Franskir dagar - 01.07.2013, Blaðsíða 6

Franskir dagar - 01.07.2013, Blaðsíða 6
Jmaá^m/u-fíÁ Guðmundur Kristinn SU404. Sigurður móð- urafi Bergs drukknaði úti fyrir Fáskrúðsfirði ásamt tveimur sonum sínum. Annar peirra hét Guðmundur Kristinn, Bergur leit mikið upp til hans. Hinn hét Eiríkur. Bergur Hallgrímsson árið 1980. Ari stðar keypti Pólarsíld Sabjörgina SU403, um 250 tonna togbát. Hún var mest á bolfiski en veiddi eitt haustið stld. Það urðu stakkaskipti pegar síðutog- arinn Ausfirðingur varkeyptur. Þá fengu allir krakkar vinnu í frysti- húsinu, pá var Helga 12 ára. Þetta sumar var botnlaus vinna fram á nótt. „Okkur krökkunum var raðað upp með konunum, pær kenndu okk- ur að raða karfanum ípönnur. ” Seinna kom Vöttur og pá var líka gríðarleg vinna. „Krakkarnir mínir voru tíka komnir á planið 12 ára í saltfisk. 1 pá daga var treyst á að krakkarnir keemu og redduðu pessu. Þau hentu skólatöskunni inn, skiptu um föt og örkuðu beint niður á plan. “ segir Helga. þá voru böll fjögur kvöld í röð og mikið fjör. Eftir stóru sextán daga bræluna kom Helga snemma morguns í Kaupfélagið þar sem mjólkin var af- greidd utanbúðar. „Þegar ég kom inn, var einn af sjóurunum að kveðja afgreiðsludömuna. Hún sagði: A ég virkilega að trúa því að brælan sé búin?” Á Strönd var rekið Radíó og þangað melduðu bátarnir sig. Einu sinni, sennilega fyrir stóru bræluna, sem áður var getið, skráði Bergur marga báta til sín en þá vantaði tunnur í skyndi. Þá vildi svo vel til að tunnuskip var ný farið framhjá Fá- skrúðsfirði, því var snúið við og það kom inn með tunnur. Mikið lán var að fá tunnur þar. Þá var saltað í þrjá daga á Pólarsíld á meðan hinir voru síldarlausir. Landað var úr sumum bátum beint í ker, svo þeir gátu farið beint aftur út á veiðar. Bergur hafði lag á að tryggja sér marga báta til Sildarsöltun um 1980. löndunar - oft dreymdi hann fyrir brælu eða öðru, en hann var alla tíð berdreyminn. Árið 1966 var Fáskrúðsfjörður einn stærsti sölt- unarstaður landsins og það ár var Pólarsíld hæsta söltunarstöð á landinu. Ofveiðin var svo gífurleg að árið 1968 veiddist engin síld. Kreppan sem kom þá var mörgum sinnum verri en þessi sem kölluð er kreppa í dag. Það var aðeins hægt að útvega 10-15 manns vinnu við að ganga frá. Á árunum eftir síldarhrunið var hægt og bítandi unnið að því að byggja upp alhliða fiskvinnslu með rekstri frystihúss og saltfiskverkunar. Þá var Alþýðuhúsið leigt fyrir saltfiskvinnslu, einnig var saltað í Svarta húsinu og það stækkað. Bergur lét smíða trillurnar Val og Þuríði eftir að síldin hvarf, en 1975 var Þorri ÞH 10 keyptur frá Húsavík og fékk einkennisstafina SU 402. Ári síðar eða 1976 var Flosi IS 15 keyptur frá Bolungarvík og hlaut hann nafnið Guðmundur Kristinn SU 404. Haustið 1979 sökk Þorri á síldveiðum austur af Ingólfshöfða. Uppstilling í lestinni gaf sig og hann fór á hliðina í spegil- sléttum sjó. Áhöfninni var bjargað yfir í síldarbát- inn Gunnar frá Reyðarfirði. Síðar um haustið var keyptur nýr Þorri sem hét áður Jóhann Gíslason ÁR 41 frá Þorlákshöfn. Árið 1981 var Fylkir NK 102 keyptur frá Nes- kaupstað og hlut nafnið Sæbjörg SU 403. Hún var aðallega á togveiðum þann tíma sem Pólar- síld átti hana. Sæbjörgin var mikil byrði á fyrir- tækinu, á henni voru mjög óhagstæð verðtryggð

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.