Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2008, Page 56

Frjáls verslun - 01.02.2008, Page 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 8 Liv Berg­þórsd­ót­t­ur, framkvæmd­ast­jóra Nova Ólíkt Símanum og Nova hefur Vodafone ekki lagt áherslu á upp­ byggingu dreifikerfis fyrir 3G þjónustu. Hrannar segir að fyrirtækið fylgist þó vel með þróuninni og að gerðir hafi verið reikisamningar við Nova um afnot af þeirra dreifikerfi fyrir 3G en gagnkvæmur samningur er sömuleiðis fyrir hendi um afnot Nova að þjónustukerfi Vodafones. Liv Bergþórsdóttir fagnar samstarfssamningnum við Vodafone og segir hann muni styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækisins. Samnýting dreifikerfa fyrir 3G þjónustu hafi færst í vöxt í Evrópu og telji stjórnir félaganna að samningurinn feli í sér verulegt hagræði. „Kröfur markaðarins um útbreiðslu og uppbyggingarhraða á 3G kerfinu eru miklar og við viljum leita hagkvæmustu leiða til að uppfylla þær. Samningurinn tryggir aukna notkun á 3G kerfi Nova og það er ótvíræður hagur fyrirtækisins. Við fögnum því að Vodafone velji kerfi Nova fyrir sína 3G þjónustu í stað þess að byggja upp eigið kerfi,“ segir Liv. Auglýsingar símafyrirtækjanna Auglýsingar símafyrirtækjanna voru gerðar að umtalsefni hér að framan og það ekki að ósekju. ,,Jesú auglýsing“ Símans var valin besta sjónvarpsauglýsingin í keppni Ímarks um Íslensku auglýsinga­ verðlaunin fyrir skömmu og auglýsingar úr sömu herferð hafa einnig vakið verðskuldaða athygli í prentmiðlum. Síminn hefur einnig birt margar fleiri auglýsingar og m.a. svarað auglýsingum Vodafone fullum hálsi. Vodafone og Nova hafa sömuleiðis verið fyrirferðarmikil á auglýsingamarkaðnum og talsmenn fyrirtækjanna þriggja eru sammála um að auglýsingar þeirra hafi skilað tilætluðum árangri. Linda Björk segir að áður en markaðsherferð sé hleypt af stokkunum á vegum Símans sé fyrirfram búið að skilgreina hvaða markmiðum stjórnendur fyrirtækisins vilji ná. „Markmiðin snúast um að vekja athygli á þjónustunni og við setjum okkur einnig ákveðin sölumarkmið. Auglýsingaherferð er fylgt á eftir með mælingu frá Capacent Gallup, sem kannar hvort fólk hafi séð auglýsinguna, hvort það tengi hana við félagið og hversu vel því hafi líkað auglýsingin. Það er skemmst frá því að segja að Jesú auglýsingin fékk hæstu mælingu hjá Capacent Gallup í flokki fyrirtækjaauglýsinga. Auk þess tók markaðurinn mjög vel við sér og veruleg aukning varð á skráningum í 3G þjónustuna.“ Hrannar hefur þetta að segja um auglýsingar um stærð farsímafyrir­ tækjanna: „Í raun hafa fyrirtækin tvö talað um tvo ólíka hluti í sínum auglý­ singum en skiljanlegt er að fólk eigi erfitt með að greina þar á milli. Ef við hefjum okkur hins vegar yfir skilgreiningar og fjarskipta­ tæknileg atriði, þá er hin einfalda staðreynd málsins sú að GSM viðskiptavinir Vodafone geta notað símann sinn mun víðar en aðrir. Kort af ólíkum GSM þjónustusvæðum fyrirtækjanna tala sínu máli. „Við teljum okkur eiga fullt erindi inn á þennan markað og erum mætt til leiks til að ná árangri.“ (Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.