Iðnaðarmál - 01.06.1967, Qupperneq 52

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Qupperneq 52
Einkaleyfi Aðkallandi endurbætur Hið úrelta völundarhús heimsins á sviði einkaleyfislaga og meðferðar einkaleyfisumsókna hefur lengi verið meiri háttar skapraun aljíjóðahyggj- andi viðskiptamönnum, semhaldaþví fram, að það hindri alheims út- breiðslu á hagnaði og kostum einka- leyfa, sem fram koma vegna nýrrar tækni, nýs iðnaðar og vaxandi mark- aða. 1 síðustu viku náðu fulltrúar frá 22 stórþjóðum, þar á meðal Banda- ríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Vestur-Þýzkalandi, Japan og Sovét- ríkjunum, en þessar þjóðir afgreiða um 805f af öllum einkaleyfisumsókn- um heimsins, bráðabirgðasamkomu- lagi á fundi í Genf um nokkrar end- urbætur á þessu sviði. Til þess að stöðva þá ringulreið, sem nú ríkir, saniþykktu fulltrúarnir að vinna að breytingu á Parísarsátt- málanum frá 1883, en hann gerir ráð fyrir sérstakri umsókn á sömu upp- götvun í sérhverju landi, þar sem um- sækjandinn óskar að vernda upp- götvun sína fyrir ágjörnum keppi- nautum. Þetta ákvæði veldur fyrirtækjum, sem ætla að sækja um einkaleyfi hjá 12 þjóðum með mismunandi máls- meðferðarkröfum og tungumálum, gífurlegum kostnaði, allt að 40.000 dollurum. Það hefur einnig valdið einkaleyfisstofnunum þjóðanna ó- þörfum margverknaði við einkaleyfa- rannsóknir og pappírsvinnu við um helming árlegra einkaleyfisumsókna, sem eru um 650.000. Afleiðingin er sú, að nú tekur um 2)4 ár að gefa út einkaleyfi í Bandaríkjunum, 5 ár í Þýzkalandi og 7 ár í Japan. Genfarsamkomulagið vill reyna að binda endi á þennan dýra tví- og margverknað með því að taka upp alþj óðlegt einkaleyfisumsóknarform, sem verði á mörgum tungumálum og skrásett og varðveitt i ákveðnu kerfi af alþjóðlegum einkaleyfamiðstöðv- um (clearing houses). Þessar einka- leyfamiðstöðvar yrðu settar á fót af stofnun þeirri, sem samdi hið nýja samningsuppkast, en það er Samein- aða alþjóðaskrifstofan um vernd hugverka, sem annast framkvæmd Parísarsáttmálans frá 1883, þar sem 79 þjóðir samþykkja sömu meðferð og afgreiðslu fyrir uppgötvendur allra aðildarþjóðanna hver hjá ann- arri. Einstakar þjóðir eiga að hafa rétt til að veita eða neita einkaleyf- um, en alþjóða einkaleyfamiðstöðvar rannsaka nýnæmi flestra umsókna og gefa út umsagnir eða meðmæli til einkaleyfastofnana aðildarþjóðanna. Samkvæmt þessum áætlunum verða alþjóða rannsóknamiðstöðvar settar á fót í Bandaríkjunum, Þýzkalandi, Sovétríkjunum og Japan til þess að afgreiða umsóknir, hver á sínu um- dæmissvæði. Umsóknir frá öðrum svæðum verða afgreiddar hjá aðal- stöðvum stofnunarinnar í Haag. Eftir er að hefla samninginn í end- anlegt form og fá hann síðan aftur samþykktan af fulltrúunum í Genf og að lokum fá hann viðurkenndan af öllum 79 aðildarþjóðum Parísarsátt- málans frá 1883. Ef allt gengur að áætlun, mælti Georg Bodenhausen, forstjóri Alþjóðaskrifstofunnar, þá gæti hið nýja fyrirkomulag tekið gildi árið 1970. Og þótt sum stór- fyrirtæki líti á slíkt einkaleyfasam- starf með vissri tortryggni, mælti hann, þá er ég alveg sannfærður um, að þeir verða himinlifandi, þegar það er komið í gang. National Association of Manufac- turers í Bandaríkjunum fagnar þegar þessum árangri. Varaforseti þess, Reynold Bennett, mælti: Við vorum hræddir um, að við myndum hlunn- farnir með þessum áformum, en sam- komulagið virðist vera í lagi. Enda þótt samkomulagið nái ekki svo langt, að um alþjóða einkaleyfi sé að ræða, þá er það þó skref í þá átt. Fyrir bandaríska uppgötvendur, sem sækja um næstum 100.000 einka- leyfi á ári, er hér um mikla framför að ræða, og bandaríska einkaleyfis- stofnunin áætlar, að rannsóknatíma megi nú stytta í 18 mánuði. Frétt í Time, 20. okt. 1967. (Þýtt St. B.). Nytsöm nýfung Hitamæling án snertingar „Heat-Spy“-hitamælirinn mælir úr fjarlægð hita kyrrstæðra hluta eða hluta, sem eru á hreyfingu, án þess að koma í snertingu við hlutina, sem mæla á. Það er innrauð orka hita- gjafans, sem verkar á mælinn, og sýnir hann mælinguna nær tregðu- laust. Nokkrar gerðir eru af mælin- um með mælisviðum frá 15—1650°C. Mælinákvæmni er 2%. Mælirinn er notaður þannig, að honum er beint að yfirborði því, sem mæla á. Síðan er tekið í gikkinn, og sést þá hitinn á mælaskífunni. Birta eða aðrar aðstæður í umhverfi mæl- ingarstaðarins hafa ekki áhrif á mæl- inguna. Framleiðandi er William Wahl Corp., 1001 Colorado Ave., Santa Monica, Calif. 90404. Ur „World Industrial Reporter", febr. 1967. 120 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.