Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2008, Síða 78

Frjáls verslun - 01.02.2008, Síða 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 878 F R J Á L S V E R S L U N 79 Glæpafaraldur settur á svið Eymundsson hefur verið bóksali frá 1872 og hressti talsvert upp á útlitið og ímyndina á liðnu ári. Auglýsingaherferð ársins 2007 var Glæpa faraldur fyrir Eymundsson, en í sjónvarpsauglýsingunni mátti sjá skuggalega náunga kasta teppalögðu líki í bílskott og 3 voru boðnir til kaups fyrir 2 undir kunnuglegu stefi úr þáttunum um Derrick, góðkunningja íslenskra sjónvarpsáhorfenda um langt skeið. Í útvarpinu voru kynntir glæpadagar með sviðsettum morð- og skot hljóðum og í verslununum sjálfum gaf að líta útskorna blóðpolla og gult glæpavettvangslímband þvers og kruss, með áletruninni glæpa far aldur í Eymundsson. Viggó Örn Jónsson, einn eigenda auglýsingastofunnar Jónsson og Le’ macks, segir að hugmyndin að glæpafaraldrinum hafi komið út úr strate gíuvinnu, eins og allir virkilega góðir hlutir. „Hugmyndin var sú að kenna fólki að lesa bækur á öðrum tíma en í kringum jólin. Íslensku glæpa sagnaverðlaunin eru afhent um þetta leyti og haustið því ákjósan- legur tími til þess að auglýsa morð. Formið var stutt og knappt og hugs- unin þessi, að allt logaði í afbrotum í fantasíulandi í Reykjavík. Einnig vildum við koma því til skila að hægt væri að nálgast bækur án þess að vera þurr pumpulegur og með nefið upp í loftið og miðla því hvernig fólk, sem hefur gaman af því að lesa, upplifir bækur. Síðast en ekki síst vildum við undirstrika virðingu fyrir öllum bókum, líka krimmanum,“ segir hann. Illmenni í heimsendingu Svipaður póll var tekinn í hæðina í auglýsingu fyrir bókaklúbba Eymund s- son, sem fór í loftið í kjölfarið og var tilnefnd til verðlauna, þar sem verslunin sendi alla bestu morðingjana, vafasömustu flagarana og mestu skaðræðiskvendin heim til lesandans. Sögusviðið í þeim auglýsingum er anddyri hjá ónefndri fjölskyldu þar sem ýmsir vafasamir karakterar hringja útidyrabjöllunni. „Mamma! Morðinginn er kominn.“ Jónsson og Le’macks fékk lúður fyrir bestu útvarpsauglýsingu ársins 2007 sem gerð var fyrir Hive, en í henni er spunnið út frá hinni um deildu auglýs ingu um síðustu kvöldmáltíðina og grín gert að Símanum. Hún hljóðaði þannig: „Að rukka Jesú fyrir að hringja í Júdas – það er Síminn. Að tala endalaust við frelsarann – það er Hive.“ Bestu tímaritaauglýsingar ársins 2007 voru Ævintýralönd frá Jónsson og Le’macks, en þar var um að ræða sumarherferð sem gekk út á það að fá fólk til þess að gera Eymundsson að fyrsta áfangastað fyrir sumarfrí og kaupa sér bækur til lestrar í fríinu. Yfirskriftin var „Mundu eftir bókinni í ferðalagið“ og vegvísum með framandi áfanga stöðum stillt upp í íslensku landslagi; Múmíndal, Narníu og Fjarskan istan, Dubai, Jóhannesarborg og Buenos Aires. Segir Viggó að auglýsinga herferðirnar fyrir Eymundsson hafi verið þaulskipulagðar eftir árstíma og fjármunir nýttir til hins ítrasta. Auglýsingar um eitt og annað sem maður þarf að gera fyrir fertugt, svo sem flytja að heiman, berjast fyrir vafasömum málstað og búa til krassandi lygasögu um sjálfan sig, hafa fangað athyglina í vetur og fékk Jónsson og Le’macks verðlaun fyrir markpóst um sjálfstætt fólk sem tengdur er þessari herferð fyrir Lífís, þar sem fólk undir fertugu er hvatt til þess að tryggja sig. „Mér þótti vænt um þessa tilnefningu og eins vefbannerinn fyrir Glitni þar sem hægt var að prófa veður- fjarstýringu sem kemur á markað árið 2025. Í þeirri auglýsingu sam- einuðum við vefgrafík og forritun og prófuðum okkur áfram með það sem hægt er að gera á netinu,“ segir Viggó Örn að lokum. „Múm­ín­dal, Narn­íu og Fjarskan­ istan­, Dubai, Jóhan­n­esarborg og Buen­os Aires. S­egir Viggó að­ auglý­sin­ga herferð­irn­ar fyrir Eym­un­dsson­ hafi verið­ þaulskip­ulagð­ar eftir árstím­a og fjárm­un­ir n­ý­ttir til hin­s ítrasta“ Viggó Örn Jónsson, einn eigenda auglýsingastofunnar Jónsson og Le’macks.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.