Franskir dagar - 01.07.2013, Blaðsíða 4

Franskir dagar - 01.07.2013, Blaðsíða 4
Texti Albert Eirtksson Myndir úr einkasafni Q^fiaM/ih c/agajv JÍMjmmjia/æah Helga Bjarnadóttir Helga fæddist í Gilstungu árið 1940, dóttir hjónanna Bjarna Sigurðssonar og Jóhönnu Þorsteinsdóttur, þau byggðu seinna Birkihlíð og bjuggu þar. Hún man fyrst eftir sér tæplega fjögurra ára gamalli þegar Hrönnin strandaði í Gvendarnesi, en pabbi hennar var þar um borð. „Mamma var úti að dusta mottur þegar maður kom gangandi eftir götunni og tautaði fyrir munni sér: Allir af á Hrönninni. Mamma féll í yfirlið á pallinum og ég hljóp inn til að segja frá. Eg man hve hratt afi hljóp út götuna til að ná í fréttir. En þeir björguðust allir. Annars var ég alltaf niðri í eldhúsi hjá ömmu og afa, Þorsteini og Helgu. Þegar amma og mamma sögðu að ég ætti að gera eitthvað, sagði afi alltaf: Látið hana í friði. Ég skildi þegar ég varð eldri að þá hefði hann misst félagsskapinn. Á fullorðins- árum var hjólað á afa í Kompaníisbrattanum, eftir það var hann ekki til vinnu og að mestu heima- við. Við spjölluðum saman löngum stundum." Gestagangur var mikill og oft fjör í eldhúsinu í Gilstungu. A bernskuárum Helgu voru út- varpstæki fátíð í innbænum. Oft komu gömlu mennirnir, sátu í hring í eldhúsinu og hlusmðu á framhaldssögur, fréttir og veður. Mikið var spilað á spil í Gilstungu. „Þorsteinn afi, amma, Sigga á Uppsölum og Sólveig á Brimnesi spiluðu vist kannski í heila viku. Þau rifust og börðu í borð svo glumdi í: Ef þú hefðir gert þetta eða hitt... Ég fékk ofnæmi fyrir spilum því á meðan þau spiluðu fékk ég enga athygli og þess vegna þoli ég ekki spil síðan. Fyrir mér var engin dægradvöl nema að lesa. Það voru böll íTemplaranum sem við mátmm fara á 12 ára, en ég hafði ekki áhuga fyrir böllum. Mér þótti hundleiðinlegt á ballinu sem ég druslaðist á 16 ára - til að ganga út. Rúmlega ári síðar mætti ég tilvonandi eiginmanni á Stöðvarfirði og hefði aldrei þurft að fara á ball,” segir Helga sposk á svip. FERMING Helga var í síðasta hópnum sem séra Haraldur Jónasson fermdi. Hann þúaði börnin í spurn- ingum, en þéraði þau þegar hann óskaði þeim til hamingju. „Þá vorum við orðin fullorðin. Við vorum ekki nema sex í árgangnum á Búðum: Ég, Guðríður Bergkvistsdóttir, Unnur Vest- 4 SKOLAGANGA Helga byrjaði í skóla 7 ára. „Þarna var ég alveg ókunnug útbænum, því að innbæ- ingar og útbæingar töluðust helst ekki við. Helga segir að Svanhild í Pémrs- borg hafi aumkað sig yfir hana og boðið henni að sitja hjá sér í frímínútum. I ung- lingaskólanum var Helgi Seljan kennari, nýútskrifaður og aðeins 19 ára gamall. Hann heillaði alla, meira að setja strák- amir sem aldrei höfðu opnað bók fóru Fermingardagurinn 6. jiíni 1954. Þrír attliðir, Helga, Bjami faðir hennar allir að læra. Allt þetta fólk kaus Alþýðu- og Saiomefið uramma. bandalagið þegar hann var á þingi. Það segir sína sögu.“ Helga fór í Eiða í 3. bekk, 15 ára gömul, og eftir það vann hún á Símstöðinni í Valhöll hjá Þorvaldi Jónssyni. „Fyrst leysti ég Þóru Gunnarsdóttur af þegar hún var að eiga barn. Þá vorum við tvær á símanum, við Erla Björgvins á Svalbarðseyri. Það var opið frá 8 á morgnana til 8 á kvöldin og auðvitað hægt að hlera allt sem aðrir sögðu. Þegar Guðbjörg í Arnagerði hringdi, fannst mér gaman þegar hún brúkaði kjaft í símann. Þetta var svo nýtt fyrir mér og skemmtilegt. Hún skammaðist um daginn og veginn," segir Helga en tekur fram að krakkarnir í Árnagerði hafi ekki verið orðjótir. NASISTASLAGURINN „Þegar ég ólst upp kom Guðni, bróðir Sigurðar í Þingholti, á hverju sumri með Elsu dóttur sína. Þegar hún var unglingur dvaldi hún í Þingholti ogvann í frystihúsinu. Mörgum árum síðar sá ég minningargrein í Morgunblaðinu og hugsaði með mér að þetta væri mamma hennar Elsu Guðna. Ég fer að ræða þetta í Birkihlíð, en ég hafði aldrei séð eða heyrt mömmu hennar því að Elsa var alltaf ein með pabba sínum. Þá fékk ég að vita að móðir Elsu var brottrekin af Búðum og þau fluttu til Húsavíkur. Móðir mín nötraði af reiði þegar ég fór að spyrjast fyrir um þetta, þetta er í eina skiptið sem ég man eftir henni reiðri, þegar hún sagði: Um þetta er ekki talað hér. En ég komst að því að móðir Elsu var foringi fyrir nasista á Fáskrúðsfirði. Upp úr sauð þann fyrsta maí árið 1937 eða '38, þá slógust kommúnistar og nasistar þar sem Oddaverkstæðið er í dag. Pabbi var í hópi kommúnista en þetta voru allfjölmenn slagsmál.” Helga segir að hún hafði ekki heyrt um nasistaslaginn fyrr en eftir að hún sá minn- ingargreinina. FJÖLSKYLDA VERÐUR TIL Helga giftist Bergi Hallgrímssyni áriðl958. Hann fæddist í ört stækkandi útræðisþorpi í Hafnamesi árið 1929. Bergur var elstur sex systkina, hin eru Svava, Jóhanna, Guðmundur, Már og Jóna. Þá ólst frændi þeirra, Ingólfur Kristjánsson upp með mann, Oddný Björgvinsdóttir, Hákon Valdimarsson, Gústaf Pálmason og svo fermdust með okkur systkinin Hulda og Hermann Steinsbörn í Dölum. Arið eftir voru teknir upp kirtlar fyrir fermingarbörn á öllu landinu, en áður var sérstakur kjóll í kirkjunni en annar heima. Sigurborg í Bæ (Vilbergsdóttir) saumaði á mig kjól. í fermingargjöf fékk ég kommóðu frá ömmu og afa og úr.“

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.