Iðnaðarmál - 01.06.1967, Síða 42
Áfengissýki: Byrjunareinkenni
Af venjum áfengissjúklings, bæði við starfið og utan þess, er unnt
að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi, áSur en sjúklingurinn er orðinn
vandræðamaður, sjálfum sér, fjölskyldu sinni og vinnuveitanda.
Þessi rannsókn sýnir, að ákveðin einkenni gefa til kynna, að starfs-
maðurin hafi farið yfir markalínu hóflegrar áfengisneyzlu:
Auknar ijarvistir.
Skrykkjótt vinnulag.
Afbrigðileg hegðun, bæði bkamleg og í limderni.
Ef eftirfarandi atriði styrkja þessi einkenni:
óvenjuleg drykkjuhegðun utan starís
og
heimilisleg, ijárhagsleg og þjóðiélagsleg vandamál,
þá er mjög sennilegt, að um áfengissýki sé að ræða.
Þótt aðeins læknir eða sálfræðingur geti gert endanlega sjúkdóms-
greiningu, ættu stjórnendur að vera á verði gagnvart þessum einkenn-
um. Marga starfsmenn, sem nú eiga í baráttu við magnaða drykkju-
sýki, hefði mátt endurhæfa miklu fyrr, ef yfirmenn þeirra hefðu skilið
þessi einkenni rétt.
fjármál hans í æ meiri flækju, eftir
því sem drykkjusýkin ágerist.
Sundurþykkja í hjónabandi fylgir
ekki alltaf drykkjuskapnum. En í
flestum tilfellum fer þó svo, að á-
sóknin í fjölskyldusjóðinn veldur á-
rekstrum, jafnframt því sem varan-
legt drykkjutímabil spillir fjölskyldu-
venjum og eykur stórlega allan eðli-
legan ágreining. Það var áberandi,
að aukin „heimilisvandræði“ voru
tilgreind í flestum svörunum. En þó
var það einkennandi, að eiginkonan
var í fyrstu áköf í því að neita til-
veru vandamálsins og hylja bresti
eiginmannsins. En eftir því sem spill-
ing fjölskyldulifsins ágerðist, breytti
hún um afstöðu og kvartaði þá við
hvern sem var.
Onnur einkenni geta — eftir því
sem rannsóknin leiðir í ljós — stafað
af árekstrum við nágranna eða lög-
reglu. Ef slíkir árekstrar endurtaka
sig, bendir það til þess, að drykkjan
sé farin að valda reglubundnum á-
rekstrum við samfélag drykkju-
mannsins.
Þessi vandamál utan starfs vekja
oft athygli verkstjórnenda og veit-
ingamanna. Ef þau koma heim við
sálræn og líkamleg sj úkdómseinkenni,
er vart hefur orðið við störfin,
styrkja þau þá grunsemd, að um á-
fengissýki sé að ræða.
Greiningin er ekki auðveld
Þrátt fyrir öll þessi einkenni er alls
ekki auðvelt að greina áfengissjúk-
linginn á byrjunarstigi. Félagar hans,
sem aðstöðu hafa til að geta greint
þessi einkenni, hafa tilhneigingu til
að hlífa honum fremur en að vekja
athygli starfsmannastj óra eða lækna
á honum. Jafnvel húsbóndi hans get-
ur tekið þá afstöðu. Sannleikurinn er
sá, eftir því sem sögumenn skýra frá,
að þeir tveir menn, sem fyrst og
fremst bera ábyrgð á feluleiknum,
eru drykkjumaðurinn sjálfur og nán-
asti yfirmaður hans.
Yfirmaðurinn lítur á hinn byrj-
andi drykkjusjúkling sem „góðan
mann, sem fær sér öðru hverju full
mikið í staupinu.11 Og þar sem starfs-
maðurinn er venjulega fjölskyldu-
maður, þá vill yfirmaðurinn ógjarn-
an „koma honum í vandræði." Þar
að auki — ef kunnugt verður um
vandamálið — kynni yfirmaðurinn
að missa af góðum starfsmanni. Þessi
afstaða, ásamt hinni almennu fáfræði
um drykkjusýki, ogsljóleiki gagnvart
fyrstu sjúkdómseinkennum, gera erf-
iðara um vik að greina vandamálið.
Þá er enn einn erfiðleiki fólginn í
þeirri staðreynd, að drykkjusýkin er
vaxandi sjúkdómur, sem stundum
getur tekið 10—15 ár að þróast. Á
byrjunarstigi eru engin skelfileg sjúk-
dómseinkenni. Sú glötun sjálfstjórn-
ar, sem gefur bendingar um langþró-
aða drykkjusýki, kemur smám sam-
an, oft svo að lítið ber á. Ef hin
fyrslu merki um drykkjusýki eru
ekki viðurkennd sem slík, getur
mönnum auðveldlega sézt yfir hinar
hœgfara breytingar á mörgum árum,
sem að lokum enda með skelfingu.
Varnaðarorð
Skjót greining verður að byggjast
á h'kum fremur en vissu. Aldrei má
líta á eitt einkenni eða jafnvel sam-
einingu fleiri einkenna sem algilda
sönnun þess, að um drykkjusýki sé
að ræða. Ymsar aðrar ástæður geta
verið til skýringar á „einkennum."
Öll skapgerðareinkennin, sem áður
er lýst, geta t. d. komið fyrir, þótt
ekki sé um neitt áfengisvandamál að
ræða. í stuttu máli, engin merki eða
sjúkdómseinkenni gefa alveg ó-
brigðular bendingar um drykkjusýki.
Af þessu leiðir, að skjót greining
verður að byggjast á því, að litið sé
á sameinuð einkenni sem líJdega
sönnun. Eftir því sem auðkenni
vandamálsins koma betur í lj ós, verð-
ur sönnunin sterkari. Þar sem treysta
verður á tiltölulega óþjálfaða menn
á þessu sviði, svo sem verkstjóra, til
að uppgötva fyrstu einkennin, gefa
skráðar athuganir þeirra bendingar
um að drykkjusýki geti átt sér stað,
en ekki endilega, að hún eigi sér stað.
Þegar verkstj órnandi eða annar
athugandi hefur tilkynnt um mögu-
leika á drykkjusýki, nær ábyrgð hans
ekki lengra. Raunverulega sjúkdóms-
greiningu verður að fela lækni og
sálfræðingi, sem geta gert nákvæmar
athuganir. Endanlegur úrskurður
skyldi aldrei kveðinn upp af öðrum
en hæfum manni. Ef til vill er niður-
staða hans aðeins „grunur.“ En ef
þessi grunur er vel rökstuddur og
nákvæmlega útskýrður, getur hann
orðið til þess, að góðum starfsmanni
verði hjargað með réttri meðferð.
Ur „Personnel Magazine", maí 1957. —
Þýð. J. Bj.
112
IÐNAÐARMÁL