj-
unarstigi, svo og viðleitni áfengissjúklingsins sjálfs til að leyna sjúk-
leikanum, er vinnuveitendum oft ekki kunnugt um áfengissjúklinga í
starfsliðinu.
2. Að meðaltali eru 3% af starfsliðinu drykkjusjúklingar.
Þó að þetta sé miðað við heildina, gefur það vísbendingu um, hve
vandamálið er víðtækt.
3. Áfengissýkin þróast á bezta starfsaldri.
Mikill meiri hluti ctfengissjúklinga eru í 35—50 ára aldursflokki, eða
einmitt á þeim aldri, þegar fyrirtækið væntir hins bezta af þeim í vinnu-
afköstum.
4. Áfengissjúklingurinn er oft með langan starfsaldur, hæfni, reynslu
og þekkingu á stjórnun.
í einu stóru fyrirtæki kom í ljós, að 82% af áfengissjúklingunum í
starfsliðinu höfðu verið á launaskrá í 10 ár eða meira.
5. Áfengissýkin hefur dulinn kostnað í för með sér fyrir vinnuveitand-
ann.
Þetta er m. a. fólgið í minnkandi afköstum, fjarvistum, mistökum í við-
skiptamálum, tapi á þjálfun og missi viðskiptavina.
6. Áfengissjúklingar finnast á öllum stigum meðal starfsliðsins.
Þeir eru ekki bundnir við hina ófaglærðu, og er alveg jafnlíklegt, að
þeir finnist meðal framkvæmdastjóranna og hinna óbreyttu starfsmanna.
burstaðir, hárið vandlega greitt og
fötin snyrtileg. Hann er þá á „neit-
unarstigi“ vandamálsins og vonar að
geta sýnt með þessum ytri ummerkj-
um, að ekkert sé að honum.
V innulag
Eftir því sem vandamálið þróaðist
með hinum drykkjusjúku, segja þeir,
að störf þeirra hafi tekið að ganga
skrykkjótt. „I stað þess að halda
jöfnum hraða við vinnuna, tók ég
gjarnan skorpur og slappaði síðan
af.“ Eða: „Ég vann eins og sjálfur
andskotinn til að geta átt meiri tíma
til drykkju — fjögurra stunda verk
á þremur klukkustundum . ..“
Þessi viðbrögð eru einkennandi
fyrir áfengissjúklinginn. Hann vinn-
ur í skorpum til að reyna að fylgjast
með, en eftir svo sem klukkustundar
sprett færist yfir hann þreyta og
vinnuafköst hans lækka skyndilega.
Samkvæmt frásögnum sögumanna
hafði þetta vinnulag ekki í för með
sér neina verulega hækkun á fjölda
ijiistaka við vinnuna, eins og almennt
er álitið. Á byrjunarstigi er áfengis-
sjúklingurinn ákaflega varkár og gæt-
inn gagnvart mistökum og slysum —
hann reynir þá að forðast að draga
að sér athygli. En vegna þess tíma,
sem hann notar til að forðast mistök,
verða afköst hans miklu minni en
áður.
Skapgerðareinkenni
Ákveðin geðbrigði einkenna á-
fengissjúklingana á hyrjunarstigi.
Mest áberandi var sú geðbreyting, er
átti sér stað eftir að hafa „fengið
sér nokkra Iétta“ yfir vinnudaginn.
Gagnstætt hinni almennu skoðun
drukku þeir oft yfir vinnudaginn.
Skap þeirra fyrir og eftir „hressing-
una“ var greinilega ólíkt. Ef þeir
höfðu verið önugir eða þunglyndir,
urðu þeir vingjarnlegir og glaðværir.
Ef þeir höfðu verið í góðu skapi og
bjartsýnir, skipti um til hins gagn-
stæða.
Sérstaka reiði eða gremju sýndu
þeir hverjum þeim, er minntist á
drykkju þeirra. í fyrstu hafði auðvit-
að hróður sá, er þeir höfðu áunnið
sér við drykkjuna, vakið með þeim
ánægju, en þegar aðdáunin snerist í
andúð, tók drykkjusjúklingurinn að
snúast til varnar af tilfinningu.
Starfsfélaga eða verkstjóra, er gerð-
ist hnýsinn eða nærgöngull, var svar-
að með reiðihrópum eða þrjózku-
legri þögn.
Þessi tilfinningasemi varðandi
drykkjuskapinn færðist einnig yfir á
önnur svið. Drykkjusjúklingurinn
gerðist fyrtinn við gagnrýni, kald-
hæðinn og tortrygginn. Oft lagði
hann sér til yfirburðafas til varnar
gegn áleitni og duldi ofurviðkvæmni
sína undir hrokalegri framkomu.
Samfara þessum skapeinkennum
var óvenjuleg tortryggni. Hæfileikar
til skilnings og eðlilegra viðbragða
gagnvart öðru fólki minnkaði vegna
vantrausts á félögunum, svipað og á
sér stað hjá geðtrufluðu fólki.
Þrátt fyrir þessa skapbresti skiptu
þessir menn ekki oft um starf. í stað
þess að segja upp starfi við minnstu
áreitni, eins og vænta hefði mátt,
héldu þeir áfram við starfið. Þetta
er í fullu samræmi við fyrri athug-
anir, sem benda til þess, að ekki sé
unnt að greina drykkjusjúklinginn af
því, hve oft hann skiptir um starf.
Hann er „staðfastur“ launþegi.
Einkenni utan starfsins
Drykkjusjúklingurinn kemst fljót-
lega í fjárhagslegt, heimilislegt og
þjóðfélagslegt öngþveiti. Meiri Iíkur
eru til, að hann flæki sig í skuldum
og fjötrum við lánastofnanir en flest-
ir aðrir launþegar. Þetta er í sam-
ræmi við þá staðreynd, að hann hef-
ur tilhneigingu til að eyða miklu
meira fé í áfengi en vinnufélagar
hans og um lengra tímabil. Líkt og
afsakanir hans fyrir fjarveru, lenda
IÐNAÐARMÁL
111