Franskir dagar - 01.07.2013, Blaðsíða 8

Franskir dagar - 01.07.2013, Blaðsíða 8
(/jkamÁW cáujwv tók við um 1980 fluttust viðskiptin til Lands- bankans á Fáskrúðsfirði. Stefán, einn eigandi Pólarsíldar, kom í heimsókn á sumrin og var afar þægilegur í öllu samstarfi. Þegar Stefán lést um 1986 keypti Bergur hlut hans af erfmgjunum. Á sama tíma keypti hann hlut Más út. Bergur og Helga hófu að byggja sér hús árið 1969 er þau nefndu Garðsá og fluttu inn fyrir jólin ‘70. Ekki náðist að nýta hluta af kjallaranum vegna leka frá klöpp undir húsinu. Sigurður Einarsson frá Odda teiknaði húsið. Góðlátlegt grín var gert að fjölda klósetta í húsinu en þau eru fjögur. Sennilega fýrsta húsið á Búðum sem hafði sér baðherbergi inn af hjónaherberginu. Heimamenn komu og hjálpuðu til við bygginguna eins og algengt var á þeim árum en yfirsmiður var Sölvi Olason. Margir lærðu á bíl hjá Bergi, hann byrjaði að kenna á bíl fyrsta söltunarsumarið. Það fór enginn í próf frá Bergi fyrr en hann gat bakkað niður Staðarskarðið, eða þá bakkað frá Oddeyri suður að Sævarenda. Ástæða þess að hann lagði mikla áherslu á að fólk kynni að bakka var sú að eitt sinn voru Bergur og Helga á ferð upp á Breið- dalsheiði, þar var vegurinn svo þröngur að ekki var hægt að mætast. Efst í brekkunni mættu þau konu sem ekki bakkaði til baka þó stutt væri. Heldur bakkaði Bergur alla leiðina niður til að geta mætt konunni. Þannig kom þessi siður til að þurfa að bakka langar leiðir. ENDALOK OG NÝTT UPPHAF Upp úr 1990 fór að halla undan fæti. Vandamálið var ekki skortur á síld heldur að ekki var hægt að selja til Rússlands. 1993 fór Bergur og óskaði eftir gjaldþrotaskiptum án þess að kröfuhafar hefðu farið fram á gjaldþrot. Héraðsdómarinn á Egilsstöðum sagði honum að fara heim og hugsa máfið en Bergur sá hins vegar ekki framtíð fyrir fyrirtækið og sagði: „Eg vil heldur fara út úr þessu sem aumingi en þjófur.”Þeir sem töpuðu á gjald- þrotinu voru aðallega opinberir sjóðir. Síðustu árin á Pólarsíld sátu Helga og Bergur uppi með allmikið magn af sfld, þá byrjaði Bergur að selja sfld í Kolaportinu. Helga marineraði fyrir austan og Bergur keyrði suður á föstudögum til að selja. Árið 1994 fluttu Helga og Bergur alfarin í Kópa- voginn, þau héldu áfram að marinera sfld og selja allt þar til Bergur varð bráðkvaddur í júní 1998. Eftir það vann Helga við gangavörslu og þrif í Kópavogsskóla þar til hún lét af störfum vegna aldurs 2007. Tilboð um Franska daga. Frönsk lauksúpa Hamborgaratilboð • Pizzatilboð Pylsutilboð • Réttur dagsins Áprentaðirboliro.fl. SÖLUSKÁLI S.J. FASKRUÐSFIRÐI & 475 1490 SKYNDIBITASTAÐUR OG BENSÍNSTÖÐ VIÐ ÞJÓÐVEGINN OPNUNARTÍMI KL. 9-22 ALLA DAGA 8

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.