Franskir dagar - 01.07.2013, Blaðsíða 26

Franskir dagar - 01.07.2013, Blaðsíða 26
Texti: Bima Sigurdardóttir Myndir: Albert Eirtksson og úr einkasafni Amma mín læknirinn Það veit enginn hvað fór um huga ömmu minnar, frú Litu Bohn Ipsen Sigurðsson þegar Esjan lagði að landi við Fáskrúðsfjörð 23. október árið 1940, á fertugsafmæli afa. Þarna stóð hún, há og tignarleg ásamt stjúpbörnum sínum tveimur, Rögnu 13 ára og Sigurði 11 ára. Eiginmaður hennar, Haraldur Sigurðsson, hafði fengið stöðu héraðslæknis í þessu erfiða héraði en hann var menntaður heimilis- og fæðingarlæknir. Héraðið var stórt og ekki mjög greiðfært, en auk þess að sinna Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdals- vík, sinnti hann einnig oft Djúpavogi. Það hljóta að hafa bærst einhverjar tilfmningar hjá ömmu þegar Esjan sigldi inn á þennan þrönga fjörð og hún sá muninn á Fáskrúðsfirði og vellystingunum sem hún var alin upp við í Kaupmannahöfn og á sveitasetri fjölskyldunnar á Borgundarhólmi. En þetta hlýtur að hafa verið ást; ást sem ruddi burt öllum efasemdum. Blóðamma mín, Súsana María, lést þegar hún var 28 ára gömul. Afi varð ekkjumaður með tvö börn, pabba Sigurð og Dídí (Rögnu) föðursystur mína. Afi var um það bil að ljúka læknanáminu frá Háskóla íslands og ætlaði í framhaldsnám til Danmerkur. Ekkjumaðurinn kom börnunum sínum fyrir hjá Ingibjörgu móðurömmu þeirra, sem þá var orðin rúmlega sjötug. Á sjúkrahús- inu í Kaupmannahöfn, þar sem afi hóf nám í heimilislækningum, kynntist hann ömmu Litu þar sem hún var aðstoðaryfirlæknir og með þeim tókust ástir og svo kom að því að börnin voru send út til þeirra. Foreldrar hennar voru bæði starfandi kennarar, mormor og morfar sem við kölluðum þau alltaf. Haraldur og Lita fluttu í Læknishúsið á Fá- skrúðsfirði með börnin tvö. I því húsi var ekki bara heimili þeirra heldur líka vinnustaður þeirra. Ég held að það hafi verið mjög erfiður tími hjá ömmu á stríðsárunum að vera lokuð inni á Fáskrúðsfirði, ekkert símasamband við útlönd og hún heyrði ekki frá fólkinu sínu árum saman og vissi ekkert um afdrif þeirra fyrr en eftir stríð. I læknishúsinu voru sjúkrastofa, apótek, lækna- stofa, skrifstofa, setustofa, borðstofa, stássstofa og nokkur svefnherbergi. Amma Lita átti því ekki að venjast að búa og vinna á sama staðnum, enda var þetta nýtt fyrir henni, sem hafði farið í vinnuna og síðan heim eftir vinnu eins og al- gengast er meðal útivinnandi fólks. Þarna var hún í vinnunni allan sólarhringinn. Mér er minnis- stæð biðstofan í Læknishúsinu, sem jafnframt var forstofa hússins. Þar voru aðeins þrír stólar fyrir sjúklinga að sitja á og stundum voru sjúklingarnir svo margir að fólk sat upp allan stigann sem lá upp á efri hæð. Að auki var rekið eitt spítalaher- bergi á efri hæðinni. Þótt amma hafi ekki fengið almennt lækninga- leyfi á íslandi fyrr en árið 1942 og enga stöðu, reyndist hún betri en enginn þegar afi var í læknisferðum um hérað á hinum ýmsu stöðum, sem hann ferðaðist til með mótorbátum, því engir voru vegirnir. Amma var nefnilega góður fyflæknir. I Læknishúsinu fæddist ég og bjó þar til við fluttum í Bröttuhh'ð sem foreldrar mínir byggðu, en ég var viðloðandi Læknishúsið þar til amma og afi fluttu suður á áttunda áratugnum. Eg sé því ömmu mína ljóslifandi fyrir mér klædda pilsi niður að hné, blússu, reimuðum skóm með hæl og hnút í hnakkanum, þar sem hún opnaði fram í biðstofu og sagði „værsgo“. Það var mikið sótt í að koma í Læknishúsið þegar amma var við störf. Hún var eldklár læknir og glögg að vita hvaða lyf átti við hvern og einn. I hádeginu dekkaði amma alltaf borðstofiiborðið með hvítum dúk, hvítum tauservíettum og allir áttu sinn silfur-servíettuhring. En ein regla var alltaf í fyrirrúmi: ahir áttu að mæta í mat á sama tíma. Sá sem kom of seint í matinn fékk skömm í hattinn. Pabbi var víst mjög duglegur í þessu, hann gleymdi sér oft við fótaboltaleik og aðra leiki. Ég var líka gjörn á að gleyma mér. Matarmenning ömmu var alveg einstök á þessum tíma og hún gerði mat sem fáir höfðu bragðað áður. Þegar hún var með lambalæri gerði hún „labskovs" daginn eftir úr afgangnum. Þá brytjaði hún kjötið í pott,bætti út í hráum kartöflum,lár- viðarlaufi, sósulit, kryddi og vatni og lét malla við vægan hita í einn og hálfan tíma og bar fram með íslensku smjöri. Hún bjó alltaf til allt konfekt sjálf.Ájólunum bjó hún til marsipanlengju með skrautsykri, pakkaði inn í sellófan og batt slaufur á endana. Þetta var möndlugjöfin. Hún lét ala 26

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.